Birti svarið mitt við svipuðu röfli í grein og greinarsvörum sem birtist á “Tónlist”. Þetta er samt svar við öllum þeim sem hér hafa svarað og upphafsmanni korksins.
Í fyrsta lagi kann Morgunblaðið ekki að þýða! Kosning snérist ekki um rokkstjörnur heldur var verið að kjósa ICON 20. aldar tónlistar. Gott væri ef greinarhöfundar kynntu sér málin áður en þeir pissa á menn og málefni - til dæmis á heimasíðu blaðsins.
Í öðru lagi er þessi listi ekki einungis gerður af lesendum Q heldur ekki síður breskum almenningi með þáttöku símafyrirtækisins O2. Skýrir það væntanlega fólk eins og 2Pac og Robbie Williams.
Í þriðja lagi skal aldrei taka mark á innri röð á topp 50. Ef eitthvað nafn komst inn á topp 50 er það frábært og skal ekki röfla um að Robbie Williams sé fyrir ofan Jimi Hendrix (sem er fáranlegt að mínu mati en skiptir ekki máli). Það sem skiptir meira máli er hvort einhver sé á topp 50 sem á það ekki skilið. Á topp 20 myndi ég segja Kurt Cobain, Madonna, Liam Gallagher, Robbie Willimas og 2Pac. Hins vegar gæti maður auðveldlega hent fram 20 nöfnum sem eiga líka skilið að vera þarna inni. Sorrí, en það er bara pláss fyrir 20 á topp 20.
Það er margt sem gerir gott tónlistar Icon. Uppáhaldstónlistarmaðurinn minn, Bob Dylan, er t.d. að mínu mati ekki besta tónlistar icnon-ið. Elvis er og verður í mínum huga ultimate rokk Iconið. Ef tónlist væri kaþólsk trú væri Elvis Jesú OG María Mey.
Og svo get að lokum ekki orða bundist yfir vanþekkingu greinarhöfundar á tónlist! Þó að aðrir hafi bent á þetta vilja ég ítreka að Bob Dylan og Johnny Cash eru meiri rokkarar en nokkur annar. Svo má líka færa rök fyrir því að popp sé ekki tónlistarstefna (enda ekkert sem skilgreinir þennan flokk eftir tónfræði) heldur einungis vinsæl tónlist - sé farið eftir því syngur Madonna ákveðna útgáfu af rokki.
En auk þess að vera tónlistarstefna er rokk viðhorf og lífstíll. Falla þá Marley, Eminem og 2Pac undir þá skilgreiningu.