David Jon Gilmour –stutt æviágrip
Flestir áhugamenn um Floyd vita það sem hér stendur og ég stikla á stóru fer ekkert í nein smáatriði. Þessi grein er eingöngu til gamans.

Dave fæddist árið 1946 (6.mars) í Cambridge. Hann kynnist Roger (Syd) Barrett sem krakki í Cambridge og svo seinna í Cambridgeshire College of Arts and Technology.

Árið 1965 eyddu þeir sumri saman í Suður-Frakklandi á flakki og útileigum. Svo um haustið gengur Syd til liðs við Roger Waters, Nick Mason og Rick Wright til að sinna Pink Floyd. Dave heldur áfram að spila með þáverandi bandi sínu Jokers Wild ( sem síðar varð Bullitt og enn síðar Flowers) og túrari þá um Evrópu.

1967 er Dave svo fengin til liðs við Pink Floyd sem afleysingar aðalsöngvari og gítarspilari í stað Syd´s sem þá þjáðist af geðsjúkdómi. Eftir fáeina tónleika var Dave orðin aðalsöngvari hljómsveitarinnar þar sem Syd gat ekki haldið áfram vegna veikinda.

1970 fagnar Pink Floyd gríðarlegum vinsældum og stór hluti þeirrar velgengni má þakka Dave fyrir afbragðs spilamennsku, sérvisku sína varðandi lagasmíðar og brennandi áhuga á tónlist.

1978 gerir Dave sína fyrstu sóló plötu sem heitir David Gilmour. Hann var þá búin að semja lag sem hann síðar hætti við að setja á plötuna og varð það lag eitt af gullmolum Pink Floyd, Comfortably numb. Önnur sólóplata hans kom út árið 1984 og heitir About Face.

Einnig skemmtilegt að segja frá því að uppúr 1980 kaupir Dave húsbát og breytti honum í upptökustúdió og hafa mörg af lögum Floyd verið tekin upp þar um borð.

1980 byrjaði að sjóða uppúr milli Dave´s og Waters og ´85 fer Waters úr hljómsveitinni. Ein af útskýringum Dave´s af þeim skilnaði er að Waters hafi laggt til of þunga og flókna texta. Dave vildi fá meira jafnvægi á milli texta og tónlistar, jafnvel minni texta en tónlist.

Síðan gefur Pink Floyd út plötuna A momentary lapse of reason undir forustu Dave´s og 1994 kemur Division bell, en báðar plöturnar fóru í fyrsta sæti bæði á Bretlandi og í Bandaríkjunum.

1995 kemur Pulse sem live plata og video, sem fékk einnig einróma lof gagnrýnanda.
1996 er hljómsveitin sett á US Rock & Roll Hall of Fame en það var ekki fyrr en 2005 að bretarnir tóku við sér og veittu hljómsveitinni sama heiður þar í landi.

2003 hlotnaðist Dave sá heiður að fá The Commander's Badge of the Order of the British Empire fyrir störf sín í tónlist og það sem kallað er Philanthropy en Dave var þá einnig heiðraður fyrir framlög sín til góðgerðamála.

2005 komu Pink Floyd eftirminnilega fram saman (með Waters) á Live 8 og eftir þá framkomu ókst sala á Ecoes-the best of Pink Floyd um 1,343% en Dave ákvað að setja sinn hlut af þeim ágóða til góðgerðamála.
2006 gefur Dave út sóló plötuna On an Island en ég vinn að gerð umfjöllunar um hana sem ég hugsanlega sendi svo hér inn.

Fáir vita kannski að Dave er reyndur og mjög góður flugmaður og á ágætis safn af flugvélum aðallega litlum rellum en einnig margar sögulegar flugvélar. Sem varð líka til þess að hann stofnaði fyrirtækið Intrepid Aviation sem sér um vélarnar hans viðhald og annað. Hann hagnaðist vel á þessu fyrirtæki en hefur nú selt það.

Síðan hafa verið miklar vangaveltur um hvort Pink Floyd muni koma saman aftur og mun einungis tíminn leiða það í ljós.
And if your head explodes with dark forbodings too