Enginn upphaflegur flytjandi. Höfundur lags og texta óþekktur. Þetta er eldgamalt þjóðlag. Hvort lagið sé frá Englandi veit ég eigi (best að treysta doktornum þó), en textinn eins og hann hefur varðveist er með amerískum skírskotunum.
Þekktast í flutningi Animals en miklu betra á debut plötu Bob Dylan en þar er upphaflegi textinn notaður (Animals breyttu honum, enda þorðu þeir ekki að syngja lagið í 1.persónu útsjúskaðrar kvenkyns hóru). Kynnið ykkur endilega Dylan útgáfuna - ótrúleg dýpt hjá tvítugum stráknum.