Sagan

Árið 1964 í Bretlandi stofnuðu þrír vinir, George Roger Waters, Richard Wright og Nick Mason hljómsveit sem þeir kölluðu Sigma 6. Á 2 árum skiptu þeir reglulega um hljóðfæraleikara og á endanum enduðu þeir með gítarleikara að nafni Syd Barret. Ekki stóð lengi áður en þeir breyttu nafninu í The Pink Floyd sound og svo að lokum í Pink Floyd sem stendur ennþá í dag

The Piper at the Gates of Dawn
Fyrsta plata sveitarinnar The Piper at the Gates of Dawn kom út þann 5. ágúst 1967 og fór hún fór fljótt á topp 10 listann í Bretlandi. Platan heitir eftir persónu í barnabókinni Þytur í laufi . Öll lögin á plötunni eru eftir Syd Barret og það mætti segja að lagasmíði hans hafi markað nýjan tíðaranda þar sem að lög eins og þessi höfðu aldrei heyrst áður. Lögin eru nokkurskonar sýru-popp með lengdum instrumental köflum sem þekktust varla áður.
Upptökuverið sem þeir leigðu fyrir upptökur á plötunni The Piper at the Gates of Dawn var reyndar í sama húsi og þar sem Bítlarnir voru að taka plötuna Sgt. Peppers.
Áður en breiðskífan The Piper Gates of Dawn kom út höfðu Pink Floyd gefið út smáskífu með lögunum Arnold Layne og Candy And A Currant Bun. Arnold Layne fjallar um nærbuxnaþjóf og var á sínum tíma bannað. Þetta lag var mjög ólíkt stíl Pink Floyd þar sem þeir voru þekktir fyrir langa djamm instrumental kafla.
Eftir að The Piper at the Gates of Dawn kom út fór LSD-fíkn Syds Barret að verða meiri og meiri vandamál og á endanum var hann rekinn úr hljómsveitinni. David Gilmour sem áður var í hljómsveitinni Jokers Wild var fenginn í staðin fyrir Barret. Gilmour var reyndar fyrrum gótarkennari Burrets.

A Saucerful of Secrets
Plötuna A Saucerful of Secrets gáfu þeir út í júní 1968. Platan sjálf var bylting þar sem hljómsveitin var að færa sig úr tiltölulega hnitmiðuðu lögum Barrets í fíngert og breitt efni með löngum instrumental köflum. Áhrif Barrets eru ennþá til staðar og mikið af efninu varðveitir mildan skáldsögu blæ. Á lögum eins Set the Controls for the Heart of the Sun og Let There Be More Light var hljómsveitin byrjuð að kortleggja myrkan og endurtekningarsaman púlsinn sem myndi einkenna áframkomandi plötur.
Seint á árinu 1968 voru þeir beðnir um að semja tónlist fyrir frönsku kvikmyndinna More sem kom út árið 1969. Einnig áttu þeir óútgefið rokk leikrit sem bar heitið The Man and The Journey . Bæði platan úr myndinni og myndin sjálf varð feykivinsæl bæði í Evrópu og Bretlandi en þeir hættu með rokk leikritið áður en þeir tóku það upp.

Ummagumma
Næsta plata frá þeim kom einnig út árið 1969 og bar hún nafnið Ummagumma. Þetta var tvöföld plata, fyrri platan sem var tónleikaplata samanstóð af eldri lögum þeirra í lengri og meira örvandi útgáfu. Seinni platan var stúdíó plata þar sem að langir og sýrðir djammkaflar réðu ríkum.

Atom Heart Mother
Platan Atom Heart Mother sem gefin var út í október 1970 má segja að sé aðeins einbeittari en fyrri platan, Ummagumma. Þetta er trúlega óskýrasta plata sem Pink Floyd hefur gefið út sem einnig gerði hana eina af áhugaverðustu plötum tímabilsins. Samt, þarf hún trúlega áunnin smekk þar sem hún hefur leik sinn með 23 mínútna löngu langdregnu sinfóníutónverki sem ætlar engan enda að taka. Síðan endar platan með 12 mínútna löngu tónverki. Hljómsveitin ferðaðist mikið með sinfóníu til þess að auglýsa plötuna.

