Final Cut
The Wall er frábær plata en Roger Waters hafði samið nóg af sjálfselskri tónlist til að fylla 3 diska en þeir þurftu að losa sig við einhver lög sem voru ekki nógu góð. Roger vildi svo gera plötu með lögunum sem fóru ekki á The Wall og platan átti að heita Spare Bricks. Roger Waters var búinn að reka Richard Wright úr hljómsveitinni og það var mikil spenna í hljómsveitinni. Hann hafði áform um að fara í tónleikaferðalag vegna Spare Bricks en vegna mikillar spennu milli meðlima Pink Flod hætti hann við það og skýrði plötuna The Final Cut, sem hefði passað ef Nick Mason og David Gilmour mndu hætta en…
Roger Waters semur öll lögin og syngur. Það er óhætt að segja að þetta sé sólóplata Roger Waters flutt af Pink Floyd. Lögin minna lítið á Pink Floyd engir langir instrumental kaflir. Eins og Nick Mason sagði. Roger Waters mundi nota sama lagið og semja fjóra mismunandi texta en David Gilmour mundi nota sama texta en 4 mismunandi lög.
Roger Waters tekur einn stein úr veggnum og fjallar um hann sem sagt Stríð. Faðir Roger dó í stríði og Roger er mjög á móti stríðum t.d. lagið Leaving Beirut og platan Amused to Death. Platan er gefin út 21 Mars 1983
Lögin á plötunni
The Post War Dream (Waters)
Your Possible Pasts (Waters)
One of the Few (Waters)
The Hero's Return (Waters)
The Gunners Dream (Waters)
Paranoid Eyes (Waters)
Get Your Filthy Hands Off My Desert (Waters)
The Fletcher Memorial Home (Waters)
Southampton Dock (Waters)
The Final Cut (Waters)
Not Now John (Waters)
Two Suns in the Sunset (Waters)
Samtals 43 min og 14 sek
Þeir sem fóru á tónleikana með Roger Waters eiga þekkja lögin The Fletcher Memorial Home og Southampton Dock. Það eru bestu lögin á plötunni að mínu mati er The Fletcher Memorial Home betra en Southampton Dock. Það er skemmtilegur talaður kafli í laginu og sólóið er frábært.
Platan er stundum mjög rokkuð eins og titill lagið Final Cut. The Post War Dream er mjög gott byrjunarlag. Lögin One of the Few og Get our Filthy Hands Off my Desert eru tilgangslaus ekki nema rétt rúmlega minúta að lengd. Í laginu Not Now John kemur fyrir öskur eins og í byrjuninni á Another Brick in the wall part 2. Saxafónn kemur fyrir lögunum The Gunners Dream, Not Now John og Two Suns in the Sunset og það kemur vel út. Platan er fín en bæði A momentary Lapse of Reason og The Division Bell eru miku betri og Amused to Death er líka betri.
Textarnir eru mjög góðir Maggie kemur þrivsar fyrir í þeim. Maggie er Margret Thatcher.
Síðasta setning á plötunni í Two Suns in the Sunset er, we were all equal in the end.
David Gilmour sagði við Roger Waters ef þessi lög voru ekki nógu góð fyrir The Wall afhverju eru þau nógu góð núna.
Hnotskurn: Platan er fín en ég er samt feginn yfir því að þetta skyldi ekki verða lokaplata Pink Floyd. Enda er þetta sólóplata Roger Waters að mínu mati spiluð af Pink Floyd.
3/5
Þetta er mitt álit á plötunni