Syd Barrett
1. Inngangur

Góðan daginn þessi ritgerð hér mun vera um fyrrverandi söngvara Pink Floyd hr. Syd Barrrett. Ég fékk brennandi áhuga á þessari hljómsveit fyrir ári eða svo. Ég heyrði fyrst lagið Money, sem er reyndar ekki frá Syd Barrett dögunum, og mér fannst þetta lag vera mjög flott. Eftir það byrjaði ég að hlusta á eldri plötur með þeim félögum og fann þennann snilling sem þessi ritgerð fjallar um. Syd er brautryðjandi pshycadelic tónlistar og örugglega sá besti í þeim geira, Hann og Dr. John. Þessi ritgerð mun segja frá lífi hans frá æsku til dagsinns í dag

2. Geislandi æska

Syd Barrett fæddist þann 6. Janúar 1946 í bænum Cambridge á Englandi. Hann var mjög fallegt barn og ,, Skein eins og sólin”(,,Shone like the sun” Roger Waters 1975 í laginu Shine on you crazy diamond) og margir vinir og aðrir krakkar urðu oft öfundsjúk vegna þess hve bjartur hann var. Hann átti geislandi skólagöngu og foreldra sem studdu hann í gegnum allt. Hann málaði myndir, hann lék á gítar, hann lék í leikritum og gerða allt sem honum datt í hug.
Roger Waters og Nick Mason voru í sama framhaldsskóla og Syd og þar kynntust þeir og þannig myndaðist hljómsveit.

3. Pink Floyd

Roger og Nick voru bestu mátar eftir að Nick lánaði Roger bílinn sinn 1930 árgerðin af Austin “Chummy” sem fór ekki hraðar en 30 km/klst. Þeir höfðu þegar stofnað hljómsveitirnar “The Hotrods” og “The Sigma 6”. Syd gekk í nýja bandið þeirra “The Tea Sets” og ætluðu þeir bara að leika sér að spila á kaffihúsinu The Poly sem var kaffihús og skemmtistaður ungs fólks í þeirra skóla. Þessir félagar fundu sér Sax og hljómborðsleikarann Rick Wright sem hafði frá blautu barnsbeini verið í bestu tónlistaskólum í Cambridge. Æfingarhúsnæði þeirra var aðallega heima hjá Syd. Hér kemur annað dæmi um hversu mikinn stuðning foreldrar Syd veittu honum því hljómsveitin fékk að æfa sig í stofunni. Tónlistin sem þeir spiluðu voru þessi skemmtilegu Ryþma og Blús lög sem voru inn á þessum tíma.
Hljómsveitinn náði að spila nokkur böll út en fengu saming um lengri tíma einu sinni. Þá komu upp vandræði og var þessum vandræðum reddað á mjög óvenjulegan hátt. Þeir spiluðu sömu lögin aftur en með smá viðbót. Þegar kom að Syd að taka sitt gítarsóló labbaði hann hreinlega uppað magnaranum þar til það byrjaði að ískra svolítið svo bætti hann bassa við ískrið og tók svokallað ískursóló. Þetta var upphafið af þessari pshycadelic stefnu.
Nú þegar hljómsveitin var kominn með þessa stefnu æfðu þeir sig mjög mikið og reyndu að fullkomna þessa stefnu. Þeir fengu æfingahúsnæði hjá manni að Nafni Mike Leonard. Mike lét þá ekki borga leigu. Félagarnir buðu honum þó alltaf í hádegisverð á hverjum föstudegi. Hljómsveitin var nú farinn að líta á sig sem alvöru hljómsveit og byrjuðu að semja sín eigin lög og hættu að spila á böllum bara tónleikum og kaffihúsum. Syd og Roger sömdu lagið Arnold Layne sem fallaði um mann sem stal þvotti af snúrum. Þetta lag var byggt á sannsögulegum atburðum sem félagarnir höfðu lesið um í dagblaði. Þeir sömdu einnig lagið Interstellar Overdrive sem var ekkert sungið í og lagið var um 10 mínútna langt og á tónleikum fór það alveg uppí 20 mínútur. Þessi lög voru að mestu samin af Syd undir áhrifum LSD og heyrist það greinilega á þessum lögum, maður veit aldrei hvað kemur næst því það er ekkert staðlað form á þeim, eins gott að Roger lagði þau annars myndi maður ekki botna neitt í þeim.
Hljómsveitin horfði alltaf í áttina að London því þar gerðist allt. Þeir litu á London sem nafla Englands. Roger og Nick ákváðu að hætta í skóla og flytja til London og fengu auðvitað Syd og Rick með sér. Þegar þeir komu til London fengu þeir sér umboðsmenn þá Peter Jenner og Andrew King. Þessir umboðsmenn voru mjög virkir og bókuðu ,,túra” um alla London 2 tónleikar á kvöldi. Það var eitt kvöldið sem þeir áttu að spila með annari hljómsveit sem hét The Teasets alveg eins og þeir þá komust þeir í vandræði um nafn. Syd kom með hugmyndina af The Pink Floyd Sound sem hinir þrem fannst alveg hræðilegt en samþykktu bara þetta kvöld. Þetta nafn átti uppruna sinn frá 2 blúsurum þeim Pink Anderson og Floyd Council. Nafnið festist þó við þá alveg til dagsinns í dag.
Loksins fengu þeir stúdíótíma og tóku upp lagið Arnold Layne og gerðu það að aðalauglýsingu sinni í London. Lagið var síðan bannað vegna þess hversu klámfenginn texti fylgdi laginu.
UFO klúbburinn var opnaður og á oppnunartónleikunum voru Pink Floyd aðalatriðið og eftir opnun spiluðu þeir þar hverja helgi og voru þekktir fyrir sitt geisimagnaða ,,ljósashow”. Þegar hljómsveitin fékk stóra tækifærið að spila í tónleikaveisluni Games for May klúðraði Syd því fyrir þeim hann mætti ekki á tónleikana sem voru á föstudegi og fannst ekkert fyrr en á mánudeginum eftir það. Þá fékk Roger símtal frá sjúkrahúsi í London sem sagði að Syd hefði tekið of stóran skammt af LSD og væri með raskaða geðheilsu. Meðan á þessu öllu gekk voru allir í hljómsveitinni mjög uppteknir við upptökur á fyrstu breiðskífu þeirra og þegar Syd komst útaf spítalanum héldu þeir áfram upptökum eins og ekkert hefði í skorist.og þann 5. ágúst 1967 kom út platan The Piper At The Gates Of Dawn. Stuttu eftir útgáfu plötunar fóru þeir á sinn fyrsta Bandaríkja ,,túr’’ en sá túr gekk ekki vel vegna geðheilsu Syd’s og var hætt við túrinn þegar hann var hálfnaður.
Þegar geðheilsan var ekki nógu góð og erfitt að komast í gegnum tónleika var fenginn nýr gítarleikari sem var vinur Syds. Hann hét David Gilmour. Syd fannst þetta vera móðgun og gerði allt hvað hann gat til að eyðileggja tónleika og koma David út og síðustu tónleikar Syds eru eftirminnilegir þar sem hann afstillir alla strengina á gítarnum sínum og spilar algjört rugl. En þess ber að geta að áhorfendunum fannst þetta frábærir tónleikar.

