The Beatles Þegar ég var í 9.bekk gerði ég ritgerð um Bítlana vinsælu og fékk ég 9,5 í einkunn…ég hef ákveðið að deila henni með ykkur. Njótið

Bítlarnir voru frægir á árunum 1960-1969 en byrjuðu saman í hljómsveit árið 1959. Meðlimirnir í hljómsveitinni voru John Lennon, Paul McCartney, Ringo Starr og George Harrison. John Lennon var myrtur af Mark Chapman þegar hann var með konunni sinni Yoko Ono sem hann giftist og samdi lög með henni. George Harrison lést af völdum krabbameins en Paul og Ringo lifa enn og semja enn lög og gefa út plötur.

John Winston Lennon:

John Lennon fæddist 9.október 1940 og var myrtur 8.desember 1980. John var næst elstur af Bítlunum en var frægastur að mínu mati.
Þegar John var yngri þurfti hann að velja á milli foreldra sinna og upphaflega valdi hann pabba sinn en breytti því síðan í mömmu sína sem lést þegar hann var 12ára gamall en hann sá pabba sinn aldrei aftur, eftir að mamma hans dó hætti hann öllu félagslífi og grét sig í svefn á hverri nóttu og byrjaði að drekka rosalega en hann hélt áfram að spila og gekk í hljómsveit. Faðir hans hét Alfred Lennon og fæddist 14.desember árið 1912 og lést 1.apríl 1976. Móðir John hét Julia Stanley og fæddist 12.mars 1914 en lést í bílslysi árið 1958 og dó.
John var giftur Cynthiu Powell 1968 og eignaðist son með henni sem heitir Julian. Ári síðar giftist hann Yoko Ono og eignaðist son með henni sem heitir Sean. John byrjaði í hljómsveit með Paul og George árið 1960 sem hét The Quarry Men en þá var Ringo ekki byrjaður með þeim. Síðan hættu The Quarry Men og The Beatles var til ásamt Pete Best á trommunum en Ringo kom ekki strax við sögu með þeim. Pete sá alltaf eftir því að hafa hætt með þeim í hljómsveit en plata var eiginlega nefnd eftir honum eða The Fifth Beatle. John spilaði á gítar ásamt George en Paul var á bassa. John gerði mörg lög sem urðu og eru ennþá fræg s.s Imagine, Give Peace a Chance, Power to the People, Happy Xmas (War Is Over), Stand by Me, Woman, Mother og fleiri lög sem má nefna. Eftir að John giftist Yoko fór hann að hafa mikinn áhuga á friði og samdi mörg lög um frið og ást, t.d. í brúðkaupsferðinni sinni með Yoko hélt hann partý í Amsterdam til að mótmæla stríði. John tók stundum inn dóp og það hjálpaði honum að semja lög og slappa af ef tónleikar voru í nánd.

Sir James Paul McCartney:

Paul McCartney fæddist 18.júni 1942 og er þriðji elsti Bítillinn og hann spilaði á bassa í hljómsveitinni. Þegar Paulvar ungur fékk hann trompet frá föður sínum en skipti því fyrir gítar. Paul komst svo af því hann var jafnvígur á báðar hendur en örvhentur á gítar og raðaði strengjunum öfugt og þannig reddaðist málið. Paulskipti síðan yfir á bassa því að John og George spiluðu báðir á gítar. Paul hitti John fyrst hjá St. Peter's Church Fete og stofnaði með honum The Quarry Men og spiluðu fyrst í The New Clubmoor Hall, Liverpool 18.október 1957. Paul giftist Lindu Eastman árið 1969 en hún var bara myndatökukona þá en gerðist fræg þegar hún giftist honum. Þau eignuðust börn sem hétu Mary, Stella og James. Þegar The Beatles hættu fór Paul í The Wings ásamt Lindu og gerði góða hluti þar. Live and Let Die var eitt lagið sem The Wings gerði og kom það lag í samnefndri James Bond mynd árið 1973 en The Wings gerðu fleiri lög s.s Another Day, Band On The Run, Bluebird, Let Me Roll It, Mamunia og fleiri Linda dó úr brjóstakrabbameini árið 1998 en fæddist árið 1941. Móðir Paul hét Mary McCartney og pabbi hans hans hét James McCartney. Mamma hans var ljósmóðir og dó úr brjóstakrabbameini árið 1955 þegar Paul var aðeins 14ára. Pabbi hans var sölumaður og djasstónlistarmaður. Fyrsta lag sem Paul gerði heitir I Lost My Little Girl. Paul gerði mörg lög fyrir Bítlanna s.s. Hey Jude, Let It Be, Yesterday og Eleanor Rigby. Paul heldur nú áfram að spila og semja lög, gefa út geisladiska og halda tónleika með sólólögum sínum. Hann spilaði á Live 8 tónleikunum með Bono í U2 og gekk það vel.

