Rétt nafn: Richard Starkey
Fæddur: 7.júlí 1940
Heimabær: Liverpool í Englandi
Af öllum Bítlunum hefur Ringo Starr kannski látið minnst á sér bera sólóferilslega séð það er að segja. Hann hefur nú samt gert alveg fullt, til dæmi hefur hann átt 12 frábærlega vinsæl lög og þar á meðal “Photograph” og “You´re sixteen” sem náðu bæði fyrsta sætinu. Plöturnar hans hafa líka flestar náð feiki vinsældum eins og Sentimental journey, Beaucoups of blues, Ringo og Goodnight Vienna.
Ringo reyndi líka að skapa sér nafn í kvikmyndageiranum á frekar hlægilegan hátt að mér finn að minnsta kosti enda húmor í kallinum :) Hann lék t.d. í myndunum The magic christian, blindman og that´ll be the day, frægustu myndirnar sem hann lék í eru líklega Son of dracula og Ringo´s night out en hann Harry Nilsson lék með honum í báðum og þess vegna svona frægar :)
Hann pródúseraði líka eina mynd eða heimildarmynd um Marc Bolan (T.Rex) sem kallaðist born to boogie. Seinna bjó hann svo til sína eigin mynd eða árið 1981 og kallast hún Caveman sem er fáránlega hallærisleg mynd um steinaldarmenn samt alveg fyndin en ekkert rosalega skemmtileg þó, hann leikur aðalhlutverkið ásamt stórleikonunni Barböru back sem hann giftist einmitt skömmu eftir gerð myndarinnar.
————————————————— —————-
Nóvember 1970 Beaucoups of blues
May 1971 It don´t come easy
April 1972 Back off boogaloo
Október 1973 Photograph
Desember 1973 You´re sixteen
Mars 1974 Oh my my
Nóvember 1974 Only you
Febrúar 1975 The no song/snookeroo
Október 1976 A dose of rock&roll
Janúar 1977 Hey baby
Nóvember 1981 Wrack my brain
Þetta er það sem ég skrifaði einu sinni um Ringo á huga.is — vona að þa hjálpi eitthvað..<br><br>www.1970.blogspot.com – þetta mun vera síðan mín, endilega að kíkja þangað :) það þætti mér gaman.