Black Sabbath - Sabbath Bloody Sabbath - Tekin upp í Nóvember, 1973. Gefin út af -
Castle Records.
Black Sabbath sáu um ‘hljóðblöndun’.
Þessi plata er & var nr.5 hjá Black Sabbath.
Hljómsveitina skipar þá - - ( Bill Ward - Trommur, slagverk & bakraddar-söng ) ( Ozzy Osbourne - söngur, munnharpa & synthar ) -
( Geezer Butler - bassi & synthar ) ( Tony Iommi - gítar, orgel, flauta & píanó )
1. Sabbath Bloody Sabbath (5:42) - Þetta lag er frábært. gítarriffið í laginu er gott, eins og öll riff hjá Tony Iommi.
Hljóðfæraleikurinn er almennt góður.
Ozzy er meistari í söng og textagerð. Gítarsólóið í laginu er stórfínt. Þegar liðið er á lagið kemur þyngri kafli og þar er textinn frábær, og grípandi. Frábært lag.
2. A National Acrobat (6:16) - Þetta er mjög flott lag. Mjög grípandi. Flott gítarriff, góður söngur og, bassa - og trommu spil er frábært. Riffin í laginu eru góð!
Þegar liðið er á lagið kemur svo stórkostlegt gítarsóló/riff og svo strax á eftir því er annað sóló og riff, og bassaleikurinn hjá ‘Geezer’ er snilld.
3. Fluff (4:10) - Þetta er rólegt lag. Þetta lag minnir mig svolítið á sumt sem Pink Floyd hefur gert. Kannski eru þið ekkert sammála því en!?! Þetta er gott lag.
4.Sabbra Cadabra (5:55) - Lagið byrjar á snilldar riffi. Í byrjuninni er effectinn á gítarnum eins og spilað sé í fjarlægð (sem er flott). Þetta er stórgott lag.
Fólk gæti þekkt þetta lag í flutningi Metallica af Garage INC. þar sem þeir coveruðu Sabbra Cadabra.
5. Killing Yourself to Live (5:40) - Þetta lag ber góðan texta. Góður hljófðæra leikur er í laginu og varla þarf að taka það fram að það er gott riff í -laginu. Í pörtunum þegar Tony notar þessa miklu gítar-effecta = það er mjög flottur og grípandi partur. Gítarsólóin eru mjög skemmtilegt.
6. Who Are You? (4:10) - Lagið byrjar á syntha stefi og kemur þetta stef nokkrum sinnum fram í laginu, og eru þessi syntha hljóð í stórum hlutverkum í laginu. Í miðjum kafla lagsins er svo mjög flott syntha og píanóspil.
7. Looking for Today (4:59) - Snilldar gítarspil, snilldar söngur, góður hljóðfæraleikur. Flautuleikurinn í laginu er flottur og passar vel inní þá parta sem hann er í laginu. Riffið er mjög flott.
Lagið er fjölbreytt og skemmtilegt til áheyrnar.
8. Spiral Architect (5:29) - Lokalag plötunnar byrjar á mjög flottum ‘kassagítarleik en svo færist þetta yfir og verður þyngra og kröftugra ’eins og vera ber.'
Upphafsriffið er meiriháttar. Þetta er frábært lag til að enda meiriháttar plötu á. Söngurinn er stórkostlegur og fer hann Ozzy á kostum í þessu lagi. Bassaleikurinn er góður,
og líka sömuleiðis gítar og trommur. Fiðluleikurinn í laginu er ágætur . Og platan endar að ‘sjálfsögðu’ á lófaklappi, og bassalínu og er þessi loka bassalína ekki löng en flott þó.
Ég mæli sko sannarlega með þessari plötu. Hún er meiriháttar!
TAKK FYRIR MIG !“#$%&/(i)'*;/&%$#”