Ókei, ég er get ekki sagt að ég sé stoltur af ykkur gullaldarfélagar! Þetta var nú frekar létt trivia, en aðeins tveir þáttakendur. Byrjum yfirferðina…

1. Hvað hét fyrsta plata Status Quo og hvaða ár kom hún út? þessi spurning var lauflétt, kannski ekki nafnið á plötuni en flestir vita að hún fyrsta plata Status Quo kom út 1968. Platan hét Picturesque Machtstickable Messages from Status Quo og nafnið er dregið af laginu Pictures of Matchstick Men.

2. Hvaða heita plötunar þrjár sem eru í svokallaðri “Berlínar-Þrennu” David Bowie?
Mér finnst skrítið að enginn (af þessum tvem sem tóku þátt!!!) gat svarað þessari spurningu fullkomnlega rétt. Þessar þrjár plötur voru Low, “Heroes” og Lodger


3. Hvaða lag var eina Box Tops lagið til að ná fyrsta sæti í Bandaríkjunum? Þetta eigið þið öll að vita! The Letter, stærsta “hit” The Box Tops, var eina lagið þeirra til að ná fyrsta sæti í Ameríku. Cry Like A Baby var hittari en það náði ekki fyrsta sæti í Ameríku.

4. Hvað hét þriðja plata Rod Stewart og hvaða ár kom hún út? Þetta var svolítið “trick-question” en í raun var bara verið að spyrja um hans frægustu sólóplötu, en það er Every Picture Tells A Story og hún kom út 1971.

5. Hver samdi lagið Free Fallin' með Tom Petty?
Fyrir algera tilviljun er ég að hlusta á þetta meistarastykki núna, en það var samið af Jeff Lynne og Tom Petty.

6. Hvenær voru The Amen Corner stofnaðir? 1966

7. Hvað heitir hinn eitursvali söngvari Steppenwolf? John Kay

8. Hvaða hljómsveit gaf út plötuna To Whom It May Concern árið 1972? Bee Gees

9. Hvaða Eagles meðlimur spilar á James Taylor plötuni Sweet Baby James og á hvað spilar hann? Randy Meisner spilar nú vanalega á bassa

10. Á hvaða Moody Blues stúdíóplötu er að finna lagið Tuesday Afternoon (Forever Afternoon)? Days Of Future Past







Fyrsta sæti náði belja með 7,5 stig. rapperson var í öðru sæti með 2,5 stig.

Nú held ég að við ættum að setja triviuna í pásu vegna þess að enginn áhugi er fyrir henni. Og ekki segja við mig að þetta var erfitt því ég veit það var það ekki. Það er ekki einsog ég sé að spyrja um einhver “no-name” bönd sem enginn hefur heyrt um, nei nei, ég spyr um mainstream bönd frá gullaldartímabilinu og tveir taka þátt, það er ansi lélegt…. :(