Ég vandaði mig mikið við þetta og ef þú tekur eitthvað úr henni ófrjálsri hendi verð ég mjög reiður og þá geta slæmir hlutir gerst.
Paul Simon og Art Garfunkel sömdu sitt fyrsta vinsæla lag árið 1957, þá undir nafninu Tom and Jerry. Þá voru þeir báðir 16 ára gamlir en höfðu verið að syngja saman og semja lög frá því að þeir voru 11 ára. Lagið hét Hey Schoolgirl og var í anda Everly Brothers enda litu Paul og Art báðir mikið upp til þeirra. Lagið var gefið út á smáskífu og seldist í hundrað þúsund eintökum og náði 49. sæti á vinsældarlistanum. Þetta átti eftir að verða síðasta lagið þeirra, hin lögin höfðu ekki gengið vel og þeir höfðu ekki fengið spilun í útvarpi eins og þeir vildu. Það var bara tilviljun að útgefandi var staddur í stújdíóinu og heyrði í þeim. Hey Schoolgirl var hápunkturinn á ferli þeirra sem Tom and Jerry, næstu lög gengu illa og Paul og Art fóru hvor í sína átt.
Nokkrum árum síðar hittust þeir aftur og Paul sýndi Art nokkur lög sem hann hafði samið: Sparrow, Bleecker Street og He Was My Brother. ÞEgar hér var komið við sögu höfðu Everly Brothers vikið fyrir nýrri fyrirmynd og nýrri tónlistarstefnu. Bob Dylan hafði komið eins og stormsveipur inní tónlistarmenninguna og Paul og Art fundu aftur sameiginlegan áhuga í nýrri tónlist. Þessi tónlistarstefna kallaðist Folk og einkenndist af gítarplokki og dýpri textum sem voru oft þjóðfélagsádeilur á meðan rokkið hafði meira af grípandi lögum og hressari textum. Fyrsta breiðskífa Simon and Garfunkel kom út um það bil ári síðar og bar þann grípandi titil Wednesday Morning, 3 A.M. Hún varð engan vegin jafn vinsæl og vonast var til og poaul og Art fóru í annað sinn hvor í sína áttina. Paul fór til Bretlands og gaf út sína fyrstu sólóplötu og art fór í arkitektarnám.
Á meðan tók upptökustjórinn Tom Wilson, sem framleiddi einnig fyri Bob Dylan, eftir því að eitt lag af Wednesday Morning, 3 A.M. var farið að fá mikla útvarpsspilun. Þetta lag var blanda af fallegum samhljómi tveggja radda og góðri laglínu eins og hjá Everly Brothers og ljúfu gítarplokki og flottum texta eins og hjá Bob Dylan. Lagið hét Sound of Silence og átti eftir að verða eitt af eftirminnilegustu lögum sjöunda áratugarins. Tom Wilson nýtti sér þetta og rokkaði lagið aðeins upp. Hann bætti við rafmagnsgítar og trommum og bjó þannig til nýja tónlistarstefnu, Folk-rock sem Bob Dylan átti seinna eftir að vera harðlega gagnrýndur fyrir að hafa tileinka sér.
Til að fylgja eftir þessum árangri komu Paul og Art aftur saman og þó að þeir hafi verið ósáttir við hvað Tom gerði við lagið þeirra án þess að ráðfæra sig við þá. Næsta ár kom út platan Sounds of Silence sem innihélt meðal annars nýju útgáfuna af Sound of Silence og rafmagnaðri útgáfu af nokkrum lögum af sólóplötu Pauls ásamt nokkrum nýjum.
Á næstu misserum fór frægðarsóla þeirra hægt rísandi. Lagið Scarborough Fair/Canticle sló í gegn og platan sem það var á Parsley, Sage, Rosemary and Thyme, seldist vel. Þó að gagnrýnendur taki yfirleitt næstu plötu, Bookends, fram yfir hana eru margir aðdáendur sem telja Parsley, Sage, Rosemary and Thyme besta.
Paul hafði áður búið í Englandi þar sem hann var ekki meira en sæmilega þekktur í tónlistarbransanum. Í bandaríkjunum hafði Sounds of Silence náð miklum vinsældum og breytinginn yfir í frægan tónlistarmann var honum erfið. Hann var mjög dapur og flest lögin á Parsley, Sage, Rosemary and Thyme voru döpur, bæði textinn sem fjallaði t.d. um einmannaleika þess að vera tónlistarmaður á ferðalagi og samband sem var dæmt til mistakast. Eitt lagið var samt algjör andstæða þessa. Einn dag var Paul að labba snemma um morguninn í New York. Hann gekk yfir „59. strætis brúna“, sólin skein og dagurinn var „groovy”. Þetta var kveikjan að 59th Street Bridge Song (Feelin' Groovy) sem Paul vildi ekki spila seinna vegna þess að honum fannst það úrelt.
Þegar hér var komið við sögu voru Paul og Art orðnir mjög frægir og vinsælir. Í stað þess að koma fram í litlum kúbbum og syngja á götuhornum voru þeir farnir að færa sig í stórar tónleikahallir.
22. janúar árið 1967 gengu tveir menn inná sviðið í einni virtustu tónleikahöll New York borgar, Carnagie Hall. Annar þeirra var hávaxinn með ljóst, krullað hár sem leit út eins og lítið afró. Hinn var mjög lágvaxinn og hann bar með sér gítar. Þeir settust niður á sviðið fyrir framan áhorfendurnar og eftir mikið lófatak kynnti sá hærri sig sem Arthur Ira Garfunkel. Eftri að hafa kynnt þennan litla vin sinn sem Paul Simon og lagið sem Paul byrjaði síðan að spila, söng hann með honum. Þessir tónleikar voru síðan gefnir út árið 2002.
