Ég hef ekki gert svona plötudóm áður en ég ætla að prufa núna og geri mitt besta. Ég ætla að fjalla um plötuna Strange Days með The Doors og er þetta ein uppáhalds platan mín með The Doors.
Strange Days er önnur plata The Doors en sú fyrsta er platan The Doors. Strange Days var tekin upp í maí og ágúst 1967 og gefin út 25. september 1967 af plötu fyrirtækinu Elektra. Platan inniheldur m.a. lögin Strange Days, Love Me Two Times, People Are Strange og When the Music’s Over.
Strange Days 9/10
Titillag plötunnar og er afskaplega gott. Mjög gott undirspil frá Ray Manzarek. Textinn er mjög góður og vel sungið frá Jim. Kemur manni í gott stuð og er frábært lag sem fyrsta lag á plötu.
You’re Lost Little Girl 7/10
Samið af Jim og er textinn alveg ágætur. Fínt rólegt lag, ekkert spes.
Love Me Two Times 10/10
Alveg frábært lag. Eitt af mínum uppáhalds lögum með The Doors. Skemmtilegur texti og mjög flott gítarspil í byrjun frá Robby Krieger. Auðvitað eru Ray og Jim alveg að skila sínu í þessu lagi og kemur þetta lag alveg mjög vel út. Hvet alla til að eignast þetta lag.
Unhappy Girl 7.5/10
Annað lag af plötunni með “Girl” í titilnum. Aðeins betra lag en You’re Lost Little Girl. Mjög skrýtið lag en gaman að hlusta á. Svona, ágætis lag.
Horse Latitudes 7/10
Ljóð eftir Jim sem kemur alveg mjög furðulega út. Mikið af skrýtnum hljóðum þarna bakvið. Alveg brjálað lag.
Moonlight Drive 8/10
Mjög venjulegt Doors lag. Gott að hlusta á þetta eftir brjálaða ljóðið Horse Latitudes. Kemur ágætis gítar sólo í laginu. Textinn er skemmtilegur. Þetta er svona uppliftandi fjörugt lag og Jim syngur þetta alveg eins og hetja.
People Are Strange 10/10
Þetta og Love Me Two Times eru mín uppáhalds lög af plötunni. Textinn er mjög skemmtilegur og áhrifaríkur. Jim líkaði greinilega ekki við að vera ókunnugur á ókunnugum stað. Lagið hljómar eins og venjulegt rólegt lag en verður svo meira fjörugt og er mjög gott lag. Hlustið á það.
My Eyes Have Seen You 8/10
Fínt lag. Flott gítarsóló frá Robby. Textinn er ekkert spes. Ég myndi flokka þetta undir rokk lag. Eins og ég sagði fínt lag.
I Can’t See Your Face In My Mind 7/10
Létt og rólegt lag. Textinn er nokkuð furðulegur eins og mörg önnur Doors lög. Ekki eitt af mínum uppáhalds þetta lag þó að ég get alveg hlustað á það. Minnir mig bara á eitthvað ljóð frá Jim og er það ábyggilega.
When the Music’s Over 10/10
Ef þú fílar The End þá er þetta lag fyrir þig. Samt finnst mér þetta betra en The End. Lagið er í tæpar ellefu mínútur og maður verður að vera þolinmóður til að geta metið þetta lag. Stundum kallað The End, Part II. Textinn er bara góður og vel sungin. Þetta lag nær alltaf að róa mig niður. Eitt af mínu uppáhalds og er algjör skyldueign.
Samanlagt er þetta alveg frábær plata og ég gef henni 9 af 10 mögulegum. Skyldueign þessi plata og ein af þeirra bestu.
Takk fyrir mig, Lalli2……………………………………………………………………………