Í þessari grein ætla ég að fjalla um ævi gítarleikarans Jimmy Page í stórum dráttum. Það vantar eflaust markt um ævi hans í þessa grein.



Jimmy Page

Fyrir þá sem ekki vita er Jimmy Page gítarleikari goðsagnarkenndu hljómsveitarinnar Led Zeppelin. Einnig hefur hann verið talinn með bestu og árhrifamestu gítarleikurum rokksögunar.

James Patrick Page (Jimmy Page) fæddist 9. janúar 1944 í Heston, London, Englandi. Þegar hann var 12 ára gaf pabbi hans honum spænskan gítar. Jimmy tók nokkra gítartíma en kenndi sér af mestuleiti sjálfur. Árhrifavaldar hans þegar hann var yngri voru B.B. King og Scotty Moore. Þegar Jimmy var en þá í skóla jamaði hann oft með ekki ómerkilegri gítarleikurum en Eric Clapton sem var þá í The Yardbirds. Jimmy hætti í skóla 16 ára og gerðist svokallaður ,,session player’’ það er hann var ekki í neinni hljómsveit heldur spilaði með öðrum tónlistamönnum á plötur. En árið 1965 Jimmy var boðið að fá stöðu Eric´s Clapton í The Yardbirds sem aðal gítar. En hann vildi ekki hætta sem session player svo hann stakk upp á vini sínum Jeff Beck. Nokkrum vikum seinna var Jimmy var boðið aftur staða í Yardbirds sem bassaleikari. Hann tók við þeirri stöðu en skipti stuttu seinna yfir í tvíbura aðalgítar með Jeff Beck. Árið 1968 Yardbirds hættu. En Jimmy Page vildi halda áfram. Hann talaði við vin sinn og bassaleikaran John Paul Jones og fór að sjá Robert Plant söngvara og bauð honum að vera með. En enn vantaði trommara. Robert Plant hóaði í vin sinn John Bonham til að tromma. Í byrjun hétu þeir The New Yardbirds og spiluðu á tónleikum sem Yardbirds voru búinn að lofa sér að spila á. En seinna breyttu þeir nafninu í Led Zeppelin. Nafnið er að hluta hugmynd frá Keith Moon (trommara The Who).

Led Zeppelin gáfu út fyrstu plötuna sína 12. janúar 1969. Á henni er að finna lög eins og Communication Breakdown, Good Times Bad Times, Dazed and Confuzed og Babe I´m gonna leave you. Þeir urðu fljótlega vinsælir í Bandaríkjunum. Næsta plata þeirra sem var með þeim einfalda titli Led Zeppelin II kom út seinna á árinu 1969. Hún komst í fyrsta sæti á listum í Englandi og Bandaríkjunum. Led Zeppelin spiluðu á Íslandi árið 1970. Seinna það ár þeir gáfu út plötuna Led Zeppelin III sem inniheldur lagið Immigrant Song sem margir (þar á meðal Robert Plant)að sé um Ísland. 8. nóvember 1971 Led Zeppelin IV var gefinn út hún hefur að innihalda lög ein og Stairway to Heaven og Black Dog. Á þeim tíma var Led Zeppelin ein stærsta hljómsveit í heimi og flest lögin voru saminn af Page og Plant. Þeir seldu þrisvar upp í Madison Square Garden í New York það ár. Einir af þessum voru teknir upp og notaðir í mynd sem heitir Song Renames the same Á næstu árum gáfu þeir út plöturnar Houses of the Holy og Physical Graffitti.

Árið 1980 dó tommarinn John Bonham eftir að hafa drukkið mikið og drukknaði í siini eigin ælu. Seinna það ár Led Zeppelin hættu. En Jimmy Page og Robert Plant byrjuðu sólóferil. Þeir hafa spilað eitthvað saman.