Nú Gullöldin er liðin
og aldrei hún kemur til baka
nú gengin er sérhver þess gleði og þraut,
það gjörvallt er runnið á eilífðar braut,
en minning þess víst skal þó vaka.
Já , svona hljómar fyrsta erindi “Nú árið er liðið í aldanna skaut” eftir séra Valdimar Bríem en textin var samin árið 1886.
En já , þessi grein mun að öllum innihalda einhvern skammt af hroka og illindum og skoðunum sem lýsa sér í því að gullöldin sé best og allt annað sökkar.
Nýlega var ég að hlusta á mína uppáhalds útvarpsstöð XFM 91.9 og er sú útvarpsstöð stórskemmtileg að því leitinu til að hún spilar tónlist sem ég get hlustað á og sömuleiðis foreldrar mínir , klassískt rokk.
Klassíska rokkið er þó látið sitja á hakanum fyrir hinu nýja rokki sem er að brjótast fram á yfirborðið þessa dagana þótt á boðstólnum sé Klassíski Klukkutíminn sem er á milli 17 og 18 alla virka daga.
Mér finnst margar rokkhljómsveitir í dag frábærar , til dæmis má nefna Franz Ferdinand , Rammstein , Dead 60's (sem eru að gera það gott! Mjög líkir The Clash) og margar fleiri.
Þegar ég heyri þessar hljómsveitir spila líður mér vel. Þar sem ég er gæddur þeim hæfileika að fara í skap eftir því hvernig lag er í gangi, heyri ég gott lag frá gullaldartímabilinu hverfur öll sorg og öll vandræði eins og dögg fyrir sólu en ef ég heyri Britney eða einhvern álíka sora hellast yfir mig sorgir og vandræði heimsins margfalt.
Eins góðar og nútíma hljómsveitir eru margar hverjar frábærar eins og ég hef nefnt en enginn þeirra virðist koma tánum þar sem meistarar gullaldrinnar höfðu hælanna. Til dæmis má nefna Led Zepplin , Queen , The Who , Deep Purple og fleiri meistara. Lög þeirra voru epísk. Lög sem skilja mann eftir með bros og hugsanir um það þegar Led Zeppelin tróðu upp í Höllinni árið 1971(eða 1972 leiðréttið mig vinsamlegast :)) og fær mann til að vilja fórna hægra eistanu til að fá að flakka aftur til þessa tíma og bera þessi goð augum.
Lögin höfðu sálir og höfðu áhrif á mann.
Annað en í dag , fá lög skilja e-ð eftir.
Ég loka augunum mínum í hvert skipti sem ég heyri Babe I'm gonna leave you og finn ég hvernig allur líkaminn slekkur á sér og djúp slökun fer hægt og rólega um líkamann sem tekur svo kippi þegar hápunktur lagsins kemur og Robert Plant hrópar “BABE !!!! BABE!!! You know I've got to leave you !!!”
Maður opnar augun og óskar sér að maður sé á tónleikum að hlusta á þessi goð þar sem Robert Plant hrópar “BABE !!!! BABE !!!!” og gítarinn hans Pages dáleiðir mann og föst trommuslög Bonham's fá mann til að hreyfa sig í takt við slögin.
Megi komandi kynslóðir halda áfram að semja tónlist sem vonandi einhvern daginn komast nær gömlu meisturunum en rokkarar 21. aldarinnar.
Ég enda mína stuttu grein á þessum orðum sem AC/DC gerðu lag og disk úr.
“For those about to rock , we salute you !”
Semper fidelis