Tveir menn, tvær raddir og aðeins einn gítar. Þettar var uppstillingin á Simon og Garfunkel tónleikunum og einnig eitt af því merkilegasta við þá. Fæstir tónlistarmenn geta montað sig af því að geta haldið áhorfendunum svo heilluðum með tónlistinni einni saman. Þeir klæddu sig ekki í ábreandi föt, voru ekki með eitthvert spes svið og þeir máluðu sig ekki. simon og Garfunkel lögin eru vinsæl enn í dag og ein af ástæðunum fyrir því var hversu vel þeir náðu að hljóma saman. Þegar þeir voru yngri eyddu þeir löngum stundum í að taka upp sjálfa sig að syngja saman á upptökutæki sem Art átti, til að heyura hvernig þeir hljómuðu best saman. Yfirleitt söng Art aðeins ofar en Paul en stundum sungu þeir í sömu tónhæð. Það er algengur misskilningur, sem á rætur sínar að rekja til þess að Art er mjög bjarta rödd, að hann hafi alltaf verið langt fyrir ofan Paul
Næsta plata Bookends, var stórt skref fyrir þá félaga. Þeir tóku að sér að framleiða í fyrsa skiptið og Paul fór að líta í aðrar áttir við textasmíðar. Fyrri hluti plötunnar fjallar um æviskeiðið þar sem eitt lag endurspeglar æviskeið. Seinni hluti plötunnar er með hresssari lög en aðeins duldari meiningu eins og Hazy Shade of Winter og At the Zoo. Laginu Mrs. Robinsson sem var samið fyrir myndina „The Graduate“ var líka skellt inná plötuna þó að sumum finnist það ekki passa nógu vel við þetta þema. Það má segja að hápunktur vináttu Paul og Art hafi verið um eþtta leyti. Art fór síðan a leika í myndinni „Catch-22” og Paul varð fúll yfir því að þetta nýja áhugamál hanns fór að trufla upptökur. Hans hlutverk í myndinni hafði líka verið klippt í burtu og það var ekki til að bæta stöðuna.
Eftir næstu plötu, Bridge Over Troubled Water, fóru Paul og Art afutr hvor sína leið. Ólíkt flestum tónlistarmönnum hættu þeir samt á toppnum. Bridge Over Troubled Water seldist gífurlega vel og var með mest seldu plötum áttunda áratugarins. Ágreiningur Paul og Art skemmdi samt ekki vináttu þeirra mikið. Mörg lögin á Bridge Over Troubled Water eru samin um Art og vinátta er ríkjandi þema á plötunni. Það ætti ekki að fara framhjá neinum að titillagið sé um vináttu þó að margar tilgátur hafi komið fram eins og t.d. að það fjalli um heróín. fleiri lög eins og only living Boy in New York og Song for the Asking eru einnig samin um Art.
Bridge Over Troubled Water vann fimm Grammy verðlaun, þar á meðal fyrir lag ársins og plötu ársins, en þrátt fyrir það hættu þeir Paul og Art samstarfi seint á því herrans ári 1970. Art gaf út nokkar plötur með misjöfnum árangri milil þess sem hann lék í myndum. Hann varð þó aldrei jafn frægur og þegar hann var með Paul.
Paul gaf út 11 sólóplötur næstu 36 árin sem allar hafa fengið góða dóma þó að Graceland (1986) sé yfirleitt talin vera sú allra besta. Margir eru þeirrar skoðunar að Paul hafi samið sína bestu tónlista á þeim tíma vegna þess að hann gat gert hana nákvæmlega eins og hann vildi án þess að Art eða aðrir væru að skipta sér af.
19. spetember árið 1981 héldu Simon og Garfunkel endurkomutónleika í Central Park. Tónleikarnir voru ókeypis og yfir 500.000 manns mættu. Þessir tónleikar voru teknir upp og gefnir út, bæði í hljóð og mynd. Þó að sambandið milli félaganna tveggja væri frekar strit fór þeir saman í tónleikaferðalag og næsta Paul Simon plata átti að verða Simon og Garfunkel plata en ósætti varð til þess að paul eyddi Art af öllum upptökunum. Þetta varð til þess að það viðraði illa mili þeirra næstu árin.
Það var ekki fyrr en 2003 að Paul og Art komu saman í góðu. Þá fóru þeir í stutt tónleikaferðalag um Bandaríkin sem var svo árangursríkt að það var framlengt til Evrópu árið eftir. Þetta tónleikaferðalag endaði í risatónleikum hjá Colosseum í Róm fyrir framan hóp af áhorfendum sem var enn stærri en á Central Park 1981.
Skemmtilegar staðreyndir:
Paul samdi Sound Of Silence inná baðherbergi með ljósin slökkt og vatnið rennandi.
Simon og Garfunkel ætluðu að kalla sig Art and Paul en það nafn var upptekið.
Paul og Art fannst útúr myndinni að kalla sig Simon og Garfunkel vegna þess að bæði nöfnin eru gyðinganöfn.
Art vildi frekar að Paul myndi syngja Bridge Over Troubled Water vegna þess að honum fannst hann syngja svo vel í falsettu
Paul elskar að heyra lögin sín í lyftu vegna þess að þá veit hann að þau hafa smigið í gegnumm alla menninguna og honum finnst útsetningarnar fyndnar.
Ótrúlegustu aðstæðurnar sem Paul hefur heyrt lag eftir sig var þegar stelpa djúpt í Amazon-skóginum spilaði Sound of Silence fyrir hann.
Art vill helst ekki syngja undir berum himni.
Paul var giftur Carrie Fischer til skammst tíma, en hún lék Princess Leia í Star Wars
Bæði Paul og Art eru með skalla en bara Art notar hárkollu.