4. Eftir Pink Floyd

Syd var rekinn úr Pink Floyd þann 6. apríl 1968. Eftir það leigði hann sér Íbúð rétt hjá Earls Court í London þar sem hann málaði gólfið í íbúðinni sinni gult og svart bókstaflega málaði allt í kringum sig og þurfti að bíða þar til það þornaði til að geta hreyft sig eitthvað. Hann gaf út 2 sóló plötur The Madcap laughs og Barrett. Þessar plötur seldust illa. Eftir plöturnar flutti hann aftur til Cambridge þar sem hann býr en þann dag í dag hjá systur sinni og mann ekki eftir því að hafa verið í Pink Floyd.

5. Wish you were here og The Wall

Roger Waters varð aðal textahöfundur Pink Floyd eftir daga Syd Barrett. Hljómsveitin hafði slegið í gegn með plötunni The Dark Side Of The Moon og eftir hana fékk Roger þá hugmynd að semja heila plötu um Syd Barrett. Hann samdi 4 lög sem fjölluðu um Syd og hans ævi og speki. Shine on you crazy diamond stendur uppúr á þessari plötu og allt lagið er í heilar 25 mínútur og er mjög svo fallegt. Annað lag sem stendur uppú er Wish you were here sem er titil lag plötunnar. Þessi plata fjallar um hvað meðlimir Pink Floyd sakna Syd Barrett.
The Wall var verk sem var einungis samið af Roger Waters og fjallar um man að nafni Pnik Floyd. Þessi maður sturlast og byggir þennan vegg í kringum sig til að verja tilfinningar sínar. Þessi persóna er aðallega byggð á Syd Barrett og því ferli sem hann fór í gegnum. Kvikmyndin er líka mjög vel ferð og á skilið hrós þar sem enginn annar en Bob Geldof fer með aðalhlutverk.

6. Niðurlag

Syd lifir mjög líklega leiðinlegu lífi því hann er en þann dag í dag fastur í LSD vímu og mun líklegast aldrei losna við hana fyrr en hann deyr. Leiðinlegt hversu mikil áhrif dóp hefur í samfélagið og einstaklinga leiðinlegt hvernig fer fyrir fólki. Syd er ekki sá eini sem glímir við þetta vandamál það eru líklega mörg þúsund manns sem glíma við svipaðan vanda. Það er líka leiðinlegt að heyra að sumt fólk er ánægt með að Syd varð geðveikur því ef hann hefði ekki orðið geðveikur hefðu Pink Floyd aldrei gefið út The dark side of the moon eða The Wall. Þó að þetta séu góðar plötur er dónalegt að segja svona.
Það hlýtur að vera erfitt að vera systir Syds því nánast á hverjum degi dingla ókunnugt fólk dyrabjölluni og spyrja um Syd en hún vill ekki hleypa svona fólki inn það myndi ekki hjálpa Syd neitt og því er þetta örugglega erfitt.

Takk Fyrir




7. Heimildaskrá

• Íslenska alfræði orðabókin. P – Ö. 1990. Örn og Örlygur. Reykjavík

• Mason, Nick. 2005. Inside out. phoenix, London

• the Pink Floyd & Syd Barrett story, DVD, 2003, BBC, London

• Wikipedia, 2006, 18. mars, vefslóð: http://en.wikipedia.org/wiki/Syd_Barrett

• Wikipedia 2006, 18. mars, vefslóð: http://en.wikipedia.org/wiki/Pink_Floyd

• Mynd á forsíðu, Amazon 2006, 19. mars, Vefslóð : ↓ ↓ ↓
http://www.tictap.com/s/B00067W1K4
Eat your shoes, Don't forget the strings And sox