Paul McCartney & Wings Seint árið 1971 ákváðu trommarinn Denny Seiwell og gítarleikarinn og söngvarinn Denny Laine að vera með Paul og Lindu McCartney í hljómsveit sem Paul var að stofna. Nafnið á hljómsveitinni kom þegar Paul McCartney var á spítala að biðja fyrir lífu konunnar sinnar, Lindu, og ófæddri dóttur þeirra, Stellu McCartney, sem var annað barn þeirra. Fæðing Stellu var “a bit of a drama” (eins og Paul orðaði það); það voru erfiðleikar í fæðingunni og bæði Linda og Stella dóu næstum því. Hann var að biðja fyrir Lindu þegar hann sá sífellt fyrir sér engil með vængi. Hann ákvað því að nefna hljómsveitina Wings .

Árið 1972 byrjaði Paul aftur að vinna fyrir alvöru og fór í tónleikaferðalag um Evrópu, ásamt hljómsveitinni, og spilaði engin Bítla-lög. Hann náði þó nokkrum árangri með lögunum Mary Had A Little Lamb og Hi Hi Hi, sem kom upp einhverjum vandræðum hjá BBC, vegna þess að eitthvað var sungið um eiturlyf í því lagi.

Snemma árið 1973 endurgerði Paul hljómsveitina aðeins með því að bæta gítarleikaranum Henry McCullough og endurskírði hljómsveitina Paul McCartney and Wings vegna útgáfunnar á plötunni Red Rose Speedway, sem innihélt fyrsta stórsmell Wings; ástarlagið My Love. Sama ár gerði Paul sitt fyrsta ameríska sjónvarpsefni; James Paul McCartney, sem var gagnrýnt harkalega af blaðamanninum Lillian Roxon. Wings gerði líka theme-ið í James Bond-myndinni Live and Let Die, sem leiddi leiðir Paul og George Martin aftur saman. Í gegnum árin hefur þetta lag sagt vera minnistæðasta Bond-lagið og það er alltaf mikilvægur hluti af tónleikum Paul.

Eftir útgáfuna á Speedway, hættu Denny Seiwell og Henry McCullough í Wings, og skildu Paul og Lindu og Denny Laine ein eftir í að ljúka við gerð næstu plötu þeirra í EMI-útgáfufyrirtækinu, plata sem reyndist vera breakthrough platan þeirra; Band on the Run.

Platan fór beint í fyrsta sæti og innihélt sex stórsmelli, þar á meðal Jet, Helen Wheels og Bluebird. Útgáfa Band on the Run varð til þess að Paul losnaði við ég-á-erfitt-með-að-meika-það-án-Bítlanna stimpilinn sem Paul var með á sér. Platan fékk frábæra dóma og seldist mjög vel. Paul McCartney sannaði að hann gat meikað það án John Lennon og hinna Bítlanna.

Eftir þetta gengust Jimmy McCulloch og Geoff Britton til liðs við hljómsveitina, sem var aftur skírð upprunalega nafninu Wings. Fyrsta upptakan hjá Wings með nýju meðlimunum fór fram í Nashville, Tennesse og út úr því kom platan Junior's Farm. Þá hélt hljómsveitin til New Orleans til að gera plötuna Venus and Mars(1975), sem leiddi til þess að hljómsveitin hélt aftur til Nashville til að gera plötuna Wings at the Speed of Sound(1976); og báðar plöturnar fengu sínar stöður í topp 10 listanum, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Á þessum tíma kom Joe English á trommurnar, í staðinn fyrir Geoff Britton. Einnig á þessu tímabili fór Wings í tónleikaferð um allan heim, sem var mjög árangursríkur og Paul hélt tónleika í fyrsta sinn í Ástralíu síðan 1964.

Árið 1976 hélt Paul til Bretlands og efndi til The Buddy Holly Week í London, vegna þess að þá hefði Buddy haldið uppá fertugs afmælið sitt, ef hann hefði lifað.

Eftir heimsferðina tók Paul sér frí, en þetta tímabil reiddi fram tvær bestu plöturnar sem paul hefur nokkurntímann gert. Árið 1977 gaf hann út lítt þekktu plötuna Thrillington, endurgerð útgáfa af því sem átti að verða Ram, sem innihélt live útgáfu á Maybe I'm Amazed. Næsta hljóðupptaka Wings fór fram í The Virgin Islands.

Paul gaf út plötuna London Town árið 1978. Á meðan gerð plötunnar stóð árið 1977 yfirgáfu bæði Joe English og Jimmy McCulloch Wings (Jimmy lést úr of stórum heróínskammti árið 1979). Platan var samt gefin út sem plata hljómsveitarinnar, en Paul, Linda og Denny voru aftur komin á þann stað að þurfa að bjarga sér. Platan náði miklum vinsældum og komst í annað sæti á heimslistanum.

Í nóvember árið 1979 hélt Wings upp í sína síðustu tónleikaferð í Bretlandi. Wings hélt áfram að gera demó, en í tónleikaferð um Japan á árunum 1980-1981 hætti hljómsveitin. Ég veit ekki hvað Japan hefur á móti Paul McCartney, þeim virðist alltaf takast að eyðileggja fyrir honum.


1972:

Vocals: Paul McCartney, Linda McCartney og Denny Laine.
Bassi: Paul McCartney.
Píanó/hljómborð: Paul og Linda McCartney.
Gítar: Denny Laine
Trommur: Denny Seiwell


1974-1975:

Vocals: Paul McCartney, Linda McCartney, Denny Laine og Jimmy McCulloch.
Bassi: Paul McCartney.
Píanó/hljómborð: Paul og Linda McCartney.
Gítar: Denny Laine og Jimmy McCulloch.
Trommur: Geoff Britton


1977-1978:

Vocals: Paul McCartney, Linda McCartney, Denny Laine, Jimmy McCulloch og Joe English.
Bassi: Paul McCartney.
Píanó/hljómborð: Paul McCartney, Linda McCartney og Allen Toussaint.
Gítar: Denny Laine, Jimmy McCulloch Dave Mason.
Horns: Tom Scott, Tony Dorsey, Howie Casey, Thaddeus Richard og Steve Howard.
Trommur, Percussion: Joe English, Geoff Britton, og Afro

1978-1980:

Vocals, Voice: Paul McCartney, Linda McCartney, Denny Laine, Laurence Juber, Harold Margary og Deirdre Margary.
Bassi: Paul McCartney, John Paul Jones, Ronnie Lane og Bruce Thomas.
Píanó/hljómborð: Paul McCartney, Linda McCartney, Gary Brooker, Tony Ashton og John Paul Jones.
Gítar: Denny Laine, Laurence Juber, David Gilmour, Hank Marvin og Pete Townshend.
Trommur, Percussion: Paul McCartney, Steve Holly, John Bonham, Kenney Jones, Speedy Acquaye, Ray Cooper og Morris Pert.
Horns, Brass: Tony Dorsey, Howie Casey, Thaddeus Richard, Steve Howard og Black Dyke Mills Brass Band.

Heimildir frá http://en.wikipedia.org/wiki/Wings_%28band%29