Ég hef verið að hlusta á nokkur lög með Moody Blues og þá af safndiski og vá hvað þessi hljómsveit er fjölbreytileg. Oft heyrast miklar ballöður í lögunum en ég sumstaðar má heyra tóna sem gætu talist pönk. Það er að sjálfsögðu hægt að velta fram og aftur hvenær pönkið byrjaði en mér finnst merkilegt heyra það af lögum sem eru frá ‘68(Ride My See-saw) og ’71(Question) og í millitíðinni kom út fyrsti diskurinn með Stooges sem er eflaust af mörgum talinn tímamót í pönktónlist þó vel má vera að Kinks hafi verið lengi að fitla við það. En svo ég tali um Moody Blues þá eru dæmi um lög sem brjótast út í hart gítarrokk (Isn't Life Strange) mjög svipað og Queen voru litlu seinna þekktir fyrir. Merkilegt nokk…