Creedence Clearwater Revival Hljómsveitin Creedence Clearwater Revival var stofnuð 1960 í El Cerrito, Kaliforníu. Doug Clifford, Stu Cook og bræðurnir Tom og John Fogerty voru allir saman í “junior high school” og stofnuðu hljómsveitina “Tommy Fogerty & the Blue Velvets” og æfðu sig í bílskúr Fogerty bræðranna. Fjórum árum síðar fóru þeir í áheyrnarprufu hjá Fantasy Records þar sem John vann á lager.

Án þeirrar vitundar var nafni hljómsveitarinnar breytt í “Golliwogs” af stjórnanda hjá plötu fyirtækinu. Á þessum tíma var “breska innrásin” í fullum gangi og var nafnið “Golliwogs” meira breskt. Undir nafninu “Golliwogs” tóku þeir upp sjö lög sem urðu frekar óþekkt. Stuttu seinna gáfu þeir út lagið “Porterville” undir nýju nafni að þeirra vali, “Creedence Clearwater Revival”. Creedence var nafn vin þeirra, Clearwater var tekið úr bjórauglýsingu og Revival táknaði að þeim fannst að nýtt líf væri byrjað fyrir þá.

Eftir að bandið spilaði á mikið af klúbbum í Kaliforníu fóru hlutirnir að gerast hjá John Fogerty og félögum. Þegar John Fogerty varð aðalgítarleikari hljómsveitarinnar, söngvari og framleiðandi ákváðu Creedence að endurgera lag Dale Hawkins’ “Susie Q”. Eftir það gáfu þeir út sex kraftmiklar og góðar plötur á árunum 1968-1970: “Creedence Clearwater Revival”, “Bayou Country”, “Green River”, “Willie and the Poorboys”, “Cosmo's Factory” og “Pendulum”. Á árunum 1968-71 komust tíu Creedence lög inná Top10 listann.

Lögin “Fortunate Son” og “Who’ll Stop the Rain” fjalla um Víetnam stríðið og samúðina sem Creedence sendu hermönnunum í stríðinu.

Árið 1970 var Creedence ein fremsta rokkhljómsveit Bandaríkjanna. Ein aðalástæða þess var John Fogerty, auk þess að hann skrifaði lögin þeirra og framleiddi plöturnar söng hann með þessari ótrúlegri rödd sem einkenndi Creedence “hljómin”. Þótt að John var að afla Creedence vinsældir var eldri bróðurinn Tom ekki sáttur. Spenna jókst á meðal þeirra og hinir meðlimir Creenence voru ekki sáttir og fannst að þeir tóku ekki neinar ákvarðanir í hljómsveitinni en þær voru aðallega gerðar af John. Sanngjörn lausn kom upp úr málinu en of seint fyrir Tom Fogerty.

Tom fékk nóg og hætti í Creedence í febrúar 1971 og hóf sinn sólóferil. Creedence hélt samt sem áður áfram að spila sem tríó fyrsta vinsæla lagið þeirra, “Sweet Hitchhiker”, kom út í júlí 1971. Creedence ferðaðist mikið um Bandaríkin, Evrópu, Ástralíu og Japan í júli 1971 og fengu góðar viðtökur.

Sjöunda og síðasta stúdíoplata Creedence Clearwater Revival, “Marti Gras”, sömdu Stu Cook og Doug Clifford tvo þriðju lögin á plötunni. Platan náði á tólfta sæti á plötuvinsældarlistanum í Bandaríkjunum. Í október 1972 lýstu Creedence Clearwater Revival opinberlega að þeir voru hættir.

Tom Fogerty hélt áfram með sinn sólóferil án þess að slá eitthvað mikið í gegn. Hann spilaði smá með gítarleikaranum Jerry Garcia og organistanum Merle Saunders. Eftir það stofnaði hann hljómsveitina Ruby með Randy Oda á gítar og hljómborð, Anthony Davis á bassa Bobby Cochran á trommum. Ruby tóku upp þrjár plötur og hét sú síðasta “Deal It Out”. Tom Fogerty dó úr AIDS 6. september 1990.

Á meðan var John Fogerty á fullu með sinn sólóferil og hefur gefið út margar sólóplötur síðan. Hann “túraði” mikið um Bandaríkin og vann Grammy verðlaun árið 1997 fyrir plötuna sína “Blue Moon Swamp”.
En Stu Cook og Doug Clifford spiluðu í gegnum árin í hljómsveitum eins og The Don Harrison Band, Southern Pacific og The Sir Douglas Quientet. Þeir stofnuðu hljómsveitina Creedence Clearwater Revisited með þremur öðrum tónlistarmönnum. Þeir fóru í mikið af tónleikaferðalögum og spiluðu gömul Creedence lög.

Eftir að CCR hættu hafa þeir ekki spilað mikið saman. Þeir spilðu allir saman á sólóplötu Tom’s Fogerty, “Zephyr National” árið 1974. Þeir spiluðu líka í brúðkaupi Tom’s og á menntaskóla endurfundi árið 1983. Tíu árum síðar voru CCR teknir inn í Rock And Roll Hall Of Fame. John Fogerty neitaði að spila með fyrrum félögum sínum eftir þetta og þess vegna er mjög ólíklegt að Creedence Clearwater Revival byrji aftur.

Takk fyrir mig, Lalli2……………………………………………………………………………..

Heimildir: http://www.classicbands.com/ccr.html