Þegar hann var lítill fór hann út að tjörn að gefa öndunum. Hann er bara þarna í goodie að kasta brauði þegar einhver skúrkur hrindir honum út í tjörnina.
Ringo hafði aldrei verið góður sundmaður og því tókst honum ekki að sprikla og halda sér uppi lengi og sökk niður eins og steinn.
Allt í einu sér hann hafmeyju koma að sér og draga sig burt. Hann heldur að hann sé að stíga á vit hins óflýjanlega.
Hafmeyjan dregur hann niður í risastóra neðansjávarborg. Ringo fannst þetta undarlegt. Það sem hann hélt alltaf að væri tjörn í úthverfi Liverpool var í rauninni heimili undra og furðuvera.
Hafmeyjan dregur hann inn í borgina og inn í hús eitt. Utan um borgina var hjúpur sem gerði það að verkum að hann gat andað.
Ringo er rétt byrjaður að reyna að átta sig á öllu því er gerast var þegar maður klæddur í herbúning opnar hurðina. Af öllum merkjunum á búningnum hans að dæma var hann mjög hátt settur.
Hermaðurinn kynnir sig og biður hann um að elta sig. Ringo gerir eins og hann segir og eltir hann inn í herbergi fullt af hermönnum.
Ringo áttaði sig á þessu augnabliki að þetta var ekki heimili furðuvera. Þetta var herstöð.
Sestu segir einn hermaðurinn sem var Major.
Þú ert ekki hérna af tilviljun heldur varst þú valinn út úr stórum hópi manna.
Ástæðan fyrir veru þinni hérna er að við teljum þig vera líklegan til að vera góður njósnari.
Ringo á ekki orð. Þeir tala saman í nokkra stund þangað til að Ringo samþykkir þetta.
Majorinn segir að hann verði þó að vera betur snyrtur ef hann ætli að gegna stafinu.
Ringo fannst það nú heldur undarlegt en ákveður að treysta Majornum.
Þeir ganga nú inn í herbergi stórt með mikið af snyrtivörum og tækjum.
Hann fær sér sæti og kona nokkur byrjar að tala við hann. Hún segir að hún ætli að byrja á að snyrta augabrúnirnar á honum.
Hann leyfir henni það, en rétt eftir að hún klárar fyrri augabrúnina og beygir sig eftir tæki sem hún missti tekur hann eftir tattúi á bakinu á henni!
Þetta tattú þekkti hann! Þetta var tattú snyrtisamtakanna sem systir hans gekk í.
Hann rauk upp úr stólnum hrinti tveimur hermönnum og þaut út.
Nú var hann búinn að fatta þetta.
Þetta voru geimverur sem ætluðu að setja í hann sendi til að vakta mannkynið og finna leiðir til að eyða því !
Hann hljóp eins og fætur toguðu eftir löngum gangi. “Hermennirnir” hlupu á eftir honum en allir leikfimitímarnir sem Ringo sótti í æsku skiluðu sér núna.
Hann hljóp út úr húsinu og synti upp. Hafmeyjan synti að honum og reyndi að tæla hann en Ringo sló hana frá sér og synti í átt að yfir borðinu.
DRING DRING. Ringo vaknar. “Úff þetta var þá bara draumur”, hugsar hann.
Hann labbar inn á baðherbergi og byrjar að bursta tennurnar. Meðan hann er að því verður honum litið í spegilinn, SKVASS! Tannburstinn skellur á gólfið. Önnur augabrúnin á honum var vel snyrt.