Þetta er partur úr greininni “Gullöldin og djöfullinn” sem ég skrifaði í sumar. Þar var fjallað um þetta atvik.
6. desember héldu Rolling Stones risatónleika á Alamont speedway track, skammt utan við San Francisco. Stemningin þar var eldfim frá byrjun og að lokum sauð uppúr milli æstra áhorfenda og gæslumanna á tónleikunum, sem allir voru meðlimir Hell´s Angels mótorhjólagengisins. Einn áhorfandinn dró upp byssu og fór að veifa henni. Gæslumennirnir stukku á áhorfandann, börðu hann hrottalega og stungu til bana. Það var gósentíð hjá fjölmiðlum að tengja saman morðið á áhorfandanum, bölvunina sem Anton Lavey lagði á hippamenninguna og Manson morðin. Ekki minkaði gleði þeirra þegar út spurðist að áhorfandinn var drepinn meðan Stones voru að spila lagið Sympathy for the devil!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..