Hef séð Dúndurfréttir nokkrum sinnum og þeir eru mjög góður. Ég verð samt að segja að þeir eru betri í því að taka Pink Floyd en Led Zeppelin en það sem þeir gera best og er ekki alveg viss af hverju er Deep Purple.
Í fyrstu þá hélt að ástæðan fyrir því að þeir taka Pink Floyd betur en Zeppelin er sú að Pink Floyd er meiri stærðfræði en Led Zeppelin. Það er nefnilega mun meiri blús í Led Zeppelin og blúsinn er bara ekki eins útreiknanlegur og það sem Pink Floyd gerðu. Ég er samt engan veginn að gera lítið úr Pink Floyd með að segja þetta því ég er mikill Pink Floyd aðdáandi og alls ekki að segja að þeir hafi ekki verið undir áhrifum frá blúsnum. Það þarf einungis að líta á nafn hljómsveitarinnar til að sjá blús áhrifin.
Þið verðið líka að gera ykkur grein fyrir því að þegar ég hugsaði svona þá var ég líka undir miklum áhrifum frá tónleikum þessara hljómsveita þar sem ég safna bootlegum þá veit ég hvernig þessar hljómsveitir spiluðu á sínum tíma.
Þegar ég heyrði svo Dúndurfréttir taka Deep Purple og þar bendi ég sérstaklega Mistreated sem þeir gerðu stórvel þá varð ég hugsi. Deep Purple eru ekki eins og Pink Floyd og eiginlega nær Zeppelin en Floyd. Þá gerði ég mér það ljóst sem ég hefði átt að hafa gert mér ljóst til að byrja með.
Þegar Dúndurfréttir eru að æfa sig í að spila þessi lög þá eru þeir ekki að hlusta á þessar hljómsveitir eins og þær spiluðu sjálfar live og ef þeir eru að gera það þá eru þeir kannski að hlusta á live plöturnar sem eru ekki alltaf það sem hægt er að miða við.
Jæja, þar hafið þið það. Tilgangslaust svar.
Greatness.