Ég styð Comfortably Numb tilnefninguna, og efast um að það cover verði nokkurntíman toppað í sínum ömurleika. Hins vegar vill ég tilnefna Jimmy Page sem versta sell-outið þegar hann ekki aðeins leyfði Puff Daddy að covera Kashmir, heldur TÓK PERSÓNULEGA ÞÁTT! En það er ekki hægt að eyðileggja Kashmir, og jafnvel þótt að rapp útgáfan hafi verið margfalt verri en upprunalega, þá var hún helvíti kröftug með Page á gítarnum.
Page er nú það metnaðarfullur tónlistarmaður að ég held að hann myndi nú ekki hafa leyft puff daddy að taka Kashmir nema að honum hafi sjálfum fundist eitthvað í það spunnið.
Þá fullyrði ég það að þú einfaldlega skilur ekki tónlistina, því þetta er ekkert spurning um smekk, bestu lögin þeirra eru of algild til þess að nokkur maður sem hlustar á rokk geti ekki fílað þau hið minnsta. Og hvernig er hægt að fordæma þetta ótrúlega gítarsóló????
jæja já lélegasta cover af nokkru lagi verður að vera Another Brick In The Wall Part 1.2.3 með Korn, ég hef ekki heyrt þessa útgáfu af Comfortably Numb með Scissor Sisters enn ég hef heyrt lög með þessari hljómsveit og get fullyrt að þau séu leiðinlegur saur…sem gefur frá sér hljóð……..vill líka benda öllum Led Zeppelin aðdáendum hérna inni að leita að cover hljómsveit eða eikkað sem kallar sig Dead Zeppelin því að ef að eitthvað er misþyrming á góðum lögum þá er það þetta takk fyrir……..það er svo gaman að geta sagt sitt álit inná áhugamáli þar sem menn hafa þroska til þess að meta hreinleikan og guðdómleikan á bakvið góða Tónlist
Scissor Sisters tóku súrt lag og gerðu það bara nokkuð skemmtilegt. Mun líklegra að Pink Floyd rati á fóninn eftir að hafa heyrt þessa mun betri útgáfu af laginu. Stundum hefur upprunalegur höfundur rangt fyrir sér…
Allt með William Shatner er hörmulegt. Nú síðast nauðgaði hann Common People eftir Pulp, en ég hef enn sem komið er náð að forðast það - enda óbætanlegur skaði ef maður gæti ekki hlustað á það lag án þess að hugsa til WS.
Mr. Tambourine Man með Byrds (Dylan Cover) Knockin' on Heavens Doors með Guns n Roses (Dylan Cover)
og að lokum allra versta coverlag allra tíma (hefur aldrei verið gefið út, sem betur fer)
Creep með Bob Dylan (Radiohead cover)
ef þið sjáið þetta einhvern tímann á netinu ráðlegg ég fólki að íklæðast varnarklæðnaði áður en það nálgast þetta lag. Það hefur sannarlega mannskemmandi áhrif og eyðileggur út frá sér í allar áttir - lagið og flutningsaðillin hrapa í áliti. Sem er leitt.
Það er fínt meða Metallica, þeir tóku bara lagið og gerðu það að Metallica lagi, þ.e.a.s. breyttu því úr hommaglysrokki í þungarokk. Ekkert slæmt þar á ferð.
Ég er samt ekkert á móti Queen, hlustaði slatta á þá á tímabili.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..