Jæja, ég hef gjarnan pælt í því af hverju mér líkar betur við gamla tónlist heldur en þessa nýju. Ég hef ekki enn komist að 100% niðurstöðu en það sem ég er mest hlynntur er sennilega að…
Gömul tónlist hefur meiri tilfinningar, hún snýst ekki bara um peninga heldur að gera það sem einhver elskar. Það er lögð vinna í að gera fallegan texta og svo er samið flottur undirleikur.
Ef ég tek sem dæmi… Lagið þarna með Fergie, “big girls dont cry” textabrotið "I'm gonna miss you like a child misses it's blanket" ég meina það, er í alvörunni einhver hérna sem getur komið með verri viðlíkingu? Ég held ekki.
Á móti því tek ég kannski dæmi… Lag með Doors, Touch me, textabrotið “I'm gonna love you, 'til the heaven stop the rain.” (er kannski ósanngjarnt að bera einhvern saman við besta textahöfund allra tíma? :))
Hafið þið ekki fengið þessa tilfinningu að þið bara vitið að það er einhver saga á bakvið eitthvað lag. Ef þið hafið aldrei fengið hana mæli ég með því að þið hlustið á Johnny Cash. Það er maður sem ég væri til í að hitta og hlusta á sögu frá.
Ég fékk þessa umræddu tilfinningu í magan þegar ég hafði kveikt á FM í vinnunni um daginn, ég heyrði lagið “Working Class Hero” með Green Day, ég tek fram að ég vissi ekki að þetta væri lag eftir John Lennon og hafði ekki heyrt það áður.
Ég hugsaði “vá, þetta er flottur texti, er tónlist nútímans í alvöru að breytast til hins góða?” en nei, í endan á laginu heyrði ég í Lennon sem ég þekkti nú að sjálfsögðu og svo sagði gæjinn “frábært lag eftir John Lennon í flutningi Green Day”. Og þá hvarf tilfinningin :) en samt sem áður mega Green Day eiga að þetta cover er andskoti gott hjá þeim, eða byrjunin allavega.
Það sem ég meina er að flest þessi lög sem maður heyrir í dag eru bara einhver kona að syngja sömu setninguna aftur og aftur, og það er troðið eins mikið af effectum inní það að heilinn í manni er við það að springa.
En gömul tónlist er í einfaldari taktinum hvað varðar undirspil (með mörgum undantekningum ekki snúa útur hér) en ef maður vill fara að brjóta hugann eitthvað þá getur maður pælt í textanum…
Ég held að ég hafi nú komist að ágætri niðurstöðu og held að ástæðan fyrir því að ég njóti þess meira að hlusta á gamla tónlist sé að það eru lagðar meiri tilfinningar í hana, það er ekki bara keppni um hraða eða hver á fleirri effecta í sínu mix-forriti.
Takk fyrir lesturinn á þessu hugarangri í mér.. :)
Kv. Jón V.