Patricia Anne “Pattie” Boyd (fædd 17. mars 1944 í Taunton, Somerset, Englandi), fyrirsæta og ljósmyndari, er þekktust fyrir hjónabönd sín við eina mestu rokktónlistarmenn sögunnar, og fyrir að vera íkveikjan að nokkrum minnistæðustu ástarlögum allra tíma. Eftir að hafa hitt George Harrison við tökurnar á A Hard Day's Night giftist hún honum árið 1966, á þeim tíma sem hljómsveitin hans, The Beatles, átti í erfiðleikum. Því miður varð Eric Clapton líka ástfanginn af henni. Pattie skildi við George árið 1977 og giftist Eric árið 1979. Hún skildi síðan við hann árið 1988.
Pattie var vinsæl fyrirsæta á 7. áratugnum og í byrjun þess áttunda. Hún var nokkrum sinnum á forsíðum þekktra, breskra tímarita, þar á meðal Vouge. Hún var líka bakraddasöngkona í nokkrum Bítlalögum, þar á meðal Yellow Submarine, All You Need Is Love og Birthday, með Yoko Ono.
Pattie var innblásturinn George Harrison þegar hann samdi lagið Something, eitt af þeim fáu Bítlalögum sem var ekki samið af Paul McCartney og John Lennon; lagið var sagt vera “the greatest love song ever written” af Frank Sinatra. Samt segir George að hann hafi séð Ray Charles fyrir sér að syngja lagið og að hann hefði ekki séð neinn annan fyrir sér á meðan hann samdi það. Hann samdi líka For You Blue, I Need You, So Sad og Think For Yourself og Pattie er sögð hafa verið íkveikjan að þeim öllum.
Eina platan sem Eric Clapton gaf út með Derek and the Dominos, Layla and the other Assorted Love Songs, var tileinkað hinni “forboðnu” ást á milli Pattie og Eric, sem var að fara með hann á þeim tíma. Kvalirnar sem Eric Clpaton upplifði á þeim tíma fyrir að vera ástfanginn af eiginkonu besta vinar síns reiddi fram eitt hans frægasta lag Layla, lad sem sló í gegn á tveimur ólíkum áratugum, í tveimur ólíkum útgáfum. Löngun Erics fyrir Pattie gerði hann háðan heróíni, sem neyddi hans til að taka sér nokkurra ára frí frá tónlistinni snemma á áttunda áratugnum.
Eitt af aðalvandamálum í hjónabandi George og Pattie var barnleysi þeirra. Hinir Bítlarnir höfðu gift sig og stofnað fjölskyldur, en þau voru alltaf barnlaus. George sagði vinum sínum að hann gæti ekki eignast börn, en þegar hann eignaðist son sinn, Dhani Harrison, með seinni konu sinni, Oliviu Harrison, vissu allir betur.
Þegar Pattie og Eric “voru loksins saman” samdi hann önnur lög til hennar, Wonderful Tonight, Never Make You Cry (úr Behind the Sun) og Pretty Girl (úr Money and Cigarettes).
Pattie var ekki eini meðlimur Boyd-fjölskyldunnar til að veita tónlistarmönnum slíkan innblástur. Systir hennar, Jenny Boyd, (fædd Helen Mary Boyd, en fékk viðurnefnið “Jenny” frá Pattie, sem nefndi hana eftir uppáhaldsdúkkunni sinni) kom með sína eigin tónlistarbyltingu sem “the muse” fyrir Jennifer Juniper, sem er lag Donovan Leitch, en giftist Mick Fleetwood, sem stofnaði hljómsveitina Fleetwood Mac.
Sýning á ljósmyndum sem voru teknar af Pattie á dögum hennar með Harrison og Clapton var opnuð á valentínusardaginn 2005 í San Francisco, sýningin var nefnd Through the Eyes of a Muse. Mjög viðeigandi nafn.
Upplýsingar frá http://en.wikipedia.org/wiki/Pattie_Boyd