Meddle
Snemma árið 1971, ákvað útgáfustjóri Pink Floyd að safna saman bæði útgefnu og óútgefnu efni úr fortíð Pink Floyd. Sú plata var kölluð Relics. Á meðan þeirri útgáfu stóð voru þeir í miðju verki að gera nýjustu plötu þeirra sem bar heitið Meddle.
Meddle kom úr í nóvember 1971 og var fyrsta platan þar sem David Gilmour fékk virkilega að njóta sín. Þeir létu sinfóníu-tónverkin vera, eftir að hafa verið fremur ósáttir við útkomu Atom Heart Mother og fóru sjálfir að leika sér með effekta. Á B hlið plötunnar var aðeins eitt 23 mínútna langt lag þar sem eru bæði tilraunakenndir kaflar og langir sólókaflar sem einkenndu fyrri tónlistarstefnur Pink Floyds.
Seinna árið 1972 voru þeir aftur beðnir um að gera tónlist fyrir kvikmynd eða nánar tiltekið frönsku myndinna La Valley eða The Valley Obscured By Clouds og þaðan kom nafnið að þeirri plötu, Obscured By Clouds. Þar sem tónlist Pink Floyds einkennist mikið af tilfinningalegri tónlist með sömu uppbyggingu og kvikmyndatónlist, að þá hentuðu þeir vel fyrir kvikmyndir.

Dark Side of the Moon
Á þeim tíma sem þeir voru að gera Obscured By Clouds höfðu þeir samið 45 mínútna tónverk af lögum sem þeir höfðu spilað. Þetta tónverk var kallað Eclipse. Því var aðallega beint að samfélaginu og hvernig það afselur, stjórnar og eyðileggur daglegt líf. Upprunalega nafnið fyrir tónverkið átti að vera Dark Side of The Moon en The British Blues Machine höfðu gefið út plötu með því nafni fyrr á árinu. Eftir að þeir fréttu að sú plata hefði fallið í sölu ákváðu þeir að breyta nafni tónverksins aftur í Dark Side of The Moon og gáfu síðan út tónverkið sem plötu árið 1973. Sú plata er næst mest selda plata sögunnar á eftir Thriller plötunni með Micheal Jackson. Þessi plata er einnig talin vera þeirra besta og það sem gefur þessari plötu sérstakan kraft er fíngerð tónlist sem þróast úr þunglamalegum, nýörvandi listarokki í jazz bræðing og blús-rokk áður en þeir snúa aftur í örvandi listarokkið.

Wish you Were Here
Til að fylgja eftir vinsældum Dark Side of The Moon gerðu þeir plötuna Wish You Were Here. Platan var að stórum hluta tileinkuð fyrrum gítarleikara þeirra Syd Barret. Upprunalega samanstóð platan af þremur lögum sem hljómsveitin hafði verið að spila síðastliðin tvö ár. Þau báru nöfnin Shine On, Raving and Drooling og Gotta be Crazy. Shine on varð að laginu Shine On You Crazy Diamond og hin tvo fóru á næstu plötu sveitarinnar, Animals. Wish you were here er ekki eins tilraunakennd og fyrri plötur, heldur eru lögin meira jarðbundin og róleg með fögrum melódíum.
Við tökur á bakröddum við Shine On You Crazy Diamond kom Syd Barret í heimsókn í stúdíóið til þeirra. Þetta var á sama degi og Gilmour kvæntist fyrstu konunni sinni. Barret var feitur og sköllóttur og enginn þekkti hann í fyrstu en loks áttaði Waters sig á að þetta var Syd Barret. Þeir spiluðu lag fyrir hann og seinna viðurkenndi Waters að hafa brostið í grát.

