Já ég held að þetta komi allt fram í e-mailinu sem ég fékk frá concert.is ; (Copy/Paste)
AUKATÓNLEIKAR MEÐ DEEP PURPLE Í LAUGARDALSHÖLL 23. JÚNÍ 2004
Miðasala hefst 23. apríl kl 11:30 á Hard Rock Café og síma 511 2255
Þá er loksins kominn staðfesting á aukatónleikum með Deep Purple. En eins og
þekkt er orðið þá seldust miðar á síðustu tónleika upp á innan við klukkutíma.
Þetta voru viðbrögð sem komu jafnvel hörðustu Deep Purple aðdáendum í opna
skjöldu. Þá þurftu reyndar þúsundir frá að hverfa miðalausir en nú eiga
aðdáendur sveitarinnar von um að tryggja sér miða á aukatónleika.
Sveitin er að koma úr mikilli reisu frá Asíu og er nú kominn til Bandaríkjanna
þar sem hún heldur áfram að trylla lýðinn. “Það hefur verið erfitt að fá
staðfestingu á aukatónleikunum þar sem erfitt hefur verið að ná í sveitina enda
mikill tímamismunur og annað sem hfaa þarf æi huga þegar menn eru staddir hinum
megin á hnettinum. Bandið er í banastuði. Þeir sem hafa áhuga geta lesið dóma um
frammistöðu sveitarinnar á www.thehighwaystar.com
Aukatónleikarnir verða haldnir kvöldið áður eða þann 23. júní 2004 og hefst
miðasala föstudaginn 23. apríl næstkomandi klukkan 11.30 á Hard Rock Cafe og í
síma 511 2255 hjá Concert.
”Þetta er alveg frábært! Símarnir hér hafa ekki stoppað síðan við seldum upp á
síðustu tónleika. Manni var reyndar farið að líða hálf illa að geta ekki boðið
strax uppá aukatónleika en nú er þetta staðfest og við eru agalega hamingjusöm.
Ég á jafnvel von á því að fólk fari á báða tónleikanna enda er þetta svo sem
ekki mikið dýrara en að fara á ball," segir Einar Bárðarson hjá Concert ehf.
Nú verða miðar boðnir á fleiri stöðum um landið en síðast. Miðaverð er ennþá
jafn ódýrt.
Miði í stæði kostar 3.800 kr. og í stúku 4.800 kr. (C/P lokið)
Já, frábærar fréttir fyrir aðdáendur sveitarinnar sem ekki komust á fyrri tónleikana, nú er engin afsökun fyrir að sleppa þessu:):)