Plötugagnrýni: Forever Changes - Love Forever Changes

Psychedelic grúppan Love setti frá sér þessa ótrúlegu plötu árið 1967. Þessi plata er þriðja, og er ein mest successful plata hljómsveitarinnar. Forsprakki hljómsveitarinnar Arthur Lee samdi flest, ef ekki öll lög plötunnar.

Arthur Lee: Söngur, gítar
Johnny Echols: Gítar
Bryan MacLean: Ryþmagítar og söngur
Ken Forssi: Bassi
Michael Stuart: Trommur

1. Alone Again Or
Alone Again Or er mjög flæðandi lag. Lagið er með svo mikla tilfinningu að ég fæ bara gæsahúð liggur við þegar ég hlusta á það. Þessi mjúki gítar og mjúkur söngur gefur laginu einstakann fíling. Frábært chill-lag.

2. A House Is Not A Motel
IMO besta lagið á plötunni, og uppáhalds Love lagið mitt. Alveg frábær taktur, óútskýranlega flottur gítar og einn besti texti sem ég hef heyrt. Það besta er samt trommuleikur Michael Stuart, hann nær svo góðum takti.

3. Andmoreagain
Annað gott chill-lag á þessari plötu. Það er lítið annað hægt að segja, ágætur gítar og slatti góður söngur. Þetta er klassískt dæmi um algjört 60's lag.

4. The Daily Planet
Hér kemur eitt mjög klassískt lag. Það er góður stuðfílingur í þessu, upbeat gítar og mjög góður söngur.

5. Old Man
Old Man er annað dæmi um klassískt 60's lag. Þetta gæti samt verið með slakari lögum á plötunni. Mér finnst enginn sérstakur taktur eða neinn mikill fílingur í laginu. Slakasta lagið á þessari fínu plötu.

6. The Red Telephone
Enn eitt gott chill lag. Þetta er með mjög góðum takti og flottum söng. Gítarinn á milli versanna er samt upáhaldið mitt í þessu lagi. (Hlustið á lagið, þá skiljið þið mig…vonandi….)

7. Maybe the People Would Be the Times or Between Clark and Hilldale
Eigum við að ræða fokkin langt nafn á lagi?? Allavega..þá er þetta mjög gott og upbeat lag! Það er mjög góður fílingur með textanum og trompetið (er þetta ekki annars trompet?) kemur inn alveg frábært. Mjög gott lag.

8. Live and Let Live
Þetta lag er með betri trommutöktum sem ég hef heyrt. Rafmagnsgítarinn við miðju lagsins er alveg ótrúlegur. Mjög gott lag.

9. The Good Humor Man He Sees Everything Like This
En annað gott chill lag. Rólegt og taktfast. mjög góður instrument fílingur í gangi þarna.

10. Bummer In the Summer
Hérna kemur mjög kraftmikið og hratt lag. Mjög góður fílingur og taktur í þessu lagi. Gítarinn er alveg ótrúlegur. Söngurinn er líka mjög góður.

11. You Set The Scene
Þá kemur þetta kraftmikla lag. Mjög gott og vel gert. Spennandi uppbygging og svo rólegt inn á milli. Mjög vel valið lag til að enda frábæra plötu.


Ég gef Forever Changes lokaeinkunnina 9 af 10. Hands down: Ein besta plata sem ég hef heyrt. Topp 5 definitely.
Endilega lúkkið þessari upp og hlustið á hana.