Ég trúi því nú ekki fyrr en ég sé það. Getur ekki bara verið að þeir ætli að koma nokkrum sinnum fram á tónleikum saman. Það getur ekki verið að þeir ætli að byrja aftur með bandið. Það er engin Queen án Freddie frekar en The Doors án Jim Morrison.
Það hafa verið orðrómar um að Queen ætli að koma saman með Justin Hawkins í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að þeir komu lagi á breska vinsældalistann. Brian May er hins vegar búinn að neita þessu. Persónulega finnst mér að þeir eigi bara að taka bassa- og trommuleikara með sér og syngja prógrammið sitt bara sjálfir, ekkert reyna að endurvekja Queen heldur bara leyfa mönnum að sjá stjörnurnar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..