Queen II
Platan Queen II var gefin út árið 1974 í framhaldi af plötunni Queen. Það sem einkennir plötuna er að hún er tekin upp þannig að það er aldrei stoppað á milli laga og þau renna öll nokkurn veginn saman. Inná plötunni er að finna mörg góð lög þar á meðal lögin Father to Son, White Queen (as it began), Ogre Battle og platínu lagið Seven Seas of Rhye sem er þekktasta lagið á plötunni. Á frontinu á plötunni stilla þeir sér upp í sömu röð og skjaldarmerkið þeirra er í (þ.e.a.s. May eða krabbinn efst Roger og Deacon eða ljónin eru sitthvorum megin við Q og Freddie sem meyjunar tvær neðst).
1. Procession : Lagið Procession byrjar plötuna en á því lagi er enginn söngur og lagið er nokkurn veginn bara intro fyrir plötuna en þrátt fyrir það er þetta ekki tilgangslaust lag heldur rennur það seinna vel saman við næsta lag plötunnar. Lagið er samið af May.
Einkunn á skalanum 1-10 : 7,25
2. Father to Son : Procession endar á undarlegu píanóstefi og Father to Son byrjar þannig. Þetta lag er frábærlega sungið af Freddie og svo eru líka mjög flott gítarriff í þessu lagi og seinna í því heyrist langt og frábært gítarsóló hjá May sem endar svo í rólegum og fallegum söngi hjá Freddie. Á þessu lagi eru margir kaflar bæði rólegir og hraðir, takturinn í laginu er flottur og einnig eru trommubreak í þessu lagi kemur það mjög vel út. Það má segja að það séu tvö viðlög í þessu lagi og það ásamt mörgu öðru gerir lagið mjög flott. Þetta lag er samið af May og maður heyrir greinilega að hann er undir áhrifum The Who þegar hann semur það. Eitt besta lag plötunnar.
Einkunn á skalanum 1-10 : 8,88
3. White Queen (as it began) : Lagið Byrjar mjög rólega á fallegum söngi Mercury svo stigmagnast það rólega með góðu gítarspili May. Svo alltíeinu kemur þetta kraftmikla rafmagngítarspil hjá May og Freddie syngur með krafmikilli röddu “ Needing unheard Pleading one word”. Þetta lag er samið af Brian May og er yfirhöfuð mjög fallegt og rólegt lag það er líka dáltið þunglynt og eitt dekksta lag á plötunni. Eitt af okkar uppáhaldslögum á plötunni.
Einkunn á skalanum 1-10 : 8,75
4. Some Day One Day : Some Day One Day er samið og sungið af Brian May og er það bæði mjög vel gert hjá honum. Lagið byrjar á mjög fallegu, rólegu og þægilegu gítarspili og svo eftir smá stund heyrist yfirveguð rödd Brian May syngja lagið. Við höldum að þetta lag sé um þann draum hljómsveitarinnar að þeir verði einhvern tímann mjög frægir ( sem seinna rættist svo). Þetta lag er fallegt og gott í alla staði en hvað sem við reyndum þá gátum við ekki fundið neitt að því.
Einkunn á skalanum 1-10 : 8,5
5. The Loser In The End : Þetta lag er eftir Roger Taylor og það byrjar á mjög undarlegum trommutakti og svo eftir smá stund heyrist rödd Roger Taylors en hann syngur þetta lag og gerir það bara ágætlega. Brian gerir voða lítið annað í þessu lagi en að spila á gítarinn sinn í takt við trommuleikinn hjá Roger en inn á milli koma samt góðar rispur hjá honum. Lagið er um mömmu sem á við vandamál að stríða vegna þess að hún er ekki búinn að jafna sig á því að sonur hennar sé nýfarinn af heiman. Þetta lag er að okkar mati lélegasta lagið á plötunni og þeð er eitt af fáum lögum á plötunni sem rennur ekki vel saman við lagið á undan eða það næsta á eftir.
Einkunn á skalanum 1-10 : 6,5
6. Ogre Battle : Lagið byrjar á því að jafna sig eftir hryllinginn The Loser In The End með hálfrar mínutu þögn. Og eftir hana heyrast undarleg hljóð og magnaður gítarleikur Brians May byrjar. Svo kemur kraftmikil rödd Freddie Mercurys inn í lagið og byrjar lagið. Þetta lag er að okkar mati rokkaðasta lagið á plötunni og fyrsta lagið af fimm á henni sem Freddie semur. Það er einn veikleiki á laginu en hann er sá að miðkaflinn er dáltið hrár og klisjukenndur annars er þetta frábært lag.
Einkunn á skalanum 1-10 : 8,75
7. The Fairy Feller Master Stroke : Þetta snilldar lag var samið af Freddie Mercury en hugmyndin kom frá málverki sem þeir sáu sem var eftir óþekktan málara að nafni Richard Dadd. Lagið byrjar skrýtnum sembal tónum og kemur það mjög vel út. Þetta er góður texti og þetta er mjög vel sungið af Freddie ásamt Roger Taylor og Brian May. Trommutakturinn er hinsvegar tiltölulega einfaldur en góður og grípandi þrátt fyrir það að hann sé einfaldur. Þetta er einstakt Queen lag og líka mjög flott. Þetta er samt þrátt fyrir að vera gott lag ekki besta lækningin við höfðuverki.
