Hér fyrsta greinin mín í langan tíma, vei!
Saga The Kinks:
The Kinks voru stofnaðir 1963. Sveitin samanstóð af Peter Quaife(Bassaleikara), Mick Avory (Trommara), Ray & Dave Davies (þeir spiluðu báðir á gítara). Þeir komu akkurat á réttum tíma til að verða partur af Bresku innrásini, eða British Invasion einsog hún var kölluð á ensku. En breska innrásinn samanstóð af slatta af breskum hljómsveitum sem urðu vinsælar í Bandaríkjunum og gerðu allt vitlaust þar, og byrjaði það með að The Beatles heimsóttu Bandaríkinn snemma árið 1964. Davies bræðurnir fæddust í Muswell Hill. En Quaife í Tavistock, Devon á Englandi. Upprunalega hét bandið The Ravens og voru þeir með John Start á trommum. Samt fengu þeir fljótt trommaran Mickey Willet til liðs við sig og tóku upp demó. The Ravens breyttu nafni sínu í The Kinks, vegna “kinky” klæðarburða (afbrigðilegs klæðarburðs (hljómar asnalega)) hljómsveitarinnar, stígvel og leðubuxur.
Demóið endaði hjá Shel Talmy. Amerískum framleiðanda. Hann reddaði þeim samning hjá Pye Records, en þá hætti Willet og skildi strákana eftir trommaralausa. Þeir fundu trommara fljótt, hann hafði meðal annars trommað með The Rolling Stones á giggi. Mick Avory hét sá piltur og féll hann vel í kramið hjá Ray, Dave og Peter. Þá tóku þeir upp lagið Long Tall Sally, sem Little Richard gerði á sínum tíma, en… The Beatles tóku það upp á, nokkurnveginn, sama tíma svo að The Kinks fengu enga athygli fyrir þetta. Ég hef heyrt báðar útgáfur af Long Tall Sally hjá Beatles og Kinks. Bítlaútgáfan er án efa betri, Kinks gerðu sína svolítið veika og þó að Beatles hefðu ekki tekið sína útgáfu út á þessum tíma hefðu Kinks samt ekki fengið mikla athygli, held ég. En næsta smáskífa þeirra, sem var sú sem kom þeim á toppinn, var miklu, miklu kraftmeiri, You Really Got Me.
Hvað gerðu Kinks næst, jú, þeir gáfu út smáskífuna All Day And All Of The Night. Þeir voru nú búnir að ná ágætum vinsældum í Bretlandi. Þeir gáfu svo út breiðskífuna, Kinks. Kinks innihélt lagið You really Got Me, sem hafði gert þá fræga. Platan seldist líka vel. Næst gerðu þeir smáskífuna Tired Of Waiting For You. Næstu plata The Kinks var gerð í miklu flýti og voru meðlimir mjög óánægðir með hana, sérstaklega Ray. Hún var tekin upp á tvem vikum og átti að vera komin út fyrir lok ársins 1964. Kinks tóku það svo með trompi og gáfu út einn smellin á fætur öðrum Everybody's Gonna Be Happy, Set Me Free, See My Friends, Till The End Of Day og Dedicated Follower Of Fashion, og auðvitað högðu öll þessi lög misgóðar b-hliðar.
Næsta plata The Kinks fékk nafnið The Kinks Kontroversy. Kinks Kontroversy var ekkert á miðað við þeirra næsta lag, Sunny Afternoon, sem varð með vinsælari lögum ársins og með vinsælari lögum Kinks í gegnum allan ferilin. Í kjölfarið fylgdi svo concept albúmið, Face To Face sem fékk góðar viðtökur aðdáenda, en við gerð hennar fékk Ray taugaáfall. Ástæða taugaáfallsins voru margar, pressan sem var á The Kinks eftir Sunny Afternoon, stressið sem fylgdi tónleikaferðalögum og eitulyfjaneysla.
Næst kom smáskífan Waterloo Sunset, og svo Death of A Clown. Death of A Clown var fyrsta lagið sem einhver annar en Ray hafði samið og sungið. Dave, bróðir Rays söng og samdi lagið (reyndar samdi Ray það með honum). Næsta plata The Kinks, Something Else By The Kinks, sem innihélt meðal annars Death of A Clown, fékk góðar móttökur.
Árið 1968 fóru Kinks að vinna að svokölluðu meistaraverki sínu, The Kinks Are The Village Green Preservation Society. Village Green átti að verða þeirra stærsta albúm hingað til, en þegar það var gefið út féll það í skuggan á Beggars Banquet með Rolling Stones og hvíta albúmi Bítlana. Village Green var mjög poppað albúm, og hefur þótt eldast mjög vel. Svo kom Tommy með The Who einsog þruma úr heiðskíru lofti. “Ahh, Rokk ópera, ég ætla gera eitt stykki svoleiðis” hugsaði Ray. Útkoman varð Arthur sem fékk bæði góða dóma gagngrýnenda og aðdáenda.
Næsta plata The Kinks var Kinks - Part One: Lola Vs. The Powerman & The Moneygoround. Þá bættu Kinks við fimmta manni á hljómborð, John Gosling. Lola fjallaði um klæðskipting og Ray sagði seinna stoltur frá þegar David Bowie var uppá sitt besta að hann hafi sungið um klæðskiptinga langt áður en Bowie kom til sögunar. The Moneygoround fjallar um þegar umboðsmaður The Kinks rændi af peningum af Ray, en hann hefði átt skilið mikið meira en “helmingin af ‘guð-veit-hvað’ ” (And I End Up With Half Of “Godness Knows What”).
Kinks heldu svo vinsældum sínum áfram og komu plötur á borð við Everybody's In Show-Biz og Muswell Hillbillies í kjölfarið. En nú ætla ég að fara að fjalla um annað.
Áhrif The Kinks:
Kinks höfðu áhirf á margar hljómsveitir dagsins í dag. Sveitir á borð við The White Stripes og Arcade Fire eru stundum undir áhrifum frá The Kinks. Pönk sveitir áttunda áratugsins voru líka undir Kinks-áhrifum, þá tildæmis Sex Pistols og Stranglers (sem koveruðu meðal annars, All Day And All Of The Night).
Vinsældir The Kinks:
The Kinks eru enþá vinsælir í dag og plötur þeirra seljast ennþá í þusundatali. Fyrir stuttu var lagið Sunny Afternoon kosið næstbesta lag heims á eftir A Day In The Life með Beatles. En auðvitað er ekkert að marka þessa lista en það sýnir að Kinks eru alls ekki gleymdir og eiga eftir að lifa mörg ókominn ár.