Bohemian Rhapsody Bohemian Rhapsody

Staðreyndir

Bohemian Rhapsody var samið af snillingnum Freddie heitnum Mercury söngvara Queen .
Talið er að lagið hafi verið í vinnslu hjá söngvaranum í þrjá mánuði en upphaflega átti það að vera rúmar 7 mínútur en var svo seinna stytt í 5 mínútur og 58 sekúndur.
Auk þess þá er ótrúlegur óperu kafli sem tók hvorki meira en 3 vikur að taka upp og 10 til 12 stundir á dag fóru í þennan söng hvorki meira né minna.
Í óperukaflanum syngja Freddie, Roger og May og að mínu mati inniheldur þetta lag bestu söng frammistöðu Rogers Taylors á ferli hans með Queen en það er nú bara mitt álit.
Myndbandið við lagið hefur alltaf þótt mjög sérstakt og var það á sínum tíma eitt frumlegasta myndbandið sem gagnrýnendur höfðu séð ( en á þeim tíma voru myndböndin sjaldan eitthvað öðruvísi heldur en hljómsveitin að spila lagið á Tónleikum ).
Myndbandið varð til þegar Queen átti að koma fram í þættinum Top of the pops en þeir komust ekki þannig að í staðinn gerðu þeir myndband við lagið og óþekkt hljómsveit að nafni Sex Pistols var fengin í viðtal en þeir áttu eftir að hneyksla bresku þjóðina í þessu viðtali og seinna eftir að verða heimsfrægir.

Gagnrýni

Í þessu lagi er að mínu mati allt, það byrjar rólega á söng Rogers, Brians og Freddies en tekur seinna ótrúlegum stakkaskiptum þegar þetta margfræga píanóstef heyrist og undurfagur rödd Freddies heyrist segja “mama just killed a man put against his head pulled the trigger now he´s dead” en er þetta að mínu mati og örugglega einhverra annara eitt fallegasta textabrot sem ég hef heyrt.
Seinna eftir rúmlega 2 mínutna eyrna konfekt frá Freddie heyrir maður ótrúlegt gítarsóló Brians en þetta sóló er draumi líkast og hefur einnig verið valið af mörgum virtum blöðum eitt besta gítarsóló allra tíma.
En eftir gítarsólóið er komið að óperu Freddies en gerir hún þetta lag alveg einstætt og ótrúlegt útaf fyrir sig en þarna heyrist greinilega hve Freddie er alveg ótrúlega fjölhæfur tónlistamaður.
Á tónleikum hafa Queen oft þurft að sleppa þessum kafla (eins og heyrist á plötunni Live Magic ) eða láta spila það í sinni upprunalegu studio útgáfu . Svo eftir þetta lag kemur parturinn sem kórónar lagið og algjörlega að mínu mati fullkomnar það Þungi parturinn byrjar en Brian May sagði seinna í viðtali ( sem er á aukadisknum á DVD Greatest Video Hits ) að það héldu allir að hann hefði átt hugmyndina af þessum þunga hluta en samkvæmt honum þá hafði Freddie átt hugmyndina af því og mest öllu öðru í laginu.
Allaveganna þá er þessi kafli frábær og að mínu mati mjög flottur og rokkaður hluti. Lagið endar svo á lágum og rólegum söngi Freddies, deyjandi söngi Brians og Rogers syngja
“Anyway the wind blows”
og svo endar lagið á því að Roger Taylor slær í risa symbalinn sinn.

Metin

Bohemian Rhapsody er eina lagið sem hefur verið í fyrsta sæti á breska vinsældarlistanum á einhverjum 3 mismunandi árum en Bohemian Rhapsody gerði það þegar það sat á listanum í 14 vikur frá byrjun nóvember mánaðar árið 1974 til byrjun mars mánaðar árið 1975, seinna var svo gerð árið 1991 mynd að nafni Wayne´s World en þar var Bohemian Rhapsody spilað og fyrir vikið komst lagið í þriðja sinn í fyrsta sæti breska vinsældarlistans.
Bohemian Rhapsody gerði svo annað breskt met en lagið sat í níu vikur á toppi breska smáskífulistans.

Einkunn á skalanum 1-10 : 9.99999999999999999999999999999999999999999999 ( ekkert er fullkomið en þetta lag kemst ansi nálægt því ) !