Jæja, það áttu allir að senda inn svona grein með gullaldar-playlistanum. Ég tók mig til, fór í gegnum iTunes og tók saman allt mitt uppáhald. Það urðu 114 lög en til að hafa þetta svolítið flott ætla ég að hafa 100 (úff, þarf að taka út 14 lög) Ég er samt örugglega búin að fara yfir einhver góð lög og svo vantar alveg hálfan tónlistasmekkinn minn (jazz, blús og fleira). Svo ætla ég að segja eitthvað smá um hvert lag, af hverju það er á listanum eða eitthvað þannig. Ég vil taka það fram að þetta er ekki í sérstakri röð, bara stafrófsröð flytjanda og þótt þetta sé ekki upphaflega með þessum tónlistamönnum er það bara coverið sem ég er að meina. En hérna er þetta:
—
Bítlarnir:
Michelle - Mér fannst þetta ekkert skemmtilegt lag, en svo kom þetta bara aftur og aftur í iTunes. Fattaði svo hvað franski textinn er flottur :)
Fool On The Hill - Spilaði þverflautu í þessu lagi inn á karlakórsdisk. Gaman að hlusta á röddina mína :)
I Am The Walrus - Þetta er bara of ruglað og skemmtilegt lag til að líka ekki við það
Twist And Shout - Hver elskar ekki John Lennon að öskra sig í gegnum gamalt og gott rokklag?
Good Day Sunshine - Happy-lagið mitt :D
And Your Bird Can Sing - Örugglega eitt vanmetnasta Bítlalagið. Það er bara eitthvað svo flott við þetta.
Chuck Berry - Little Queenie - Byrjaði að hlusta á þetta því í endanum á Now I'm Here (Queen) syngja þeir “Go go go little queenie”. Komst svo að því að þetta er flott lag.
David Gilmour (On An Island):
Take A Breath - Þetta er bara svo grípandi lag.
Then I Close My Eyes - Hef haldið upp á þetta lag síðan ég heyrði það fyrst. Bara eitt af þeim lögum sem fá mig til að líða vel :)
Smile - Líka mjög grípandi lag og bara yfirleitt mjög flott lag.
Deep Purple:
Never A Word - Flott stef. Þetta er svo rosalega keltneskt, en mér hefur alltaf fundist það flott. Raddirnar eru líka flottar.
Contact Lost - Rosalega fallegt lag sem var samið til minningar um eitthvað slys (ekki alveg með staðreyndir á hreinu svo ég sleppi því að segja hvað það var)
Hush - Ég fór á Deep Purple tónleika sumarið 2004 án þess að hafa neitt hlustað á þetta. Þetta var hinsvegar eina lagið (fyrir utan Smoke on the water auðvitað) sem ég kannaðist svo vel við. Hefur verið í uppáhaldi síðan.
Emerson, Lake & Palmer - The Tree Fates - Ótrúlega flott píanóspil þarna.
Eric Clapton:
I Want A Little Girl - Ég á þetta lag live og það er bara eitthvað við það sem fær mig til að fá hroll.
Hoochie Coochie Man - Sama og síðasta lag.
Hrekkjusvín - Lög unga fólksins (telst örugglega gullöld, er það ekki?)
Gestir úti um allt - Textinn í þessu er bara svo flottur. Barn sem sér partý hjá foreldrum sínum.
Gagn og gaman - Ástæðan fyrir að þetta lag er í sérstöku uppáhaldi er að ég var að leika í leikriti sem var gert á sama tíma og þessi plata og smá texti úr þessu lagi er notaður í laginu “Vömb, keppur, laki, vinstur”
Krómkallar - Lag um verðbólguna, eins og leikritið sem ég nefndi hér fyrir ofan.
Ævintýri - Þegar ég var lítil hlustaði ég oft á þessa plötu á vínyl og þetta var alltaf í uppáhaldi. “Tilveran er eins og gamalt tyggjó”
Led Zeppelin
You Shook Me - Fyrsta Led Zeppelin lagið sem ég “heyði”. Varð ástfangin um leið og elska þetta lag enn.
Dazed And Confused - Bara einfaldlega flott lag.
Babe I'm Gonna Leave You - Vinur minn var einu sinni alltaf að spila þetta á gítar. Minnir mig alltaf á hann :)
Pink Floyd:
Let There Be More Light - Þetta er eitthvað svo yndislega spes lag, eins og bara öll platan
Set The Controls For The Heart Of The Sun - Einfalt en flott lag. Mér hefur alltaf líkað það sem er einfalt.
