Ok, eg vill byrja á því að segja að þetta er mínar skoðanir, og Bítlarnir eru 1 af 2 uppáhalds hljómsveitum mínum.
Ég ætla aðeins að fara yfir allar plöturnar, hver á eftir aðra.

Please please me. Þetta var uppáhalds platan mín, en er ekki lengur :shock:


A taste of honey, snilld svona rugl-lag, mer finnst það svo líkt laginu Carry that weight sem er á abbey road. Svona stutt, létt djók lög eitthvað.

Anna (go to him). Já svona ágætt, týpískt lag hja bítlunum á þessum árum.

Ask me why. Æji mer finnst þetta frekar leiðinlegt lag. Ekkert að segja um það

baby its you. sha la la la laa aalaa eins og gaurinn í BBC viðtalinu sagði, mjög flott þegar Lennon segir svona “baby its you” og Paulie kemur svo með sha la la la la.

Boys: lag sem eg hef öruglega aldrei hlustað á:) ekkert spes finnst mer. annars er þetta mjög, Töff þegar hann segir bab shua bab shua

Chain: engin skoðun

Do You Want To Know A Secret: Flott lag, rism uahahu er töff:D

I Saw Her Standing There: mer finnst það ekki svo skemmtilegt

Love me do: snilldar lag sem John lennon samdi þegar hann var 16 ára. Cool munnhörðu spilun hja John

Misery: ágætt lag, ekkert spessSSssS

P.s. I love you: kom fyrst á smáskífu með Love me do MINNI MIG. ágætt svona

Please please me: titillag plötunnar, byrjunin er leiðinleg, en töff partur þegar þeir segja oh please please me o yeah, það er töff

There's A Place: jájá ágætt, lag svosem, ekkert um það að segja.

Twist and shout. fínt lag, en verður smá leiður á því þegar það er komið á skrið.
´
semsagt, frábær byrjuna á geðveikri hljómsveit.



A hard days night

A hard days night: Ringi Starr átti hugmyndina að titilaginu, nafninu á bíómyndinni lika. Þeir unnu allan daginn við myndina, og voru svo þreyttir, þá fattaði hann uppa A hard days night. Fínt lag svo sem. Spes byrjuna nótan, notaði 2 gítarar og svo slær Paul eina bassanótu með, sem gefur skrítinn hljóm. en Cool, fínn gaur.

And I Love Her: frábært lag, rólegt, Paul og John sömdu það, mer finnst þetta ver mjög Paul lag.

Any Time At All: Hresst lag, ekkert um það að segja, en ekta John lag.

Can't Buy Me Love: sama og fyrir ofan

I Should Have Known Better: sama og fyrir ofan :) ekkert um þetta að segja, bara flott lag og flott munaharpa hja john.


I'll Be Back: Frábært lag, mjög gott!

I'll Cry Instead: æji mer finnst þetta ekkert spes, svona kúreka lag.

I'm Happy Just To Dance With You: já þetta er fínt lag, flott byrjun.

Tell Me Why: maður man eftir svona lagi frá þegar maður var lítill, þegar pabbi var að spila þetta. ekta plz plz me lag :D

Things We Said Today. Töff lag, flott byrjun og þegar hann byrjar að syngja, jám bara nett lag.

When I Get Home: mer finnst þetta slappt lag, ekkert til að segja

You Can't Do That. ekkert svo sérstakt. bara sama og fyrir ofan ;) 8)


þeir halda áfram að gera gott efni, voru vinsælli á þessu. Bítla æðið var ekki einu sinni byrjað þarna. John Lennon samdi öll lögin á þessari plötu, svo hann var með edge. hann var leaderinn á þessum tíma.


-With the Beatles
-Beatles for sale

mer finnst þessar 2 plötur skakastar hja bítlunum, Honey dont á Beatles for save, og all my loving á with the beatles vera bestu lögin. Annars nenni eg ekki að fara úti þær.

Help!

Mer finnst þessi í frekar slappari kanntinum af því sem bítlarnir gerðu, yesterday classic eftir Paul (john do næstum af öfundsýki, hann sagði að ef að einhver veit um 1 lag með bítlunum, þa´er það Yesterday.) sem er satt, og help er mjög flott lag, svo er Ticket to ride gott, og you gotta hide er geðveikt lag líka. Annars hef eg ekki mikla skoðun á þessari.

