Það er enginn annar en Ian Anderson frontmaður Jethro Tull sem ætlar að heiðra okkur Íslendinga með nærveru sinni í Laugardalshöll þann 23.Maí næstkomandi. Þetta er náttúrulega stórviðburður því seinast kom þessi laxabóndi og spilaði á tónleikum með BLACK SABBATH fyrir haug af fólki á Akranesi fyrir meira en áratug.
Þetta verður algjörlega ný túlkun á mörgum af flottustu lögum Jethro Tull, semsagt í nýjum búningi með sinfóníu hljómsveit og sérvöldum session hljóðfæraleikurum.
En fyrir áhugamenn um gamla rokkið og þjóðlaga/blús stílinn þá á eftir að vera pottþétt stemning þarna því hann á eftir að taka lög með Jethro Tull sem spanna nokkra áratugi og meirasegja marga tónlistarstíla, allt frá blúsnum og uppí sýrt/prógressívt diskó =)
Hér Getiði séð grein frá honum sjálfum um þetta orchestral concept :
http://www.j-tull.com/news/orchestral.html
það er Performer.is sem flytja þá inn og eiga þeir lof skilið!
Ég ákvað að láta upplýsingar um manninn fylgja með, þetta er tekið með góðfúslegu leyfi þeirra performers manna þannig ég kýs ekki að kalla þetta stuld =)
Maðurinn á bakvið Jethro Tull, flautuleikarinn, söngvarinn og lagasmiðurinn Ian Anderson, leikur á stórtónleikum í Laugardagshöllinni hinn 23.maí ásamt hljómsveit sinni og meðlimum úr Reykjavík Chamber Orchestra. Þetta er í annað sinn sem Ian Anderson heldur tónleika á hér á landi en Jethro Tull spiluðu fyrir fullu húsi á Akranesi 1992 við góðan róm viðstaddra og er nokkuð víst að ófáir íslenskir áðdáendur hafa beðið lengi endurkomu þeirra.
Konungur rokkflautunnar
Ian Anderson stofnaði Jethro Tull í Blackpool, Englandi árið 1968. Hann er víða þekktur sem maðurinn sem kynnti þverflautuna fyrir rokkinu og lagði þar línuna fyrir notkun hljóðfærisins. Hann er því konungur rokkflautunnar og enn hefur enginn arftaki stigið fram á sjónarsviðið. Ian leikur einnig á ýmsar aðrar flautur ásamt kassagítar og hljóðfærum úr mandólínfjölskyldunni. Allt leikur þetta lykilhlutverkið í hinni órafmögnuðu og þjóðlagakenndu áferð sem einkennir tónlist Jethro Tull.
Ian Anderson hefur alla tíð verið óhræddur við að prófa nýjar leiðir og þar af leiðandi erfitt að skilgreina tónlist hans undir einn hatt, blús, rokk, jazz, þjóðlagatónlist og framúrstefnu rokk. Hefur hann náð undraverðum árangri í hverri stefnu fyrir sig og skapað sér og hjómsveit sinni eftirminnilega sérstöðu. Fjöldi hljómsveita nefna Jethro Tull sem áhrifavalda þar á meðal Pearl Jam, Spinal Tap og Iron Maiden.
Tull áttu eftir að verða ein af vinsælustu og langlífustu hljómsveitum breska rokksins með tímamótaplötum eins og Aqualung, Thick As A Brick og Too Old to Rock´n´Roll, Too Young To Die. Þeir hafa nú selt yfir 60 miljónir platna og leikið á um 2500 tónleikum í 40 löndum og eru enn að.
Tónlist Jethro Tull með sinfóníuhljómsveit
Þess á milli á hefur flautuleikarinn snjalli leikið á hljómleikum víðsvegar um heiminn undanfarin ár, þar sem hann flytur tónlist Jethro Tull ásamt hljómsveit sinni og sinfóníuhljómsveit. Þar hljóma m.a. lög eins Aqualung, Thick as a brick, Locomotive Breath, Bouree, Living in the past, Budapest, My God og Wond´ring Aloud í flutningi höfundarins, Ian Anderson, ásamt fjölda annara afburða tónlistarmanna. Úr þessu verður mikil tónlistarveisla sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta framhjá sér fara.
Eins og áður sagði verða tónleikarnir í Laugardalshöll þriðjudaginn 23. maí. Miðasala og upphitunaratriði verða kynnt síðar. Það er Performer ehf sem stendur að tónleikunum.
www.performer.is
SJÁUMST Í HÖLLINNI!!!