Verð nú að segja að ekki var mikið tekið undir þessa triviu enda reyndi ég að hafa hana sem erfiðasta. Aðeins 5 tóku þátt ogmeð misjöfnun árangri.
En hér koma spurningarnar og svör.
1. Levon Helm er trommari og söngvari The Band en samt sem áður spilaði hann ekki með þeim og Bob Dylan á electronískatúr Dylans 1966. Hver trommaði þá með þeim?
2.stig
svar: Mickey Jones trommaði með þeim.
2. Kanadíski tónlistarmaðurinn Neil Young á mjög þekkt áhugamál. Hvað er það?
4. stig
svar: Það er að safna módel lestum.
3. Hver trommaði með The Beatles í Ástralíu túrnum þeirra 1964?
1. stig
svar: Jimmy Nichol.
4. Í hvaða lagi, af hvaða plötu og með hvaða tónlistarmanni koma þessar setningar fyrir? “See them as they really are, Put a peephole in my brain, Two New Pence to have a go, I'd like to be a gallery, Put you all inside my show”
3. stig
svar: Andy Warhol, Hunky Dory, David Bowie.
5. Hvaða söngkona gaf út diskinn “Yummy, Yummy, Yummy” sem að innihélt meðal annars hennar útgáfu af “Light My Fire” eftir The Doors og “The Mighty Quinn” eftir Bob Dylan.
2. stig
svar: Julie London.
6. Nefnið 2 hljómsveitir sem hafa spilað á Stonhenge Free Feestival?
1. stig
svar: Meðal annars Hawkwind, Wishbone Ash og Selector.
7. Hvað hét hljómsveitin sem Mick Abrahams stofnaði eftir að hann hætti í Jethro Tull?
2.stig
svar: Hann stofnaði Blodwyn Pig.
8. Hver spilaði á Banjó í laginu “Old Man” eftir Neil Young af plötunni “Harvest”?
2. stig
svar: James Taylor.
9. Hver tók vocal-sólóið í “The Great Gig in the Sky” af “Dark Side of the Moon”?
2. stig
svar: Clare Torry.
10. Hvaða hljómsveit sló í gegn 1968 með laginu “I'm the Urban Spaceman”?
1. stig
svar: The Bonzo Dog Doo-Dah Band.
Staðan var svo eftir hljómandi:
1. Sæti - FlyOnTheWall með 15 1/2 stig
2. Sæti - classic með 15 stig
3. Sæti - surfacing með 10 stig
4. Sæti - ellipelli með 2 stig
5. Sæti - mannycalavera með 1 stig
Svo að FlyOnTheWall til hamingju og þú færð næstu triviu til að sjá um.