Spilunarlistinn - gullöldin Þetta er svona tónlistarsmekkurinn í dag, breytist eflaust eitthvað með hverjum degi sem líður. Athuga ber að lögin eru ekki neinni sérstakri röð. Ég veit eiginlega ekki tilhvers en ég ætla að setja linka á texta lagsins fyrir neðan hverja umfjöllun.

Bob Dylan – The Ballad Of Hollis Brown: Þetta lag er frekar magnað, er af plötunni The Times They Are A-Changin. Þetta lag nagar sér leið að heilaberkinum, maður getur ekki annað en að vorkennt sögupersónunum. Í þessu lagi er sögð saga bóndans Hollis Brown, í miklu harðræði þar sem fjölskyla hans sveltur nánast, uppskeran brestur og sjúkdómar herja á gripi hans. Á endandum sér hann aðeins eitt ráð, hann nær í haglabyssu og skýtur alla fjölskylduna og sjálfan sig. Seinasta vers lagsins er einkar mögnuð og lýsir hugsun fólk á þeim tíma mjög vel.

„There's seven people dead
On a South Dakota farm
There's seven people dead
On a South Dakota farm
Somewhere in the distance
There's seven new people born“

Allan textan má síðan finna hér: http://orad.dent.kyushu-u.ac.jp/dylan/balladhb.html

Bob Dylan - Chimes of Freedom: Af mörgum talið hinn fullkomni mótmælendasöngur. Ég get allavega hlustað á það aftur og aftur án þess að fá leið. Þetta lag er af plötunni Another Side Of Bob Dylan. Lagið er eins og áður sagði mótmælendasöngur, þar sem Dylan hyllir þá sem berjast fyrir réttlæti, þá sem berjast með friði og þá sem sæta ránglátum ásökunum, meðal annars. Þetta lag eins og lagið að ofan er ekki mjög flókið, einfaldur gripagangur og munnhörpuspil, það er aðallega frábær texti og skemmtileg hrynjandi (þetta á að vera svona, „hrynjandi“ er kvenkynsorð). Ég ætla nú líka að fá að setja inn minn uppáhaldskafla í þessu lagi:

„Through the mad mystic hammering of the wild ripping hail
The sky cracked its poems in naked wonder
That the clinging of the church bells blew far into the breeze
Leaving only bells of lightning and its thunder
Striking for the gentle, striking for the kind
Striking for the guardians and protectors of the mind
An the unpawned painter behind beyond his rightful time
An we gazed upon the chimes of freedom flashing.“

Restina af textanum má finna hér: http://www.lyricsfreak.com/b/bob+dylan/chimes+of+freedom_20021149.html

Hiram „Hank“ Williams – Lost Highway: Jæja við höldum áfram í amerískrí þjóðlagatónlist. Þetta er reyndar eina lagið sem ég á með honum en það er alveg á hreinu að ég fæ mér meira þegar ég finn það. Fékk þetta lag af „The Roots Of Bob Dylan“disk sem ég fékk með Mojo blaði. Þetta lag er auðmjúkt, þetta er beint frá hjarta hans. Hann segir okkur frá áfengissýkinni sem hrjáði hann alla ævi, og varar okkur við að ganga ekki niður týnda þjóðveginn. Þetta lag er líka mjög einfalt, bara venjulegur kántrí taktur, hann spilar bara á gítarinn sinn og er með slædgítar og léttar trommur undir. En rödd hans sækir svakalega á, eins og með Hollis Brown að þá nagar hún sig inni í þig. http://www.lyricsfreak.com/h/hank+williams/lost+highway_20064153.html

Grateful Dead – Sugar Magnolia: Enn er amerísk tónlist hérna, fyrir ári síðan hefði ég sagt að eina almennilega tónlistin kæmi frá Bretlandi og allar bestu hljómsveitir heims væri þaðan og blablabla en sú hugsun hefur nú aldeilis breyst. Hef nú ekki mikið að segja um þetta lag, fyrir utan hvað það er gott. Þetta er bara ósköp venjulegt Grateful Dead lag, það kom fyrst út á meistarastykkinu American Beauty. Þetta lag er mjög sólríkt í mínum huga, það er sumarlegt. Þetta lag er mun flóknara en þau sem á undan komu, enda í raun fyrsta lagið á listanum þar sem heil hljómsveit er á bakvið. Textinn er á þessari slóð: http://www.lyricsfreak.com/g/grateful+dead/sugar+magnolia_20062374.html

The Band – Chest Fever: Þetta lag kom út á meistarastykkinu Music From big Pink. Ólíkt fyrstu þremur lögunum að þá er það ekki textinn sem er aðlaðandi, textinn er í raun bara aukaatriði, bara eitthver súpa sem samin var bara til að hafa einhvern texta. Það sem heillar við þetta lag er spilamennskan, það byrjar á einu feikilegasta orgel sólói sem ég hef heyrt og spilamennskan er yfir höfuð ofursvöl, Robbie Robertson samdi þetta lag sem mótvægi við The Weight. Þetta lag er sennilega það flóknasta hingað til, taktbreytingar og svoleðis mál, sem gerir lagið ennþá flottara. Söngurinn er einnig mjög flottur. Textann má nálgast hér: http://theband.hiof.no/lyrics/chest_fever.html (afsakið en ég virtist aðeins geta fundið texta sem innihélt grip).