Einkunn á skalanum 1-10 : 8,999
8. Nevermore : Nevermore er að okkar mati eitt af 2 fallegastu lögunum á disknum og það er eftir meistara Mercury eins og flest lögin á þessum disk. Þetta lag er eitt af þeim rólegri á disknum og það næststyðsta. Lagið er um dal kallaður Nevermore sem er frægur fyrir að vera mikið notaður í orustum og lagið er um það að hermenninir vita að því að þeir eru að ganga í opinn dauðann. Nevermore byrjar á fallegu píanóspili og bassa og eftir stutta stund heyrist svo tær rödd Freddie Mercury óma í græjunum. Þetta lag er frábærlega sungið af honum og þetta lag er öðruvísi en hin lögin á plötunni fyrir það leiti að það er engar trommur og enginn gítar notaður í laginu. Nevermore endar svo á fallegum bakröddum Rogers og Brians. Sem sagt frábært lag og ekkert útá það að segja fyrir utan það að lagið er í styttri kantinum.
Einkunn á skalanum 1-10 : 9,1
9. The March of the Black Queen : Lagið er eftir Freddie Mercury en hann semur 5 síðustu lögin á þessum disk fyrir utan aukalagið See What a Foll I´ve Been en það er ekki þekkt og og það er ekki á Queen II geisladisknum þrátt fyrir að vera á Vínyl plötunni. Í The March of the Black Queen er textinn er góður en þrátt fyrir það dáltið skrýtinn. Lagið byrjar á píanóspili og skrýtnum gítarhljómi og svo heyrist endurtekin rödd Mercury. Þetta er ekki besta söng frammistaða Mercury á plötunni en gítarinn og trommunar í þessu lagi eru rosaleg og þá sérstaklega gítarinn hjá May sem er frábær. En það er ekki nóg lagið er 6 og hálf mínúta og dáltið langdregið og maður fær fljótt leið á því þótt að þetta sé eitt af frumlegri lögum Queen. Sem sagt allt í lagi lag en samt eitt af slakari lögum plötunnar, þetta er lag er því miður alls ekki gallalaust og meira að segja dáltið pirrandi.
Einkunn á skalanum 1-10 : 7,25
10. Funny How Love is : Lagið er eftir Mercury og eins og þið ættuð að sjá er það um ástina og te.lagið er með snilldar texta og þá sérstaklega textabrotið “Funny how love is when you got to hurry home ´cos you´re late for tea “. Freddie Mercury syngur þetta frábærlega en lagið er tekið upp á 2 rásum þannig að manni heyrist það vera margir að syngja saman. Píanóstefið er algjör snilld í þessu lagi og það er enginn gítar í þessu lagi og hrista er hrist stanslaust í öllu laginu. Frábært lag en dáltið stutt, annars er þetta lag með flottur texta og það er gaman að hlusta á það. Þetta lag er eitt af betri lögunum á plötunni en það er eins með þetta og The Fairy Feller Master Stroke þetta lag getur farið dáltið í pirrunar á manni.
Einkunn á skalanum 1-10 : 8,1
11. Seven Seas of Rhye : Seven Seas of Rhye er eftir Freddie Mercury og er það fyrsta lagið með Queen sem komst í platínu og er þetta lag líka á Queen disknum og Greatest Hits en á Queen disknum er það án söngs en hérna er það hinsvegar með söng. Lagið byrjar á heillandi og hröðu píanóstefi og svo kemur gítarleikurinn hjá May inní lagið og hraður söngur hjá Mercury og góður samtaka söngur í bakröddunum hjá Taylor og May. Trommutakturinn er taktfastur og góður hjá Taylor. Eini gallinn við þetta frábæra lag er að þetta er eitt af fáum lögunum á þessari plötu sem passar illa við lagið á undan og það er pínu hrátt.
Einkunn á skalanum 1-10 : 9,25
Í heildina litið er þetta frábær plata hún á sínar góðu hliðar t.d. lögin Father to Son, White Queen, Some Day One Day, Nevermore og Seven Seas of Rhye en hún á sér líka vondar hliðar og tek ég þar til dæmis lög eins og The Loser in the End og The March of the Black Queen en sem betur eru fleiri góðar hliðar á plötunni heldur en vondar. Það eru færri hrá lög á þessari plötu heldur en á plötunni Queen og þarna eru Queen farnir að móta sinn eigin stíl og sést það á lögum eins og Fairy Feller Master Stroke, Seven Seas of Rhye og Father to Son. Það versta við þessa plötu er hins vegar sú staðreynd að hún er rosalega dökk og að okkar mati dekksta Queen platan. Það besta fyrir utan frábær lög er samt örugglega það hve skemmtilega vel lögin renna saman þannig að í heildina séð er platan eins og eitt langt lag.
Meðaleinkunn plötunnar á skalanum 1-10 : 8,30
samið af Huy og KERSLAKE
Allar ábendingar og leiðréttingar eru vel þegnar og við biðjumst velvirðingar á stafsetningarvillum. kv.Kerslake og Huy.