Í þessari grein ætla ég að fjalla um “Live” plötuna Live at the Star Club, Hamburg en er það hinn eini sanni, Jerry Lee Lewis sem leikur listir sínar með hljómsveitina “The Nashville Teens” bakvið sig á Star Club klúbbnum fræga í Þýskalandi, Hamburg. Margir þekkja hugsanlega þetta nafn í samhengi við Bítlana.
Eins og áður kom fram er þetta Jerry Lee Lewis platan “Live at the Star Club, Hamburg” – Ekki plata sem hefur selst í ótal milljóna eintökum, en vissulega plata sem skýst á topp “Live” lista flesta er þeir hlusta á hana. Þegar ég fékk plötuna í hendurnar hafði ég litla sem enga þekkingu á hvað þetta var. Þekkti að sjálfsögðu nafni “Star Club” en ég hafði engan grun um hvað ég væri að fara að hlusta á… Fyrir utan það að þetta var Jerry Lee Lewis… Sem var nóg fyrir mig til að skella henni í tækið. Núna, eftir að hafa hlustað á plötuna nokkuð oft, sé ég hvaðan allt hrósið kemur. Live at the Star Club, Hamburg er kraftmesta og svakalegasta Live plata til að líta dagsins ljós. Þeir sem þekkja Jerry Lee Lewis vita að það er kraftur í honum, en þú hefur ekki heyrt hann “brjálaðann” fyrr en þú hlustar á þessa plötu.
Ég ætla nú að taka hvert lag fyrir sig og segja nokkur stutt orð um hvert og eitt.
1.Mean Woman Blues
Jerry Lee Lewis byrjar á laginu Mean Woman Blues og stekkur hann inní það af hrikalegum krafti og spilar það margfalt hraðar en það hefur nokkurn tímann verið spilað og má heyra að hljómsveitin (The Nasville Teens) er ekki undirbúin fyrir þetta tempó. Hugsanlega eitt besta lag plötunnar. Margir gætu hugsanlega kannast við takt lagsins enda er hann ógleymanlegur.
2. High School Confidentiality
Lewis byrjar síðan á slagar sem hann gerði garðinn frægan með hér í denn, High School Confidentiality og eins og með fyrra lagið, tekur hann það af gríðarlegum krafti og slær hann eins og brjálæðingur á nóturnar ásamt því að nánast öskra á tímabili í stað þess að syngja. Jafnvel þótt aðdáendur hafi tekið honum með hálfum hug í byrjun er allt farið að tryllast nú þegar og allir elska hann… Og hann veit það.
3. Money (That’s What I’d Say)
Jerry Lee Lewis er langt frá því að vera sá eini til að taka hið vinsæla lag, Money eftir Berry Gordy og Janie Bradford. En ef við miðum við þennan flutning, þá hafa færri gert það af slíkum krafti. Svo spila líka taktarnir í Jerry inní og leikur hann ýmsar kúnstir einungis til að bæta við lag sem er fjörugt fyrir.
4. Matchbox
Matchbox er enn einn Rokk og Ról smellurinn á plötunni. Lagið byrjar rólega en Lewis, sem þekkir sér engin takmörk, eykur fljótt hraðan og gerir lagið jafnframt skemmtilegra og flottara fyrir vikið. Einnig kemur smá gítar sóló nánast upp undir lokin.
5. What’d I Say, Pt. 1
Hér tekur Lewis’inn frægt Ray Charles lag. Hann slær á píanóið eins og brjálæðingur, syngur sig hásann og leikur allskyns listir á píanóið sem gerir viðstadda ennþá æstari. Lag sem margir ættu að þekkja. Skemmtilegur smellur en hér tekur Lewis það þó á tiltölulega hraðara tempói.
6. What’d I Say, Pt. 2
Hluti 2 tekur hann ennþá hraðar og má heyra hann öskra á einn meðlim “The Nashville Teens” í byrjun lagsins; “Play that thing right, boy!” – Hann er með takta, öskrar, spilar af krafti og áhorfendur fara á endanum að syngja með.
7. Great Balls of Fire
Þegar hann lýkur við What’d I Say má heyra áhorfendur kalla “Jerry, Jerry, Jerry!” og byrjar Lewis sjálfur að kalla með þeim áður en hann tekur sitt vinsælasta lag, við góðar móttökur. Með Great Balls of Fire, eins og hin lögin, spilar hann hratt og má heyra gífurlegan kraft í honum er hann slær á nóturnar eins og lífið lægi við.