Rubber Soul

Drive my car er byrjunin á þessari plötu, baby you can drive my car röddin er röddinn á frægri hollywood strjörnu, og “bí bí bíbí je” er bílstrjórinn. flott lag, og flott solo sem George gerði.

Girl: mjög flott lag þótt að mer finnst byrjunin ekki vera svo spes, annars er töff þegar hann segir “ohhh giiirll shiiii giiiii i iirl.
bara gott að segja um þetta lag sko.

If I need someone. Lag eftir George harrison, mjög gott lag, ekkert hægt að segja um það.

im looking trought you. Lag sem eg hlusta nánast aldrei, en er i rauninni fínasta lag, paul syngur það bara vel.

In my life: frábært lag, eitt af þessum vanmetnu bítlalögum, það gæti allveg verið eins frægt og Yesterday, því þetta er jafnvel betra lag að mínu mati. Dáldið vanmetið því þetta er mjög flott lag. MIg minnir að George Martin upptöku stjóri spili í því eitthvað. eins og hann gerði í nokkrum lögum. spilaði á loftorgel eða eitthvern andskotann. Já hann spilar á orgelið í þessu lagi. Gott lag.

Michelle: lag eftir Paul. Þetta lag og Yesterday eru talin vera bestu lögin hans, og eg get ekki verið sammála því, en meira um það í meistarastykkinu hljómsveit Peppers einmanna hjartnæmra sála. George Martin ætlaði að gera smáskífu með þessu lagi, eins og hann gerði við Yesterday, sem er eftir Paul líka, en John hugsaði með sér: ”ef að Paul fær aðra smáskífu með svona góðu lagi, þá mun eg aldrei vera aðalbítillinn áfram Svo hann gerði hvað sem er til að fá George Martin til að hætta við að gefa hana á smáskífu. Þarna var stór keppni á milli Paul og Johns um hver ætti að vera fremstur í laga gerð, því John var buinn að vera með forustuna frá því þeir byrjuði.

Norwegian Wood. Þarna var George harrison nybuinn að kaupa sér sídar, og spilaði hann í þessu lagi. Flott lag í allastaði.

Nowhere man. man ekki allveg um hvað þetta lag er. en annars ágætt.

Ekkert meira sem eg get sagt um restina af þessari plötu, fíla lögin ekkert svo mikið.


Revovler

Skammbyssann, er plata sem er alltaf að fá góð dóma, en eg er ekki að skilja af hverju, en eg mun gera það (eg fattaði ekki fyrst hvað Sgt Peppers væri góð, en eg geri það sko nuna!, en förum úti það seinna)

And you bird can sing: flott lag, var að fatta það fyrst bara nuna í þessu. Já mjög flott lag.

Doctor Robert: þetta lag er um Doctor robert, sem let fólk alltaf fá eyturlif til þess að læknast. Hann missti læknaleifið sitt og do svo 1971. Þetta átti að vera rosa spes læknir. Þetta lag er bara það. “you get anything you need” og fleiri tilvísanir.

Eleanor Rigby: Þetta er snilldar lag, John samdi það og hann er að spa í þessum einmanna fólki, hvar er það? hvaðan kemur það? Þegar maður spáir í því þa er þetta satt hja honum.

For no one: ekta bob dylan lag, veit ekki hver samdi það en giska á paul. flott lag.

Good day sunshine: þetta minnir mig á Ringo starr, svona hresst lag eins og hello goodbye, sem mer finnst eitt flottasta stykki sem til er í sögu tónlistar. en meira um það seinna. Flott lag, einfalt. Minnir mig á Yellow submarine.

Got To Get You Into My Life: engin skoðun um þetta. bara ágætt þótt eg hlusti aldrei á það.

here, there and every where: byrjunin minnir mig mikið á live or let die með paul, í sóló. Flott lag, rólegt.

I want to tell you: Flott byrjun, ágætt lag, hlusta ekki mikið á það.

Im only sleeping: ef john lennon syngi það ekki, þá væri það ekki svona gott.

Love you to. mer finnst þetta hundleiðinlegt lag, verð að segja eins og er, bara mín skoðum :o

She said she said: flött lag, töff þegar john syngur “Sheee saaaaid!” allt gott um þaaað að segja.

Taxman. ok þetta lag er eftir George harrison, ´geðveikt lag! öll lög sem geroge harrison samdi eru bara frábær!! hann samdi ekki mörg, þvílikur snillingur og snilldar lag. Þetta er um Taxmannin, sem rukkar þig fyrir allt! 95% af launum bítlana fór í skatta um tíma. Og þetta var hefndin, þeir eru með bakrödd sem eitthvað nafn kemur, minnir að það var í þessu lagi. Þá er þessi maður þessi SkATTAKÓNGUR sem rukkar fyrir allt. Lengi lifi hann fyrir að láta þá gera svona gott lag.