Corporal Clegg - Ég ELSKA kazoo-sólóið í miðju lagi! Skemmtilega kjánalegt lag
Saucerful Of Secrets - Titllag plötunnar. Byrjar á nokkurskonar soundscape (veit ekki hvað ég á að kalla þetta) en seinni hlutinn er mjög flottur. Miklu flottari útgáfan af Live At Pompeii.
Pigs (Three Different Ones) - Grípandi og flott lag. Mjög pólitískt
Sheep - Meeeee … Fyrst þegar ég heyrði þetta lag var ég alveg viss um að það væri úr auglýsingu, veit einhver hvaða auglýsingu? Allavega, mjög flott lag og ég hef bara alltaf haldið mikið upp á það.
Atom Heart Mother - Meistaraverk. Sett svolítið upp eins og klassískt tónverk. Það eru bara svo mörg stef í þessu sem eru svo flott að ég fæ hroll við að hlusta á það.
Alan's Psycadelic Breakfast - “Marmalade, I like marmalade” - Yndislega ruglað lag :D
The Great Gig In The Sky - My allt time favorite!! Ég get hlustað á þetta lag tímunum saman. Best að læra við það. Mér finnst textar aukaatriði svo þetta hentar mjög vel. Eitt fyrsta Pink Floyd lagið sem ég hlustaði á.
Us And Them - Saxófónninn í þessu lagi er snilld. Líka bara lagið sjálft.
Echoes - Eitt af uppáhalds lögunum mínum. Raddirnar í laglínunni eru svo flottar, en reyndar bara allt lagið líka. Gítarsólóið er samt miklu flottara á Live At Pompeii
Fearless - Það er gítarriff þarna sem er svo grípandi og flott.
Seamus - Stutt og flott lag um einhvern hund. Svona ekta delta-blús lag.
One Of These Days - Flott lag. Það er reyndar mjög mikið eins en samt flott. Líka mjög flott á Live At Pompeii og þá er sérstaklega gaman að sjá þegar Nick Mason missir trommukjuðann
Cluster One - Þetta lag er eiginlega þannig að maður tekur ekkert svo mikið eftir því. Það er bara þarna, eins fallegt og það er :)
High Hopes - Ég hef alltaf verið svo hrifin af píanóinu og bjöllunni í byrjun. Það er bara eitthvað við það
Marooned - Ótrúlega flott instrumental lag sem er gott að hlusta á meðan maður er að læra. Bara eitt af lögunum sem ég man sérstaklega eftir af Division Bell en annars finnst mér hann bestur í heild meðan ég er að læra eða eitthvað þannig
Goodbye Blue Sky - Það er svo flott hvernig lagið er létt og glaðlegt (minnir mann á hvernig er að sitja úti í sólinni) og svo þungt og soglegt (minnir mig á stíð) til skiptis. Flott atriði í myndinni.
Is There Anybody Out There - Þetta er það lag sem ég man fyrst eftir að hafa heyrt. Pabbi minn spilaði það oft á gítar þegar ég var lítil og ég kallaði það “flotta lagið”. Svo uppgötvaði ég plötuspilara og The Wall plötu og hlustaði alltaf á það þar.
Hey You - Eina lagið í heiminum sem ég þekki betur endann á. Ástæðan er að þegar ég var ekki orðin nógu góð að hitta á lög á plötuspilaranum fór ég stundum í endann á þessu lagi þegar ég var að hlusta á Is There Anybody Out There.
Careful With That Axe, Eugene - Sýra! Hef eiginlega bara hlustað á þetta á Live At Pompeii og það er mjög flott þar. Ónáttúruleg hljóð sem koma útúr Roger Waters þarna :P
Shine On You Crazy Diamond - Fyrsta Pink Floyd lagið sem ég hlustaði á í seinni tíð. Ég átti mp3-spilara, ákvað að prófa að hlusta á Echoes og valdi bara lag sem mér leist vel á nafnið á. Ég hlusta eiginlega oftar á fyrri hlutann en seinni hlutinn er líka mjög flottur.
Welcome To The Machine - Mér finnst þetta vanmetið lag. Uppáhalds lagið mitt sem er ekki eitt af þessum frægustu. Textinn er líka flottur.
Mademoiselle Nobbs - Á örugglega að vera það sama og Seamus, nema bara annar hundur og enginn texti. Rosalega flott líka. Þetta er af Live At Pompeii.