8. Good Golly Miss Molly
Næst stekkur hann beint inní Godd Golly Miss Molly og, eins og með hin lögin, á margföldum hraða, syngur eins og brjálæðingur, slær svo fast á nóturnar að maður býst við því að þeir fari að brotna á hverri stundu. Hann spilar lagið á svo rosalegu tempó’i að hann getur varla sungið í takt við og bullar því bara inná milli. Einnig má greinilega heyra hljómsveitina berjast við að halda við í hann.
9. Lewis Boogie
Enn og aftur, stekkur hann inní sitt næsta lag á mun hraðara tempói en venjulega. Lagið er gott, krýnt nokkuð flottu gítar spili og svo er það jú náttúrulega æsingurinn í Lewis sem gefur laginu vissulega mikið. Takturinn í laginu er nokkuð eftirminnilegur og skemmtilegur og gerir það að verkum að það er geysilega skemmtilegt að raula með.
10. Your Cheatin’ Heart
Loksins tekur hann það aðeins rólegara. Tekur hér nokkuð flott og fjörugt Kántrý lag og eiginlega eina rólega lag plötunnar. Og er greinilegt hér eins og á allri plötunni að egó Lewis gæti eitt og sér fyllt heila plötu, og hún væri góð fyrir vikið.
11. Hound Dog
Lagið sem Elvis Presley var frægur fyrir, Hound Dog… Elvis hver? Jafnvel þótt rödd Elvis lánar þessu lagi aðeins meira en Lewis þá er það píanóspilið sem er, eins og svo oft áður, hreint og beint magnað og langar manni einna helst að hrista sig eins og vitleysingur í takt.
12. Long Tall Sally
Jafnvel þótt Lewis syngi eins og “vitleysingur” út alla plötuna þá er það fyrst hér á Long Tall Sally þar sem hann öskrar, bókstaflega, allan tímann og virðist enginn vera að lifa sig jafn mikið inní lagið og hann sjálfur en þetta er hreint og beint svakalegt… Flestir ættu svosem að þekkja þennan klassíska rokk smell. Hratt tempó er það sem einkennir það og er það því körið fyrir Lewis’inn sjálfann.
13. Whole Lotta Shakin' Goin' On
Loka lag plötunnar, vel frægur Lewis gimsteinn, Whole Lotta Shakin' Goin' On er hvergi síðra en öll hin lögin. Hann er nánast andsetinn í byrjun, æstur ákafur (Eitthvað nýtt?) – Egó’ið has spilar síðan vel inní rólega hluta lagsins og er hann með sína venjulegu takta áður en að hann byrjar að hamra aftur á píanóið, öskrandi í stað þess að syngja og loka kafli lagsins líka “æstasti” hluti plötunnar og má vel heyra áhorfendur ærast. Lagið er feykilega fjörugt og skemmtileg þrátt fyrir tiltölulega þýðingarlausan texta. En Jerry Lee Lewis tekur það eins og engum manni er fært.
Live at the Star Club, Hamburg er sennilega kraftmesta og skemmtilegasta “Live” platan til þessa. Á tímabili þar sem ferill Lewis var á niðurleið – Hann var reiður, æstur og “ruglaður” og er allur pakkinn hér á þessari plötu. Kannski hljómaði hann svona alla daga árið 1964.. Hinsvegar var það þetta sérstaka kvöld sem náðist á upptöku, og er þetta hreint og beint ógleymanleg plata sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Death Metal og annað þunga rokk er væmið miðað við þessa plötu. Rokkið er ekki um hávaðann, það er um framkomu og það er það sem Lewis kann allra best. Og með þessari plötu sannar Lewis að hann “Rokkar harðar” en nokkur annar. Hér eru engar reykvélar, engin ljósasjó, engir hálf naknir dóphausar að spila ballöður á gítarana sína… Ef þú villt rokk og ról beint í æð, þá villtu kíkja á “Live at the Star Club, Hamburg”.
Gef ég þessari plötu því loka einkuninna fjórar stjörnur af fimm mögulegum.
-TheGreatOne