Desire er frábær plata og með þjóðfélagsádeilu, en frá 1976. Ég get ekki mælt gegn henni, en hún er varla það sem spyrjandi er að leyta að.
Ég á 18 diska með Dylan og gæti gefið mjög fáa eftir. M.v. það sem þú ert að leita eftir dettur mér sterklega í hug The Freewheelin' Bob Dylan. The Time's They Are a Changin' er líka sterk, en að velja svona á milli er eins og ég ímynda mér að það sé að velja uppáhalds barnið sitt!
Bringing It All Back Home gæti verið áhugaverð fyrir þig þar sem hún skiptist á milli rafmagns og trúbadorsstíls. Sjálfur hlusta ég oftar á plöturnar sem koma á síðari hluta 7. og 8. áratugnum í augnablikinu.
Eftir þessum koma svo að mestu al-rafmagnaðar plötur; Highway 61 Revisited og Blonde on Blonde (báðar hreinasta snilld). Eftir það finnur Bob upp kántrí rokkið með John Wesly Harding sem er mjög góð og fylgir henni eftir með mótorhólaslysi og einbúahætti og loks hinni frábæru Nashville Skyline, sem er að miklu leyti kántrí og í mjög miklu uppáhaldi hjá mér…
Ef þú fílar Dylan og byrjar að kaupa eina áttu ábyggilega ekki eftir að hætta fyrr en nokkrar í viðbót eru komnar :)
Svo, ef þú ert hugrakkur, er Before the Flood frábær tónleikaplata þar sem The Band spilar með honum. Diskurinn er tvöfaldur og skiptist í huta þar sem Dylan spilar sín lög með The Band sem backing band, The Band spila sín lög einir og Dylan sín lög einn með gítar og munnhörpu. Útgáfur gætu komið á óvart en eru almennt mjög góðar og fullt af góðum lögum með The Band fylgja. Talandi um tónleikadiska var Unplugged diskur Dylan frábær.
Ég gerði þetta kannski bara erfiðara? :P<br><br>-
“vá þú ert einn einhverfasti gaur sem ég veeit um ertu með svona litið typpi eða eða ert bara svo ljotur vá finndu þér konu og nytt líf sver það…..”- GRAdURGAUR
“Enga meiri <i><b>fokkings</i></b> ameríska lágkúru!!!” - eaue [leturbreytingar mínar]