c/p af skífan.is
Hin svokallaða Nakta útgáfa af ?Let It Be? með Bítlunum kemur loksins út í nóvember.
Platan sem kemur út þann 17. nóvember ber heitið ?Let It Be…Naked? og allt það sem Phil Spector lét á plötuna, strengi, kóra og brellur, hefur verið tekið af en Paul McCartney hefur margfalt sagt frá því hve óánægður hann var með plötuna og þá sérstaklega framleiðsluna á ?The Long And Winding Road?.
Meirihlutinn af plötunni var tekinn upp árið 1969 og einnig var ævintýrið kvikmyndað en upprunanlega átti gripurinn að heita ?Get Back? sem sýndi Bítlana fara aftur í ræturnar sem fjögurra manna Rock?n?Roll band. Hins vegar var hljómsveitin við það leysast upp og upptökurnar voru látnar vera og hljómsveitin byrjaði á plötunni Abbey Road sem kom reyndar út á undan Let It Be. Það var ekki fyrr en Lennon kallaði á vin sinn Phil Spector til að klára Let It Be fyrir útgáfu.
Breyting hefur orðið á plötunni þar sem bakgrunnssamtöl, ?Dig It? og ?Maggie Mae? hafa verin tekin af plötunni og lagið ?Don?t Let Me Down? er komið í staðinn en það var upprunanlega b-hlið á ?Get Back? smáskífunni.
Paul McCartney sagði: ?Ef við höfðum tækni dagsins í dag við gerð plötunnar hefði platan hljómað svona?
Lagalistinn lítur svona út..
Get Back
Dig A Pony
For You Blue
The Long And Winding Road
Two Of Us
I´ve Got A Feeling
One after 909
Don´t Let Me Down
I Me Mine
Across The Universe
Let It Be
Platan inniheldur bónus disk með skemmtilegu aukaefni. Einnig fylgir plötunni bæklingur sem inniheldur ljósmyndir sem aldrei hafa sést áður og fleira… <br><br><i>Semolina pilchard, climbing up the Eiffel Tower.
Elementary penguin singing Hari Krishna.
Man, you should have seen them kicking Edgar Alan Poe.
</i><b>John Lennon</b>
<b>Allir á</b> <a href="http://apautgafan.tk/“><font color=”#0000FF“><i><u><b> </font><font color=”#0000FF“></font> <font color=”#0000FF">www.apautgafan.tk</font></b></u></i></a