Tomorrow never knows. ágætt lag, þótt eg fíli það ekki mikið, allt í lagi sko.

Já eftir að eg hef hlustað á plötuna með eg skrifaði um hana, þa er hun betri en eg bjóst við. Hot stuff

yellow subarine:

eg get ekkert sagt um þessa plötu nema að Mer finnst yellow submarine flott lag eftir Ringo starr. Brian Jones úr The rolling stones (1940-1969) að hann geriri glasahljóðið, með því að bera keðju í baðkari. Ringo starr syngur það.

Annars hef eg ekkert um þessa plötu að segja, hlusta ekkert á hana :shock:

Magical Mystery Tour:

Snilldar plata! ótrulega vanmetin en djöfull er hun góð.

Titillagið er mjög fínt, miða við að titillög eru ekkert spes alltaf, nema Yellow submarine og Sgt Peppers, þau eru snilld.

The fool on the hill:

Snilldar lag eftir John Lennon, allger snilld. Veit samt ekkert mikið um það.

Flying: öðrísi lag, annars mjög flott. Ekkert sungið í því nema smá rödd kemur inni.

Blue Jay way: hlusta ekki mikið á það, en annars bara ágætis lag.

Your mother should know. Mjög gott lag, annars bara sama og fyrir ofan, mætti hlusta meira á það.

I am the walrus: snilldar lag eftir Lennon, spes röddin hans í því. Minnir mig á eitthvað rapplag. Annars er þetta gott lag mæli með því þeir sem ekki hafa heyrt það

Hello Goodbye: Þvílikt snilldar verk. eftir Paul, hann syngur það og spilar á bassann náttla. geðveikir tónar hja George Harrisoon, flottar trommur, heyrist ekkert í rythmanum hja John Lennon, eins og venjulega, og textinn er bestur, svo auðveldur og geðveikur, bakraddir eru frá John og George Harrison ( hello good goodbye hello goodbyeeeee hello godbye dæmið) OG þegar Paul kemur með línuna “WHY why why why why do you say good byeeeeee goodbye goodbye why why why why” það er rosalegt! Að sjá myndbandið er geðveikt, allir í Sgt Peppers fötunum, standa þarna og reyna að hreyfa sig asnalega við, það er bara snilld. Vanmetið lag, því flesta umfjallanir þa´segja þeir “mer finnst Hello goodbye vera leiðinlegasta lagið á plötunni” og eitthvað slíkt, fínustu gaurar“

Strawberry fields: Eftir john lennon. Hann ætlaði að hafa aðra settningu í byrjunninni, sem eg man ekki allveg hvað var að henni, en hann breytti henni á seinustu stundu, og George Martin var sammála að ”Let me take you down cus im going to..“. Lennon tok upp þetta lag mörgum sinnum en var aldrei ánægður! hann var alltaf að skipta um skoðun. John var kominn í mikla neyslu af LSD sem kom honum úr jafnvægi, og umboðsmaður þeirra var nýdaginn þarna á árunum 1967. JOhn var kominn úr Lead stöðunni, og nuna var það Paul sem réði. Meira um samkeppni hans og Pauls í næsta lagi.

Penny Lane. Lag eftir Paul. Hann samdi það rétt eftir að John samdi Strawberry fields. Þessi 2 lög höfðu átt að koma á Sgt Peppers því þau hefðu látið plötuna verið á topptnum forever eða ekki. Það var mikil samkeppni á milli Johns og Pauls á þessum tíma en það gekki ekki vel hja JOhn útaf eyturlifjum. Paul var ekki enn kominn í dóp þarna.. eeen John var svo sannalega kominn í það. JOhn samdi Strawberry fields um stað fyrir vandræðaunglinga, minnir mig að það væri, og það var staður sem maður sa oft( eða þeir ). Svo Paul vildi gera það saman, semja um stað sem hann heimsótti oft þegar hann var lítill. Penny Lane. Það er eitthvað torg í Liverpool sem var the place á þessum tíma. Strætóar eru merktir Penny Lane eins og sést í videoinu af Penny Lane. ég held að John vann þessa samkeppni um æskustaðina, því Strawberry fields er snilld.

baby ur rich: lag sem eg hlust ekki mikið á, og hef enga skoðun.

all you need is love. flott lag, serstaklega þegar þeir væla svona ”loooove looove loveee, mjög flott. ágætt lag sko,eitthvað sem allir þekkja.