Queen:
Somebody To Love - Var aldrei í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér fyrr en vinkona mín útsetti þetta fyrir okkur vinkonurnar. Ég æfði röddina mína og hlustaði á lagið svo oft. Alltaf gaman að hlusta á það sem maður þekkir mjög vel.
One Vision - Hresst og skemmtilegt lag. Minnir mig alltaf á vinkonu mína.
Who Wants To Live Forever? - Rosalega flott lag úr myndinni Highlander.
Forever (extra) - Instrumental píanó útgáfa af Who Wants To Live Forever. Ekkert smá flott og eiginlega flottara en upphaflega lagið.
Death On To Legs - Lagið er eiginlega bara skítkast á yfirmann Trident Music, Norman Sheffield, sem fór rosalega illa með þá.
Lazing On A Sunday Afternoon - Eitt af kjánalegu flottu lögunum með Queen. Mig minnir að þetta hafi verið þriðja lagið sem ég fékk æði fyrir með Queen
I'm In Love With My Car - Mér finnst eiginlega flest Roger Taylor lögin flott. Þetta er um strák sem tekur bílinn sinn fram yfir kærustuna.
Seaside Rendez-vous - Annað kjánalega skemmtilegt lag. Sérstakelga skemmtileg kazoo-hljóð sem Roger Taylor gerir og ég heyrði að hann gerði þetta bara með vörunum.
The Prophet's Song - Drungalegt lag sem virðist vera um heimsendi. Brian May samdi það eftir einhvern draum. Flottur delay-söngkafli í miðjunni, eitthvað sem ekki margir geta leikið eftir.
Love Of My Life - Ég veit, algjör klisja. Þetta er bara einfaldlega eitt af fallegustu lögum sem ég hef heyrt.
Good Company - Mjög hresst og skemmtilegt lag sem er m.a. spilað á Ukulele.
Innuendo - Eitt af meistaraverkum Queen. Mjög þungt og dökkt lag en svo kemur mjög spænskur kafli í miðju lagi.
These Are The Days Of Our Lives - Létt og rólegt lag um nostalgíu. Einu sinni þoldi ég ekki þetta lag en svo komst ég að því hvað það er fallegt.
Delilah - Lag um kettina hans Freddie Mercury. Textinn er skemmtilegur fyrir kattaeigendur, lýsir köttum alveg :)
Bijou - Annað lag um einn köttinn hans Freddies. Ekkert smá flottur gítar í þessu. Bijou þýðir gimsteinn á frönsku.
Fat Bottomed Girls - Eitt af Greatest Hits lögunum sem eru flest mjög flott.
Let Me Entertain You - Einfaldlega flott lag.
Dreamers Ball - Hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Það er bara svo flott. Fjallar um einhvern sem missti ástina sína.
Fun It - Upphaflega var þetta “Fuck it” en var breytt. Týpískt Roger Taylor lag. Frekar tómlegt en samt mjög flott.
Don't Stop Me Now - Greatest Hits lag. Hresst og flott og minnir mig alltaf á vinkonu mína :)
Mustapha - Mjög kjánalegt lag í inverskum stíl. Textinn er aðallega bara bullorð og nöfn.
Let Me Live - Gospel lag sem er sungið til skiptis af þeim Roger, Brian og Freddie. Bara einfaldlega flott.
Mother Love - Eitt sorglegasta lag sem ég hef heyrt. Það er eiginlega um það að Freddie sé að fara að deyja. Hann syngur það allt nema síðasta erindið og var það síðasta sem hann tók upp. Í endann er spilað hratt smá bútar úr öllum tónleikum sem hann var á og svo bútur úr laginu Goin' Back sem er svona nostalgía. Flottur endir á ferli Freddies (nokkurnveginn endirinn)
Sleeping On A Sidewalk - Blúsað lag um götustrák sem var plataður til að gera plötusamning en var svo svikinn. systir mín ruglaðist einu sinni og sagði “Sleeping LIKE a sidewalk” :D
My Melancholy Blues - Annað blús lag. Mjög þunglyndislegt og mér finnst það mjög flott. Píanóið er líka mjög flott (og flókið)
Doin' Alright - Rólegt lag með rokkkafla, eins og er svo einkennandi fyrir Queen. Flottur söngur hjá Freddie. Það er eitthvað við þetta sem hefur alltaf heillað mig.