Richard Starkey:

Richard Starkey eða Ringo Starr eins og hann var kallaður fæddist 7.júli 1940 og er elstur af Bítlunum fjórum. Ringo Starr átti erfiða æsku og móðir hans sagði við Hunter Davies höfund að sögu Bítlanna að eitt sinn, í sprengjuárásunum grét Ringo og öskraði mikið. Í öllum þessum látum í sprengjunum fattaði hún loks að hún hélt á honum á hvolfi. Pabbi hans hét einnig Richard og vann niðri á höfn við skip en seinna vann hann í bakarí og kynnstist þar Elsie sem varð þá móðir Ringos en skildi við Richard árið 1943 og vann á bar þangað til hún kynntist Harry Graves sem Ringo kallaði stjúpfélaga sinn. Þegar Ringo var aðeins sex ára sprakk botnlanginn í honum og lá hann á sjúkrahúsi í heilt ár. Þrettán ára rétt eftir að móðir hans giftist aftur fékk hann heiftarlegt kvef sem leiddi til brjósthimnubólgu og lá hann á sjúkrahúsi í tvö ár. Þegar hann læknaðist átti hann erfitt með nám og var mikið á eftir. Hann átti erfitt með að lesa og skrifa og lauk aldrei skóla. Stjúpfélagi hans keyptihanda honum fyrsta trommusettið með afborgunum. Ringo var kallaður ljóti andarunginn af Bítlunum þremur John, George og Paul í gríni og hann tók því nokkuð vel. Ringo kynnstist Bítlunum seint eða árið 1960 í Hamburg þegar The Quarry Men héldu tónleika þar og árið 1962 gekk Ringo tilliðs við Bítlanna í stað Pete Best. Ringo giftist Maureen Cox árið 1965 og eignuðust þau þrjú börn sem heita Zak, Jason og Lee en þau skildu árið 1975. En árið 1981 giftist Ringo Bond stelpunni Barböru Bach sem lék Major Amasova í James Bond myndinni The Spy Who Loved Me. Ringo Starr lifir ennþá og spilar á trommur og kemur fram á tónleikum og í þáttum eins og The Simpson sem hann leikur gestahlutverk í þætti sem Marge (húsmóðirin) teiknar mynd af honum og sendir til Englands. Ringo kom fram í Jay Leno þætti og söng og spilaði á trommur en Ringo fékk sjaldan að syngja með Bítlunum því hann syngur illa en fékk aðeins að syngja sem bakrödd. Ringo hefur gefið út margar sólóplötur með sér aðspila á trommur og hafa þær selst vel.

