Jerry Lee Lewis. Hann er eldri en þú, hann hefur drukkið meira en allir sem þú þekkir og hann hefur misst meira en Þýska þjóðin. Hann er líka harðari en þú, hraðari, kröftugari og betri söngvari.. Og já, hann er rúmlega sjötugur.
Nýjasta platan hans, Last Man Standing, er ekki góð. Hún er frábær, stórkostleg og allt þar á milli. Að maðurinn, 70 ára gamall, geti rokkað svona skelfir mann. Og það er einmitt það sem hann fær borgað, að skelfa.
Platan er það rokkaðasta sem hann hefur gert í 20 ár. Hér ertu með þín hröðu rokkandi lög, ásamt frábærum kántrí smellu. Öll lög plötunnar leikur Lewis með einhverjum frægum tónlistarmanni sér við hlið og má m.a. nefna Mick Jagger, Keith Richards, Kid Rock, Jimmy Page og Bruce Springstein. Þessir gestir gera allir frábærlega en fókusið er þó alltaf á ,,Killer’num” sjálfum og er krafturinn í honum svakalegur. Flest dúetin tengjast á einhvern hátt þeim sem Jerry er með á laginu.
T.d. tekur hann Led Zeppelin smellinn ,,Rock and Roll” með Jimmy Page á gítar. Svo tekur hann Pink Cadillac með Bruce Springstein sjálfum og fleira. Lagavalið er frábært, og þótt rödd Lewis er eitthvað betri á rólegari kantrí lögunum þá bætir hann það upp á rokkaðari lögunum með frábæru gítarspili og er Honky Tonk Woman (sem Kid Rock syngur með honum á) frábært dæmi um það enda gæsahúð óumflýjanleg þegar ,,Killer’inn” fer á skrið.
Upptökur með Jerry Lee Lewis frá sjötta áratuginum voru vel færar um að gefa mönnu gæsahúð og Last Man Standing, 50 árum síðar, fylgir akkurat þeirri formúlu. ,,Killer’inn” er eins kröftugur og þeir gerast á áttræðisaldri og allir sem vilja dúndur rokkplötu til að dynja í hátölurunum sínum mega ekki sleppa Last Man Standing.
Jerry Lee Lewis er einn af þeim sem fann upp Rokk & Ról. Það er yndislegt að heyra að, 50 árum síðar, hefur hann engu gleymt.
Gef ég þessari plötu fullt hús, eða * * * * * /5
OG fyrir þá sem vilja smá triviu með.
Nafn plötunnar, Last Man Standing á við um hvernig Jerry Lee Lewis er sá eini á lífi af gömlu 50’ Sun Records klíkunni. Þ.e.a.s menn eins og Elvis Presley, Jerry Lee Lewis, Johnny Cash, Carl Perkins og Sam Philips voru m.a. sem frægir urðu hjá Sun Records en Lewis er þó sá eini sem enn er á lífi.