Bob Dylan – The Ballad of A Thin Man: Ég ætlaði að reyna að hafa sem fæst Dylan lög í þessum lista, í rauninni ættu þau að vera mun fleiri, það er að segja meira en helmingur listans en ég ákvað að skera Dylan niður og reyna að gera listan fjölbreyttari svo hann speglaði meira smekk minn í heild. En já aftur að laginu, ég varð bara að taka lag af Highway 61 Revisited, sem er að mínu mati besta plata sem nokkurn tíman hefur komið út. Ég valdi þetta lag því að þetta lag er magnað, píanó hljómarnir undir eru svo flottir. Margir segjast hafa fundið vísanir í samkynhneigð í textanum og ef maður les hann með því hugarfari að þá getur maður alveg komið auga á nokkur atriði sem túlka má á þann veg, en túlkun er bara persónubundin, ég kaupi ekki alveg samkynhneigðar stimpilinn. Þessi „Jones“ á víst að vera einhver blaðamaður sem fékk að taka viðtal við Dylan, um endurkomu munnhörpunar í dægurtónlist. Maður væri nú ansi stolltur ef maður væri innblástur í eitt stykki Dylan lag. http://www.bobdylan.com/songs/thinman.html

Freddie King – Feelin’ Alright: Ég held alveg örugglega að þetta lag sé eftir hljómsveitina Traffic. En þessi útgáfa með Freddie King er mögnuð. Sval-leikinn lekur af laginu, bókstaflega. Flott orgel undir og nettur gítar, en það sem er flottast er röddinn hjá Freddie, gróf og röspuð. Mitt lag kom af einhverri blús safnplötu. http://lyrics.rare-lyrics.com/T/Traffic/Feelin'-Alright.html

Cream – Tales of Brave Ulysses: Loksins kemur eitthvað breskt, ég man að fyrst þegar ég byrjaði að hlusta á Cream að þá voru nokkur lög sem ég bara þoldi ekki, þetta þar á meðal, ég gat aðeins hlustað á 3-4 lög með þeim og fannst þeir bara alls ekkert spes. Síðan hægt og sígandi fór mér að lítast betur á fleiri lög með þeim, og núna eru flest þeirra orðin mín uppáhalds lög með Cream. Þetta er af plötunni Disraeli Gears og af samnefndri smáskífu sem kom út árið 1967. Textinn var saminn af Martin Sharp og lagið fjallar um afrek Odysseifs (Ulysses á ensku) úr kviðu Hómers. http://www.eric-clapton.co.uk/ecla/lyrics/tales-of-brave-ulysses.html

Pink Floyd – Careful With That Axe Eugene (Ummagumma live version): Hvað á maður að segja um svona lög, þetta er súrt. Eitt það drungalegasta og magnaðasta sem þú munt heyra. Ég var eitt sinn að keyra með tveim félögum mínum á ljóslausum vegi um miðnætti, ég setti þetta lag á og hækkaði vel í græjunum, síðan þegar Roger fer að hvísla var ég næstum því farinn að titra af eftirvæntingu eftir magnaðasta mómenti sem náðst hefur á upptöku, síðan byrjar Roger að öskra og þó svo að ég hafi heyrt þetta lag svona hundrað sinnum að þó kipptist maður til, hjartað fór að slá ójá, og félagar mínir sem aldrei höfðu heyrt þetta lag þeir skitu næstum í buxunar, jafn drungaleg hefur tónlist aldrei verið gerð. En já ég mæli með útgáfunni sem kom út á Ummagumma, mun betri en Relics útgáfan.