Animals
Eftir vinsældir Wish You Were Here tóku Pink Floyd sér eins og hálfs árs hlé til að taka upp nýja plötu. Þessi plata var byggð á tignarlegum og kommúnískum lífstílum sem voru við lýði í heiminum. Hver persónuleiki átti að endurspegla ákveðið dýr og þaðan kom nafnið á plötunni, Animals. Eftir hlýja og fjöruga plötuna Wish You Were Here kom þessi gleðisnauða og beiska plata frekar á óvart. Platan er öll frekar langdregin en er þó aldrei stefnulaus og hún vinnur hægt og illsvitandi að áfangastað sínum.

The Wall
Seint árið 1978, hittist hljómsveitin til þess að ræða um ný verkefni eftir að bæði David Gilmour og Roger Waters höfðu gefið frá sér sólóplötur. Roger kom með 2 hugmyndir. Þeir höfnuðu fyrri hugmyndinni en sú seinni reyndist vera sólóplata Rogers, The Wall. Platan varð til á einum seinustu tónleikum plötunnar Animals er hann hrækti á áhorfenda. Við það fékk Waters ógeð á sjálfum sér, fór aftur á hótelið og byrjaði að semja tónlist, um það hvernig hann hafði þarna byggt vegg milli sín og aðdáendanna. Roger hafði samið nóg af sjálfselskri tónlist til að fylla 3 diska en þeir þurftu að losa sig við einhver lög. Platan er að mörgum talin ásamt The dark side of the moon vera besta plata sveitarinnar. Platan er í raun rokk-ópera sem fjallar um niðurbrotna rokkstjörnu.
Eftir útgáfu The Wall byrjaði hljómsveitin að detta í sundur. Richard Wright hætti og mikil spenna byrjaði að myndast milli hljómsveitarmeðlima. Við útgáfu þeirra laga sem komust ekki á The Wall ákvað Roger Waters að breyta nafninu úr Spare Bricks í The Final Cut eins og það yrði trúlega ef David Gilmour og Nick Mason myndu hætta en þeir gerðu það ekki. Árið 1984 fóru hljómsveitarmeðlimir hver sína leið. Þegar Gilmour talaði við Mason um að sameina hljómsveitina varð mikið deilumál milli þeirra og Roger Waters sem endaði með því að Waters fékk réttinn á því að spila fyrri tónlist Pink Floyds ásamt því að fá eignarréttinn á plötunum The Wall og The Final Cut.

A Momentary Lapse of Reason / The Devision Bell
Seint árið 1986 gáfu David Gilmour og Nick Mason út plötuna A Momentary Lapse of Reason undir nafninu Pink Floyd. Platan sjálf inniheldur þunga “instrumental” tónlist og týpiskan gítar David Gilmours en hana vantar framsýni og skáldlega hæfileika Roger Waters.
Árið 1990 tóku þeir sér 3 ára hlé frá upptökum en komu strax inn árið 1993 með plötuna The Division Bell sem stóð af miklu meiri hópvinnu en fyrri platan A Momentary Lapse of Reason. Hljómborðsleikarinn Richard Wright gekk aftur til liðs við hljómsveitina fyrir þessa plötu og hjálpaði hann við að semja 5 af 11 lögum plötunnar.

Endalokin
Árið 1996 var hljómsveitin vígð inn í The Rock and Roll Hall Of Fame, þar sem Gilmoure, Wright og Mason komu og fluttu lagið Wish You Were Here ásamt Billy Corgan úr Smashing Pumpkins.Seint árið 2001 gerðu Pink Floyd ásamt Roger Waters og Syd Barret og einnig framleiðandanum Jams Guthrie nýja samantektarplötu sem ber heitið Echoes. Þó að Pink Floyd hafði aldrei gengið vel með samantektir eða svokallaðar “Greates Hits” plötur, var þessi plata endursett sem eitt samfellt lag svipað og The Dark Side of The Moon og gekk vel í topplistunum. Hljómsveitin sjálf kom seinast fram á Band Aid tónleikunum 2005 við miklar undirtektir aðdáenda.





