Jæja, þáttaka í þessari triviu var skammarleg, algerlega, þetta verður í síðasta skipti sem ég nenni að eyða tíma mínum í að búa til triviu fyrir engan. Mér fannst trivian alls ekki vera erfið, farið var yfir vítt svið og spurningarnar all flestar um mjög þekkt bönd eða atburði, ég var ekki að spurja um indverska tónlistarmenn eða biðja neinn að rekja ættir Bob Weir um 7 ættliði.
En nóg með skammirnar, það er komið að skemmtilegasta hlutanum, svörunum og úrslitum. Ég ætla að byrja á því að fara yfir spurningarnar og gefa ykkur réttu svörin.
1. Spurt er um hljómsveit, í henni voru bræðurnir Liam, Tom og Patrick og ber hljómsveitin eftirnafn þeirra þriggja. Þessi hljómsveit var gríðarlega vinsæl á fyrri hluta sjöundaáratugarins í þjóðlagasenunni í New York, hljómsveitin var þó ekki Bandarísk og spilaði þjóðlagatónlist frá heimalandi þremenninganna. Þessi hljómsveit spilaði mikið með söngvaranum og banjó leikaranum Tommy Makem. Hvert er bandið? (2 stig)
Þetta var kannski strembið, en þeir sem þekkja inn á þessa tónlist eiga að fatta þetta srax, Tommy Makem er alveg dead giveaway eins og sagt er. Þetta er auðvitað næst frægasta írska hljómsveitin frá upphafi, The Clancy Brothers, alveg gríðarlega vinsæl í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum og spiluðu meðal annars á sömu stöðum og Bob Dylan og Joan Baez. Eins og sagt er í spurningunni spiluðu þeir mikið með Tommy Makem og kölluðu sig þá “The Clancy Brothers & Tommy Makem”.
2. Hver af meðlimum Rolling Stones hefur haldið myndlistarsýningar og hefur gaman af því að teikna? (1. stig)
Allir þeir sem hafa eitthvað vit á sögu Stones eiga að vita þetta, sendar hafa verið inn myndir á þetta áhugamál eftir þennan mann sem er auðvitað “nýi gæinn”, Ronnie Wood. Svakalega fínn teiknari.
3. Hvaða plata er talin vera fyrsta tvöfalda rokk plata sögunnar? (2. stig)
Þetta vita kannski ekki allir, en það er létt að giska, líta bara yfir geisladiskasafnið og sjá hvort maður finni ekki einhverja tvöfalda. En þetta er kannski strembnara en svo þar sem þessi plata er ekki tvöföld í dag, á geisladiski, hún var tvöföld LP plata en í dag er búið að koma henni yfir á einn geisladisk, þetta er meistaraverkið Blonde On Blonde.
4. Hvað kallaði hljómsveitin The Band sig áður en þeir tóku upp það nafn og afhverju tóku þeir upp núverandi nafn? (3 stig)
Þetta er 3 stiga spurning, eilítið strembin en hún gefur vel. The Band hétu upphaflega The Hawks og áttu alltaf að heita það, en síðan fóru þeir að túra og spila mikið með Bob Dylan og þá voru þeir bara kallið The Band, eða bandið, þar sem Dylan hafði aldrei spilað með bandi áður. Margir notast enn við nafnið The Hawks nú til dags.
5. Hljómsveitirnar Pink Floyd, Grateful Dead, Jefferson Airplane og Velvet Underground hófu allar starfsemi á þessu ári. Hvaða ári? (1 stig)
Þetta er náttúrulega skítlétt, maður þarf bara að þekkja eina ef þessum fjörum böndum sem eru nú á meðal stærstu sveita sem uppi hafa verið, ég þori að fullyrða að allir hér inni ættu að vita svarið við þessari spurningu. Þetta var auðvitað árið 1965, sama ár og kemur fyrir í næstu spurningu.