Frábær plata, næstbesta platan hja bítlunum mundi eg segja, en það kom smáskífa með Strawberry fields og Penny Lane, og George Martin irðist þess alla æfi, því að á smáskífum er á A hlið, aðal lagið, en á B hlið er aukalagið, og Penny Lane var á B hlið. Svo það var gert lítið ur´því. En mig minnir að þetta sér rétt, gæti verið að eg sé að bulla.


good shit en allavega þa er það næsta plata neðar :arrow:




Sgt Peppers Loney Heart clubs band.

vá ok þið sem segið að þetta sé ofmetin plata, eg helt það fyrst, en þegar ég lét hana á fótinn áður en eg fór að sofa eitt kvöldið, þá fattaði eg þetta!

Paul McCartney var leiður á þessum vinsældur og var orðinn þreyttur á þessu sama rugli alladaga, svo hann vildi búa til nytt band, band sem var frá bandaríkjunum (eða fólk átti að halda það því) og hann sagði að nafnið yrði að vera langt, svo það mundi ekki kaupa það betur. Svo hann bjó til Seargent Peppers lonely heart club band.

Titilagið, er eftir Paul, og þetta er svo mikil snilldar byrjun. Paul vildi að fólkið sem hlustaði á plötuna, að það fynndi lyktina ar timbrinu í sirkusmum! hann sagði við George Martin “ ég vill að fólkið finni lyktina af tymbrinu” Og George leist vel á það, og gerði það!
Jimi hendrix gerði gott cover af þessu lagi líka, þar sem hann spilar 1 allt lagið, notar 1 gítar sem 2 gítara og bassa (eða þannig) og svo syngur hann líka.

With a litle help from my friend. Djöfulsins snilld, eg las að Ringo samdi það en er ekki viss, en Paul syngur það og eg er nokk. viss að Paul samdi það líka, en ekki allveg viss. :D
Frábært lag, og sérstaklega takturinn hja Ringo þegar Paul syngur “no i get by with a litle help from a friend, i get hight with a litle help from my friend.” Frábært. John Lennon syngur bakrödd. Bara snilldar lag.

Getting better: Paul samdi þetta, því allt var að vera betra, eða Ringo sagði alltaf í lok dags þegar þeir voru að taka upp plötuna “its ok, its getting better” og Paul náði nafninu úr þeim örðum. mer finnst þetta ágætt lag, ekkert HUGE eða neitt bara ágætt, smá pirrandi þessi rythma gítar´/píanó sem er þegar hann syngur getting better… blablabalbla.

Fixing a hole: snilldar lag, með þeim betri, ótrulega vanmetið en ótrulega flott, “im fixing a hole when the rain gets in, and stops my mind from wondering” þetta festist allveg í manni. flott lag í alla staði

Shes leaving home: já frekar flott lag, sérstaklega þegar Paul kemur með skræka rödd, eins og “sheeee” þá kemur John með bakrödd. flott lag já.

Being for the Benefit of Mr. K: Vá! eg fattaði bara fyrir stuttu hversu flott þetta er! etta er í top 10 af bítlalögum, án efa ! vá þegar parturinn kemur á 1:18 shit! þvílik sniilld!!! maður fær allveg gæsahúð. Flott hitap eða hvað sem það heitir á trommunum, (sem maður stígur í, ekki bassatromman), og bassinn þar með er töff. og Mörg aukahljóð sem gera lagið að svo mikilli snilld.

With in without you: leiðinlegasta bítlalagið að mínu mati, fatta það bara ekki ;) sorry mitt álit bara. en flottar bongo trommur aftur á móti þótt þær eru ekkert pró. Þetta er samt talið lykillag á plötunni, og ef það hefði verið sleppt eins og only a northen song hefði platan mist andlegu stærð sína. Þetta er indverkst tónlist sem George Harrison var mikið í á þessum tíma.

Lovely Rita: Sama gildir um þetta og með Being for the Benefit of Mr.K. Maður heyrir þetta á rettum stað á réttri stundu, þá er þetta eitt af bestu lögum bítlana. Lovey rita, mita made (eða eitthvað kann ekki að skrifa) það festist allveg í manni. Þetta er um Rítu stöðumæla vörð sem allir vissu hver var á yngri árum Pauls. Snilldar lag, hlusta á það vel.