George Harrison:

George Harrison fæddist 24.febrúar 1943 og var yngstur af Bítlunum en systir hans sagði í viðtali að móðir hans hafði skrifað í dagbókina sína að hann fæddist 25.febrúar eða 00.10. George lést af völdum krabbameins 29.nóvember árið 2001 heima hjá vini sínum með son sinn og konu sér við hlið. George Harrison giftist tvisvar og fyri konan hans var módel og heitir Pattie Boyd og átti lagið Something að vera samið um hana. En það gekk ekki upp og þau skildu. George giftist aftur í september árið 1978 og hét konan hans Olivia Trinidad Arrias sem var hálf mexíkönsk. Athöfnin fór þá fram á heimili þeirra og var Joe Brown svaramaður hans. Þau eignuðust son mánuði áður en þau giftu sig og skírðu þau hann Dhani Harrison. George spilaði á gítar og var “lead guitarist” í hljómsveitinni. George átti bestu æsku af fjórmenningunum í Bítlunum. Móðir hans hét Louise og var húsmóðir en pabbi hans hét Harold Harrison og var strætóbílstjóri. Hann lifði ekki jafn mikið við stríðsáhrifin og þeir John, Paul og Ringo heldur lifði hann við fullkomlega hamingjusamt hjónabands foreldra hans.
Þrettán ára að aldri fékk hann sinn fyrsta gítar frá móður sinni og spilaði og æfði sig á fullu og gekk í hljómsveit sem kallaði sig The Rebels en hún lifði ekki lengi og reyndi þá George að ganga í Rory Storm & The Hurricanes en það mistókst.
Eitt sinn bilaði gítarinn hans og í reiði lét hann gítarinn inn í skáp og lokaði hann inni og æfði sig á trompet þangað til eldri bróðir hans lagaði gítarinn. George tók sama strætó og Paul þegar þeir voru saman í skóla og stofnuðu þeir hljómsveitina The Quarry Men og æfðu sig inná baði hjá John og gekk þeim vel.
George fylgdist ekki með náminu eftir grunnskóla og féll í öllum greinunum nema myndmennnt. George var yngri en hinir og í Hamburg neiddist hann til að fara aftur til Englands því hann var undir lögaldri og fékk ekki vinnu. George gerði margar sólóplötur og seldi mikið af þeim áður en hann lést.

Kvikmyndir og Lög:

Bítlarnir léku í nokkrum kvikmyndum eins og Hard Days Night, Yellow Submarine, Help!, Magical Mystery Tour og Let It Be.
Þeir gerðu mörg lög og hér koma nokkrar plötur frá þeim.
1962
Love Me Do var gefin út 5.október 1962.
1963
Please Please Me var gefin út 22.mars 1963.
1964
Can’t Buy Me Love var gefin út 20.mars 1964.
A Hard Days Night var gefin út 10.júli 1964.
I Feel Fine var gefin út 27.nóvember 1964.
Beatles For Sale gefin út 4.desember 1964.
1965
Ticket To Ride var gefin út 9.apríl 1965.
Help! var gefin út 23.júli 1965.
We Can Work It Out var gefin út 3.desember 1965.
1966
Paperback Writer var gefin út 10.júní 1966.
Eleanor Rigby var gefin út 5.ágúst 1966.
Revolver var gefin út 5.ágúst 1966.
Bad Boy var gefin út 9.desember 1966.
1967
Strawberry Fields Forever var gefin út 17.febrúar 1967.
Sgt Pepper’s Lonely Hearts Club Band var gefin út 1.júní 1967.
All You Need Is Love var gefin út 7.júlí 1967.
Hello,Goodbye var gefin út 24.nóvember 1967.
Magical Mystery Tour var gefin út 8.desember 1967.
1968
Lady Madonna var gefin út 15.mars 1968.
Hey Jude var gefin út 30.ágúst 1968.
The Beatles var gefin út 22.nóvember 1968.
1969
Yellow Submarine var gefin út 17.janúar 1969.
Get Back var gefin út 11.apríl 1969.
The Ballad Of John And Yoko var gefin út 30.maí 1969.
Abbey Road var gefin út 26.septerber 1969.
1970
Let It Be var gefin út 8.maí 1970.

Takk fyrir mig og gerið það ekki dissa greinina þetta er uppáhaldshljómsveit margra þannig ekki nein skítköst. En þið megið commenta af vild.