Af öllum áhugamálunum á hugi.is þá hlýtur þetta áhugamál eða allavega nafngiftin að vera ein sú hrokafyllsta sem ég veit um. Margir þar á meðal ég hafa sínar skoðanir á hver sé hin raunverulega gullöld tónlistar. Og við fyrstu sýn virðist þetta áhugamál flokka tónlist frá sjötta áratugnum til loka þess áttunda. Væri ekki viðeigandi að breyta nafninu í eitthvað sem væri minna hrokafullt og nefna það jafnvel Sjötti til Áttundi áratugurinn. Eða eitthvað annað. Ég er alls ekki að segja að mér þykir ekki tónlist frá þessum tíma einmitt vera gullöld tónlistar. Þvert á móti. Það eru bara ekki allir sammála þessari skilgreiningu. <br><br>——————–
Yes I know my enemies/ They're the teachers who taught me to fight me/ compromise comformity assimulation submission ignorance hypocrisy brutality the elite/ all of which are American dreams
Zach de la Rocha