Jæja þá er þessi gullaldartrivia búin og var bara nokkuð góð þáttaka en alls tóku 13 notendur þátt.

Allaveganna hér koma spurningarnar og svörin við þeim.


1. Hvaða ár var breska rokkhljómsveitin Uriah Heep stofnuð? (2 stig)
Hljómsveitin var stofnuð árið 1969 en eftir að hafa fengið spurningu um það hvort verið væri að tala um hvenær hljómsveitin sem Uriah Heep hefði verið stofnuð eða hvort spurt væri um það hvenær hún hefði verið stofnuð sem hljómsveit en ekki Uriah Heep ákvað ég að gefa rétt fyrir bæði svör og því hlaust rétt svar fyrir að segja 1969 eða 1970.


2. Nefndu fyrstu 6 plöturnar með Bresku rokkhljómsveitinni Queen (nefnið þær í tímaröð þ.e.a.s. fyrsta platan fyrst og svo framvegis) (4 stig)
Queen, Queen II, Sheer Heart Attack, A Night At The Opera, A Day At The Races og News Of The World.
4 stig fengust fyrir að segja allt rétt með tímaröð, 3 fyrir að segja allar plöturnar án réttrar tímaraðar og 1 stig fékkst fyrir að nefna 2 plötur og því 2 stig fyrir 4 plötur.



3. Nefndu 6 tónlistarmenn sem hafa verið í bresku blús/rokk hljómsveitinni The Yardbirds (3 stig)
Hérna er hægt að nefna marga tónlistarmenn en þeir sem hafa verið í hljómsveitinni eru Keith Relf, Chris Dreja, Jim McCarty, Paul Smith, Anthony Topman, Eric Clapton, Jeff Beck og Jimmy Page.
Fyrir 2 tónlistarmenn fékkst 1 stig og svo framvegis.



4. Eric Clapton átti son, hvaða ár fæddist hann, hvað hét móðir barnsins, hvað hét sonur hans og hvaða ár dó sonur hans (4 stig)
Hann fæddist árið 1986, móðirin hét Lori Del Santo, Sonurinn hét Conor og dó árið 1991.
Fyrir að hafa einn hluta í spurningunni réttan fékkst 1 stig.



5. Breska rokkhljómsveitin Deep Purple hefur haft marga meðlimi sem hafa komið og farið (og stundum komið aftur), en þó er einn meðlimur sem hefur alltaf verið í hljómsveitinni. Hvað heitir þessi meðlimur og á hvaða hljóðfæri spilar hann á? (3 stig)
Hann heitir Ian Paice og spilar á trommur.
1 stig fékkst fyrir að hafa einn hluta spurningarinnar réttan og 3 stig fyrir að hafa allt rétt.



6. Nefndu 5 plötur með Bítlunum (2 stig)
Hér er hægt að nefna margar plötur en þær plötur eru Please Please Me, With The Beatles, A Hard Day´s Night, Beatles For Sale, Help!, Rubber Soul, Revolver, Sgt Pepper´s Lonely Hearts Club Band, Magical Mystery Tour, The Beatles, Yellow Submarine, Abbey Road og Let It Be.
1 stig fékkst fyrir að hafa 3-5 plötur réttar.



7. Árið 1969 gaf hljómsveitin Creedence Clearwater Revival út 3 plötur, hvað heita þessar plötur? (3 stig)
Þær Heita Bayou Country, Willy And The Poor Boys og Green River.
1 stig fékkst fyrir að nefna 1 plötu og svo framvegis.



8. Úr rústum hvaða hljómsveitar var hljómsveitin Led Zeppelin stofnuð? (1 stig)
The Yardbirds.


9. Nefndu 3 dúó bönd frá gullöldinni (dúó band er 2 manna band) (3 stig)
Hérna er hægt að nefna mörg dúó eins og til dæmis Simon & Garfunkel, The Carpenters, Tina Turner og Ike, Sonny & Cher og mörg önnur dúó.
1 stig fékkst fyrir að nefna eitt dúó band og svo framvegis.



10. Hvað hét fyrsti diskur bresku hljómsveitarinnar The Who? (2 stig)
Hann Hét My Generation.


Og þá er komið að úrslitunum!!

Sá sem náði 1 sætinu er…

…MajorPayne!!

Hjartanlega til hamingju með það Mayor Payne!

Hér kemur svo listinn.

MajorPayne………. 22 1/2 stig
TheGreatOne…….. 21 stig
Steinareythore…… 20 stig
oRiley……………….. 18 og 1/2 stig
Ingvit………………… 17 stig
yoko90……………… 15 stig
DabbiHan………….. 14 1/2 stig
KERSLAKE……….. 12 stig
SaulHudson………. 12 stig
Peez………………… 10 og 1/2 stig
kjebmx……………… 9 stig
Bijou…………………. 8 og 1/2 stig
HerraAdam……….. 8 stig



Ég vill þakka öllum kærlega fyrir þáttökuna!


MajorPayne þér stendur því til boða að gera næstu Triviu.

Ástarkv. Huy