The Dark Side of the Moon - Gömul gagnrýni. Ákvað að henda þessari grein inn, gerði hana nóvember 2009 held ég.

The Dark Side of the Moon er víðfræg plata sem var búinn til af Pink Floyd. Hún var gefinn út Mars 1973 og meginhugmynd hennar er barátta, græðgi, aldur og geðveiki, sem var aðallega út af Syd Barret, sem varð geðveikur af LSD ofnotkun. Hún var tekinn upp í Abbey Road Studios í London, og voru teknar tvær “sessions”, 1972 og 1973.


Hún var í 742 vikur á Billboard 200, eða um fjórtán ár, sem gerir hana að plötunni sem lengst hefur verið á listanum (Og öllum öðrum listum í heimi). Henni var strax tekið við vel og velgengni hennar er ótrúleg, hún er eitt af best seljandi albúmum í heimi, u.b.b 50 milljónir plata hafa selst.


Eftir að Meddle kom út, fór hljómsveitinn á túr um Bretland, Japan og Bandaríkin, komu þeir allir saman í húsi Nick Mason's í Camden og töluðu um hugmyndir fyrir nýja plötu, Roger Waters kom með hugmynd um að sýna nokkur lög á túrnum, en fannst að textinn yrði að vera betri, að þetta væri ekki nógu beint, hann vildi plötuna sameinast undir eitt megin-concept. Þeir samþykktu það, allir saman.

David Gilmour syngur, spilar á pedala- og rafmagnsgítar, VCS 3 Synthesiser og framleiðir plötuna.

Nick Mason spilar á trommur og býr til takta, býr til effecta og framleiðir.

Roger Waters spilar á bassa, syngur, VCS 3 Synthesiser, effekta og framleiðir.

Richard Wright spilar á píano (keyboards), syngur, VCS 3 Synthesiser og framleiðir.

Dick Parry spilar á saxafón. (Us and Them, Money)

Clare Torry syngur Great Gig in the Sky, einnig bakraddir.

Lesley Duncan, Barry St. John, Liza Strike og Doris Troy syngja allar bakgrunnsraddir.

Alan Parson er “engineer” og tekur líka upp klukkunar í Time.

Jæja, förum nú í lögin.

Speak to Me, afskaplega flott intro sem er eiginlega bara smá partur úr öllum lögunum, flott fyrir intro. 7/10

Breathe, þægilegt lag á lægri nótunum, pikkar svona smá upp og notast mikið við Synthesiser. Einkunn, 8/10

On the Run, mér finnst vera frekar leiðinlegt hvað þetta er eiginlega það sama. Samt, þegar platan kom út 1973 hefur þetta ábyggilega verið kúl hljóð. 6.5/10

Time, það byrjar eins og það sé stormur í bakgrunni, svo heyrist í aragrúa af klukkum og svo lækkast í því, þá byrjar að heyrast í svona “percussion” trommum hjá Mason, svo nokkur hljóð frá Synthesiser Wright's og nokkrir bassatónar frá Waters, svo koma venjulegar trommur og þá byrjar söngurinn og gítar. Virkilega svalt lag og sólóið er með þeim betru. Ég get aðeins borið það við Comfortably Numb (Gilmour) og Stairway to Heaven (Jimmy Page). 9.5/10

Great Gig in the Sky, fallegt lag með léttu píanó spili hans Wright's, Clare Torry syngur svo afskaplega fallega að þetta lag, varla hægt að lýsa því, svo ólíkt öllu öðru sem ég hef heyrt. 9/10.

Money, byrjar virkilega svalt með peninga hljóðum, svo kúl bassalína frá Waters svo effektaður gítar frá Gilmour. Flott lag með góðu sólói og geðveikum saxafón hjá Parry, vel gert hjá Waters, en hann skrifaði það eiginlega einn, fyrir utan sóló hjá meistara Gilmour. Þess má líka geta að þetta var eitt af fyrstu lögum sem var notað “loop” á. 9/10

Us and Them byrjar eins og einhver sé að halda niðri takka í Synthesiser, svo byrja léttar trommur hjá Mason og meira Synthesiser spil hjá Wright. Virkilega flottur söngur hjá Gilmour og Wright og gaman hvernig það pikkar svona up. 9/10

Any Color You Like, skemmtilegt og flott lag, fínt á milli Us and Them og Brain Damage, eina lagið sem Waters kom ekki nálægt. 8.5/10

Brain Damage, flottar trommur, kúl synthesiser og góður texti, gaman af þessu lagi. Aðallega um Syd Barret að verða geðveikur, 9/10.

Eclipse rosalegur endir á þessari rosalegu plötu. Lagið er frábært “Coda”, semsagt endir á tónlistaverki. 7/10.

Afsaka stafsetningavillur.

Heimildar frá Wikipedia og Making of the Dark Side of the Moon.