Pink Floyd – Take Up Thy Stethoscope and walk: Önnur sýra frá meisturum í Floyd, þetta lag er af Piper, þó er það ekki samið af Syd Barrett heldur af Roger Waters. Þetta lag er nær eingöngu fyrir hörðustu áhangendur Floyd, þegar maður hefur farið í gegnum allt hitt stöffið, þegar maður er kominn með leið á öllu hinu er þetta í raun eina lagið sem hægt er að hlusta á. Ég var nú fljótur að dæma þetta lag versta lag plötunnar og versta lag Pink Floyd yfir höfuð fyrst þegar ég heyrði það en síðan hefur það vanist og nú finnst mér það eiginlega bara tær snilld. En þetta er ofursúrt lag, ekki búast við neinum töfrum í þessu lagi, það tekur þolinmæði til að fýla þetta.
http://www.pink-floyd-lyrics.com/html/take-stethoscope-piper-lyrics.html elska endinn á laginu:

„Music seems to help the pain ?
Seems to cultivate the brain. ?
Doctor kindly tell your wife that ?
I'm alive - flowers thrive - realize - realize ?Realize.“

Paul McCartney – Mumbo: Maður verður nú að hafa eitthvað bítl í þessu, þó svo að þetta séu ekki Bítlarnir sjálfir. Þetta lag kom út á Wings plötunni Wild Life. Eins og titillinn bendir til er engin texti í laginu heldur aðeins bull, bull sem grunsamlega mikið líkist alvöru texta, margir halda jafnvel að það sé texti í laginu, þarna er Paul kallinn aðeins að fokkast í hlustendunum. Virkilega nett lag, er bara svona týpístk rokk og ról lag. Hef fílað þetta lengi, hlusta ekkert mikið á þetta en ef þetta kemur upp á iTunes þá læt ég það spilast.

The Beatles – Tomorrow Never Knows: Jú höfum smá meira bítl hérna. Þetta lag þekkja náttúrulega allir. Þvílíkt meistaraverk, þvílíka snilld hefur maður sjaldan heyrt. Margir segja þetta vera besta lag sem samið hefur verið og er ekki hægt að sleppa því að taka undir það, alveg sama þótt maður fíli ekki Bítlana að þá finnur maður strax hve mikil snilld þetta lag er. Að mínu mati rúsínan í pylsuendandum á Revolver, það lag sem gerir Revolver að bestu Bítla plötunni. En já þetta lag er ekki hægt að endurgera, engin ein taka af laginu er eins. Meðlimir Bítlana fengu allir eitt stykki diktafón og fóru heim til sín og tóku upp skemmtileg hljóð sem síðan voru öll spiluð aftur á bak og sett af stað á mismunandi tímum og úr kemur þessi súpa sem er vægast sagt mjög bragðgóð. Merkilegt þykir mér að George spilar bara einn hljóm yfir allt lagið, spilar bara G, ekkert flóknara, samt er þetta lag svo óéndanlega djúpt og flókið eitthvað. http://www.lyrics007.com/The%20Beatles%20Lyrics/Tomorrow%20Never%20Knows%20Lyrics.html

Derek and the Dominoes – Little Wing: Þetta lag kom út á plötunni Layla and other assorted love songs, eins og flest ykkar ættu að vita að þá er þetta lag upphaflega Hendrix lag, þar sem Jimi sínir sína rosalegu gítarhæfileika. Samt finnst mér þessi útgáfa betri. Gítarspilið er flottara (enda tveir meistarar að spila í því) og mér finnst eins og það sé meira pælt í laginu. Eitt flottasta koverlag í heimi. http://www.lyricsfreak.com/j/jimi+hendrix/little+wing_20071564.html

Love – You Set The Scene: Lokalagið af plötunni Forever Changes, sem allir ættu að kunna utan”bókar”. Þetta er jafnframt lengsta lag plötunnar. Textinn er einkar skemmtilegur og fangar anda sjötta áratugsins fullkomlega, eins og reyndar öll platan. Þetta er sýkadelía og hipparokk af bestu gerð, með taktföstum trommuleik og léttum kassagítar undir, þetta er síðan skreytt með allskonar overdub, svo sem mjög skemmtilegum bassa og síðan fiðluleik og lúðrasveit, platan er mjög lituð af svona klassískum hljóðfærum, eins og vinsælt var á þeim tíma. Textinn eins og áður sagði er mjög flottur og einn af mínum uppáhalds, mig langar að koma með tvö brot hérna:

„Theres a man who cant decide if he should
Fight for what his father thinks is right
There are people wearing frowns wholl screw you up
But they would rather screw you down“

Og

„This is the only thing that I am sure of
And thats all that lives is gonna die
And therell always be some people here to wonder why
And for every happy hello, there will be good-bye
Therell be time for you to put yourself on“
http://www.lyricsfreak.com/l/love/you+set+the+scene_20085458.html