See What A Fool I've Been (extra) - Lagið er samið undir miklum áhrifum frá Led Zeppelin. Mér dettur alltaf í hug klæðskiptingur eða eitthvað þegar ég heyri það :P En það er bara Freddie :)
White Queen - Mjög fallegt lag og fallegur texti.
The Looser In The End - Textinn fjallar um það hvað mömmur gera rangt í samskiptum við syni sína. Mjög flott lag.
The March Of The Black Queen - Enn eitt meistaraverk. Það flottasta við þetta lag er að það endar í miðju lagi, byrjar svo allt í einu aftur.
Tenement Funster - Flott lag eftir Roger Taylor
Now I'm Here - Það sem mér finnst flottast við þetta lag er gítarriffið einhversstaðar í laginu.
In The Lap Of The Gods - Ótrúlegt hvað Roger Taylor getur sungið hátt uppi!
Dear Friends - Mér finnst þetta alltaf eins og vögguvísa. Rólegt og fallegt lag.
She Makes Me - Hræðilega vanmetið lag. Fyrst fannst mér það ömurlegt en svo fattaði ég hvað það er flott. Það er svona skemmtilega leiðinlegt ;)
In The Lap Of The Gods (revisited) - Þetta lag er eiginlega ekkert líkt hinu laginu. Samt jafn flott, ef ekki flottara lag.
I Want To Break Free - Ég bara elska videoið! Lagið er líka mjög flott. Einhver fann upp á því að ryþminn í því er eins og að segja “rúmfatabursti” aftur og aftur og það er orðinn svona einkahúmor hjá vinum mínum :P (prófiði bara)
Is This The World We Created? - Mjög fallegt lag um það hvað við höfum gert heiminn slæman.
Body Language - Var oft sagt mjög “klúrt” þótt það sé mjög lítið miðað við lög í dag :)
Ringo Starr - No No No No I Don't Smoke It No More - Eitthvað djók lag um að hann vilji ekki dóp. Skemmtilega asnalegt lag :D
Rolling Stones:
Wild Horses - Ég held að mér líki við þetta lag af því ég hef heyrt það svo oft. Eitt af uppáhalds lögunum hans pabba míns. Fyndið hvað ég þekkti það vel þegar ég hlustaði á það fyrst.
Paint It Black - Bara einfaldlega flott lag.
Honky Tonk Women - Mér finnst alltaf jafn fyndið að hann ruglast á kúabjöllunni í byrjun og nær aldrei réttum takti.
Angie - Bara fallegt lag.
Spilverk Þjóðanna:
Dögun í laufinu - Mjög lágt og rólegt lag. Eiginlega bara instrumental nema það er smá svona “hummað” með því og svo lesið upp ljóð.
Veðurglöggur - Skemmtilegt lag um veðrið. Ruglaður texti eins og venjulega :) Mjög sérstakt en flott lag.
Styttur bæjarins - Lag um styttur bæjarins. Frekar kjánalegt líka :) En samt flott.
Arinbjarnason - Þetta lag, og næstu hér fyrir neðan, er úr leikritinu Grænjaxlar (sem ég minntist á fyrr) sem ég lék í. “Mamma vildi annan mann, en pabbi annað víf”
Húsin Mjakast upp - Annað lag úr Grænjöxlum. Hérna er verið að tala um að mamman og pabbin eru of þreytt til að sofa hjá - hjónabandið að fara í klessu. Falleg laglína, flottur söngur og ennþá flottari trompet :)
Sirkus Geira Smart - Úr Grænjöxlum. Hresst og skemmtilegt lag. Það er eiginlega bara um verðbólguna.
Skandinavíu blús - “Kom hjem til meg” Stuðlag á dönsku :D
Lazy Daisy - Það sem mér finnst flottast við þetta lag, fyrir utan bara flotta laglínu og klarinettið :P, er söngurinn. Sigurður Bjóla er með svo flotta rödd, og auðvitað Diddú líka (á þessum tíma)
Græna byltingin - Þetta er uppáhalds lagið mitt með Spilverkinu. Mjög pólitískur texti (þótt ég fatti hann ekki alveg) og svo er mjög skemmtilegt hvað allt er grænt í þessu :P
—
Jæja, endilega segið skoðanir ykkar á þessum lögum. Ég veit að þetta er frekar ruglingslegt, en þið verðið bara að sætta ykkur við það :) Svo hvet ég alla til að senda inn sína lista, það er svo gaman að skrifa þá :D
Kveðja, Ægishjálmu