6. Árið 1965 héldu Bítlarnir eftirminnilega tónleika og settu með þeim heimsmet í áhorfendafjölda, sannarlega þeir fyrstu af slíkri stærðargráðu. Hvar voru þessi tónleikar haldnir? (1 stig)
Þetta er líka eitthvað sem margir ættu að vita, fyrstu risa útitónleikarnir. Það hafa allir séð myndir af þessum tónleikum, tónleikar þessir voru haldnir á Shea Stadium í Bandaríkjunum og troðfylltist völlurinn gersamlega.
7. Hvað hét eina plata hljómsveitarinnar United States of America? (2 stig)
Það eru kannski ekki margir sem hlusta á þessa hljómsveit en vonandi einhver, eiginlega eina bandið í þessu trivia sem er svona obskjúr. Fyrsta og eina plata sveitarinnar er samnefnd, heitir einfaldlega United States of America, virkilega súr plata.
8. Hvað eiga eftirfarandi lög sameiginlegt? (fyrir utan það augljósa að þau séu á ensku eða álíka) (2stig)
Tip of My Tongue með Tommy Quickly
I Wanna be Your Man með Rolling Stones
I Call Your Name með Billy J. Kramer with The Dakotas
A World Without Love með Peter & Gordon
Þarna er náttúrulega ekki tekið inn í reikning augljós svör eins og “Þau eru öll ensk” eða “Stafurinn I er í öllum titlunum”, það var verið að spurja um eitthvað óljósara. Þetta eru allt Lennon/McCartney lög en aðeins var gefið út af Bítlunum en það var lagið I Wanna Be Your Man sem Lennon og McCartney sömdu fyrir félaga sína í Stones og varð þeirra fyrstu singull.
9. Hvaða plata er þetta? (2 stig)
http://img238.imageshack.us/img238/1258/triviadiskurbw2.jpg
Þetta úturspeisaða hulstur er af plötunni In The Wake of Poseidon með proggurunum í King Crimson og allir sem hlusta á Crimson að einhverju ráði eiga að vita þetta.
10. Hvaða eðaltöffarar eru hér á ferð? (2 stig)
http://img405.imageshack.us/img405/1566/trivabandss0.jpg
Eitt af frægustu böndum heims, í þessum hópi eru heimsþekktir menn, forsprakki hljómsveitarinnar er einn virtasti tónlistarmaður í heimi, trommarinn hefur getið sér gott orð sem hljómsveitarstjóri hjá Conan O’Brian, Max Weinberg, einn af gítarleikurunum (reyndar ekki á þessari mynd sýnist mér) er einn aðalleikaranna í glæponasyrpunni Sopranos og heitir Steve Van Zant. En já það er forsprakki sveitarinnar sem allir ættu að þekkja, hann spilar reyndar ekki alltaf með þessu bandi, og er því alveg mun stærra nafn en hljómsveitin, þessi maður er meistarinn sjálfur Bruce Springsteen, The Boss, og hljómsveitin er The E-Street Band.
Jæja, var þetta svo strembið?
Nú að alvarlegri málefnum, þáttakendum og niðurröðun þeirra, í þetta sinn verður ekkert brons gefið, aðeins verða veitt verðlaun fyrir fyrsta og annað sætið, fyrir þessu er auðvitað ástæða og mjög góð í þokkabót, þáttakendur í keppninni voru aðeins tveir, já þið lásið rétt, aðeins tveir notandur nenntu að svara þessum laufléttu gátum hér að ofan, kommon, þið getið betur.
Niðurröðum þessa tveggja þáttakanda er sem hér segir:
Raskolnikov með heil 8 stig
HonkyCat með 6 stig í það heila
Ég vil þakka þessum ötulu drengjum góða frammistöðu. Vona svo bara að þetta apparat leggist ekki af vegna dræmrar þáttöku.
Allavega, Rodion Romanovits, það er þinn leikur að semja næstu spurningakeppni.