Led Zeppelin – Travelling Riverside Blues: Jæja ætli maður verði ekki að hafa eitt Zeppelin lag inn í þessu, þetta er í raun eina Zeppelin lagið sem ég hlusta reglulega á, er eiginlega bara komin með hálfgerða leið á þeim. Þetta lag er ekki eftir þá félaga heldur eftir einn blúsarann Robert Johnson. En þeir kumpánar í Zeppelin taka þetta lag alveg frábærlega, tvímælalaust mitt uppáhalds koverlag. Jimmy Page tekur hér slæd gítarinn af mikilli snilld, og Plant sýnir kunna takta, gæða þetta lagi miklum þokka.
http://www.sing365.com/music/lyric.nsf/Travelling-Riverside-Blues-lyrics-Led-Zeppelin/D08A372E78252F3548256887000F3FEC

Rolling Stones – Can’t You Hear Me Knocking: Stones eru náttúrulega alltaf töff og svalir og þetta lag er engin undantekning. Er tekið af hinni frábæru Sticky Fingers. Lagið inniheldur eitt flottasta gítarriff sem sögur fara af, byrjunin er svo dásamlega kúl að ég veit varla hvað. Og þetta skítuga gítarspila frá meistara Keith einkennir svoldið lagið, fyrir utan miðjukaflan þar sem jazzaður saxófónn tekur við og lagið endar síðan í heljarinn jammi sem inniheldur meðal annars hálfgert „Santana“ gítarsólo frá Mick Taylor. Jagger syngur á meðan um eiturlyf, ástir og önnur „svöl“ umfjöllunarefni. Þetta lag er lengsta lag plötunnar, nær yfir sjö mínútur.
http://www.keno.org/stones_lyrics/cantyouhearme.html

Rolling Stones – Sympathy For The Devil: Þá er komið að meistarastykkinu, það er bara ekki hægt að elska þetta lag ekki. Án efa besta lag, ásamt Tomorrow Never Knows, sem samið hefur verið. Maður veit bara ekki hvar á að byrja. Lagið er af Beggars Banquet, seinustu platan sem Brian Jones vann með Stones og fyrsta platan sem upptökustjórinn Jimmy Miller starfaði á. Textinn, eins og allir ættu að vita, segir frá djöflinum, sem segir okkur frá öllum sínu helstu ódæðisverkum, svo sem dauða Jésu, byltingunni í Rússlandi, síðari heimstyrjöldinni og hundrað ára stríðinu svo eitthvað sé nefnt. Meistarinn og Margarítan eftir Mikhail Bulgakov var mikill innblástur í þessu verki, og er sagt að Marianne Faithfull, kærasta Micks á þessum tíma hafi gefið honum bókina og hann hafi samið lagið meðan hann var að lesa bókinu. Síðan má skeggræða raunverulega merkingu lagsins fram og aftur, flestir, og ég þar á meðal, eru á þeirri skoðun að djöfulinn tákni í raun okkur sjálf, öll þessi ódæðisverk eru af völdum manna. Undir þessum magnaða texta er síðan píanóspil og bongótrommur, seinna í laginu koma tvö eitursvöl gítarsólo frá Keith.
http://www.lyricsfreak.com/r/rolling+stones/sympathy+for+the+devil_20117881.html

The Who – Won’t Get Fooled Again: Hérna fer Peter Townshend á kostum, þetta lag er bara hreint út sagt mjög kúl. Ég býst nú við að flestir þekki þetta lag svo að ég ætla nú ekki að fara út í það að miklu ráði. Lagið er af plötunni Who’s Next sem kom út árið 1971. Lagið inniheldur eitt allra flottasta augnablik í rokksögunni, augnablik sem átti eftir að hafa varanleg áhrif á rokkið, en það er hið ógleymanlega öskur frá Roger Daltrey, alveg sjúklega flott.
http://www.lyrics007.com/The%20Who%20Lyrics/Won't%20Get%20Fooled%20Again%20Lyrics.html

Syd Barrett – Effervescing Elephant: Höfum eitt lag hérna frá Syd heitnum Barrett. Ef þú ferð ekki í gott skap við að hlusta á þetta lag að þá er þér ekki viðbjargandi. Þetta lag er bara svo skemmtilegt, minnir á barnagælu. Alveg merkilegt hvað svona þjökuð sál gat gert glaðleg og skemmtileg lög. Ég fer alltaf að hlæja þegar ég heyri þetta yndislega lag.
http://www.pink-floyd-lyrics.com/html/elephant-syd-barrett-lyrics.html

Robert Johnson - Sweet Home Chicago: Gamalt blús lag frá Robert Johnson, alveg klassískt. Lagið er í raun bara einfalt blúslag, Robert með kassagítarinn að spila eitthvert blúsform, alveg fáranlega fær þessi maður. Robert syngur þetta síðan með sinni háu nasarödd, mjög sérstakt. http://blueslyrics.tripod.com/lyrics/robert_johnson/sweet_home_chicago.htm