Good Morning good morning. Haninn í byrjuninni er úr Kellogs fornflex augl. sem John sá oft. Því hann var alltaf með kveikt á sjónvarpinu þegar hann vaknaði, svo heyrði hann þetta oft þegar hann var lítill. en mer finnst þetta ekkert svo sérstakt lag. lala svona fínn í grunnskóla bara.

Lucy in the sky with diamond: OK þið sem haldið að þetta sé um LSD þa´er það ekki satt. Sonur Johns, Julian Lennon, kom úr skólanum með mynd sem hann teiknaði handa Lucy bekkjasystur hans, og hun var i skíjunun með demanta ( á myndinni ) og hann skrifaði fyrir neðan “lucy in the sky with diamond. Og þá fattaði John uppa þessu lagi þannig, ekki á LSD Trippi. En þegar platan var gefin út, þá bjuggu fjölmiðlar til LSD úr þessu eins og flestir halda. Og þá var lagið bannað, en John fattaði þetta ekkert og var engan vegin að semja um LSD, honum brá bara og hló að þessu.

… og svo var lagið bannað.

When im sixty four: Paul samdi það þegar hann var 16 ára og hann þá var hann að hugsa um hvernig það væri að vera 64 ára. ”will you still need me, will you still feed me“ þegar eg er 64 ára. Fólk hætti að vinna þarna 65 ára, svo hann vildi ekki hafa það þannig. ÞEgar þeir tóku upp lagið þá vildi hann tala eins og unglingur, með yngri rödd. ´Mjög flott lag allavega.

Sgt Peppers…… Reprise: Veit akkurat ekkert um þetta lag, bara endinn á Peppers Showinu. þða heyrist í textanum og áhorfendunum.

þá er það mesta meystarastykkið A day in the life.

Þetta lag er að flestra mati besta verk Johns og McCartneys á peppers, og kannski það besta sem þeir gerðu. Það sem kveikir á þessu lagi, er raunveruleikinn. Þetta lag var undir sterkum áhrifum af ofskynjunarefninu LSD, sem flytur mann í draumalandið. Paul og john sömdu það, en john á fyrst og seinasta kaflan, en Paul samdi miðkaflann.
Lagið hefst á að sögumaður segist hafa lestið blöðin í dag þar sem maður dó útaf hann fór yfir á rauðu ljósi,hafði ekki tekið eftir því að ljósin höfðu breyst. fjöldinn allur horfir á hinn látna. Þessi látni hafði verið til í raun og veru, hét Tara Browne, ungur milljónamæringur, erfingi Guinners auðæfanna, ágætur kunningi bítlana og lést í bílslysisi 1966, desember. Tæpum mánuði áður en bítlarnir hófu tökur á laginu.°Það kom svo frétt seinna, um einhverjar holur, og john lennon minntist á þær, ”and tought the holes where rather small" og BBC bannaði þetta lag útaf holunum. Enda margar útvarpstöðvar bönnuðu sgt peppers plötuna utaf LSD tilvísinum. a day in the life er svona a Totally turn on song, eins og Paul orðaði það, vímuvaldur! Þetta lag var neustaraverj sýrupoppsins.
George Martin ákvað að hafa 24 takta lag, og Paul ákvað að hafa sinfóniu til að fylla 24 takta gatið sem tengdi kafla hans og Lennons.
Þegar sinfónían og bítlarnir lokuðu verkinu í upptöku, varð rosalegt klapp! Allir voru himinlifandi.
A day in the life tók 34 klst í upptöku, enda var það þess virði.Paul spilar á píanó og bassa, Ringo á trommum, og kongótrommur. Um leið og þegar þeir voru bunir að taka upp lagið, fóru þeit til The mamas and the Papas að tjekka á söngkonunni stórvöxnu Nana Cass.

Þarna lauk Sgt Peppers Lonely Heart Clubs Band. … í G dúr að meira segja( í ekkað 45 sec í endann á a day in the life) :D

en þetta er nóg í bili, eg kem með restina seinna.

og eg er með dyslexiu, svo ekki klikkast útaf lelegri stafsetningu, eg gleymi oft stöfum í miðjum orðum (er ekki að nota þetta bara til að hafa afsökun)

nennti ekki að senda þetta á plötudóma korkinn, geri það ef eg sendi 1 plötu ;) ekki allt ehhe


Takk bæbæ


<br><br><b> Vengeance from the grave
Kills the people he once saved
</