Tónlistin og áhrif í tónlistarsögunni



Pink Floyd er ein af betri og frægustu hljómsveitum Gullaldarinnar. Síðan á mið sjötta árutugnum hafa þeir miskunnarlaust fiktað með rafeindatækni og notað ýmsar tæknibrellur til að koma fram popp útliti á þeirra ystu nöf. Á sama tíma hafa þeir glímt við skáldlegan kjarna og heildarhugmyndir á svo stórum skala að tónlist þeirra hefur næstum því talin vera með klassíska og óperulega eiginleika, í bæði hljóði og texta.
Þrátt fyrir stjörnuháan metnað var hljómsveitin dregin niður í barráttu um eignarrétt á nafni hljómsveitarinnar. Síðan þá hafa tónleikar hljómsveitarinnar einungis verið risastór athöfn fær um að fylla leikvelli og ná toppsætum með því einu að bjóða fram ótrúlegar endurgerðir af þeirra bestu formúlum. Það er því miður ekki hægt að neyta því að á fyrsta tímabili hljómsveitarinnar voru þeir ein af nýstárlegustu hljómsveitum sem uppi voru á þeim tíma, bæði á tónleikum og í upptökuveri.

Hljómsveitin byrjaði á því að gera tilraunir með því að teygja út lögin með klikkuðu “instrumental” brjálæði, sameinuðu feedback, rafrænu ískri, óvenjulegu og hrollvekjandi hljóði, bergmáli og ýmsum brögðum eins og renna kúlum upp og niður gítarstrengi.
Eftir að Syd Barret fór frá hljómsveitinni varð efnið miklu breiðara og fínna efni og á endanum voru þeir komnir út myrkan og endurtekningarsaman púls ásamt því að sameina mikið þunglamalegt, örvandi listarokk, djass bræðing og blús rokk.
Tónlist þeirra hefur alltaf samt einkennst af miklum tilfinningum og má segja að tónlistin hafi svipaða uppbyggingu og kvikmyndatónlist enda hafa þeir samið tónlist fyrir tvær kvikmyndir.

Pink Floyd á ennþá gífurlega stóran aðdáendahóp og margir aðdáendur fæddir eftir að Dark Side of the Moon kom út óafvitandi að Syd Barret hafi verið meðlimur í hljómsveitinni.

Sú hljómsveit sem hafði einnig mest áhrif á Pink Floyd má segja að sé Bítlarnir en þessar tvær hljómsveitir hittust þegar þær voru að taka upp plötu í sama húsi en hljómsveitir eins og Sun Ra, Bob Dylan og Cream. Þótt að Pink Floyd hafi ekki breytt tónlistarsögunni mikið eru þeir eitt af stærstu nöfnum tónlistarsögunnar og hafa haft áhrif á hljómsveitir eins og Radiohead, Blur, David Bowie, Tool og Genesis.

Einnig má nefna að Pink Floyd hafi breytt tækni í tónlist mjög mikið þar sem þeir voru ein fyrsta hljómsveitin til að heimta þess að fá bestu tæki og tól á markaðnum. Stofnað var fyrirtæki einungis kringum þá til þess að hanna og búa til alla effekta, ljósabúnað, hljóðbúnað fyrir hinar stórkostlegu tónleika þeirra sem má helst líkja við sýningar frekar en tónleika.
Ekki er líklegt að þeir muni koma aftur saman.





Heimildir:
http://en.wikipedia.org/wiki/Pink_floyd
http://www.allmusic.com
Sveinn Ómar Grétarsson (Hljóðmaður hjá Sálinni)



(C) Copyright 2006
Arnar Freyr Aðalsteinsson, Verzló
Eyjólfur Jónsson, Verzló