Dusty Springfield: "The Lost Years" Þetta hefur verið nokkuð kaflaskipt hjá mér. Hérna ætla ég að skrifa um tímabilið 1970-1987, en það voru týndu árin hennar Dusty.


“A Brand New Me” var óvinsæl en vel gagnrýnd plata. Ég hef ekki heyrt neitt á henni, svo ég get ekki dæmt um hvort hún átti þessar óvinsældir skilið eða ekki. Þetta var eitt af því fyrsta sem Gamble&Huff Productions fyrirtækið gaf út, en það naut síðar mikilla vinsælda meðal R&B-tónlistarmanna. Næsta plata hennar “See All Her Faces” (1972), sem var gefin út í Bretlandi, fylgdi sama mynstri. Árið 1973 skrifaði Dusty upp á samning við ABC Dunhill Records fyrirtækið sem leiddi til útgáfu plötunnar “Cameo”, sem náði heldur ekki vinsældum. Á þessum tíma þorði Dusty loksins að viðurkenna tvíkynhneigð sína, og talaði nokkuð opinskátt um hana.

"I have tried sex with both men and women. I found I liked it.“

Sama ár gerði hún plötu í nafni þessa fyrirtækis sem hét ”Longing“, sem var framleidd af Brooks Arthur, en það þurfti að hætta við framleiðsluna vegna síhrakandi geðheilsu vókalistans. Megnið af því sem átti að vera á ”Longing“ var seinna gefið út á plötunni ”Beautiful Soul“. Eftir að hætt var við framleiðsluna setti Dusty ferilinn á ”hold“, en þó vann hún með Anne Murray að góðgerðarmálum, og hún vann einnig með Elton John á plötunni hans; ”The Bitch Is Back“.

Dusty eyddi megninu af 7. ártugnum í að djamma, þar sem að hún bjó í Hollywood var það ekki erfitt, og hún átti í miklum erfiðleikum með geðheilsuna og ofbeldishneigð sína. Yfirdrifin af óöryggi, ekki í sambandi við raunveruleikann vegna frægð hennar og peninga, og rifin að innan í flækjunni milli trúar hennar og tvíkynhneigðar, jók Dusty neyslu sína á áfengi og eiturlyfjum og varð mjög hættuleg sjálfri sér. Á þessu ”dimma“ tímabili var hún oft lögð inn á geðdeildir, og hún reyndi nokkru sinnum að fremja sjálfsmorð.

Hún hélt áfram að gef út þó nokkuð vel gagnrýndar, en illa seldar og óvinsælar plötur alveg í gegnum áttunda áratuginn undir United Artists Records vörumerkinu, sem leiddi af sér plöturnar ”It Begins Again“ (1978) og ”Living Without Your Love“ (1979). Á þessum tíma sló Dusty engan vegin í gegn og vék hratt úr augnsýn vinsælda. Hún endaði þetta tímabil með því að gefa út tvö lög fyrri breska vörumerkið Mercury Records. Lögin voru ”Baby Blue“, diskólag sem komst inn á topp 70 listann í Bretlandi og Bandaríkjunum og ”Your Love Still Brings Me To My Knees“.

Í byrjun níunda áratugarins vildi söngkonan gleyma áttunda áratugnum og byrja upp á nýtt. Hún skrifaði undir samning við 20th Century Records. Svo byrjaði hún að taka upp plötu fyrir Casablanca, sem hét ”White Heat“ (1982). En hún sló nú ekki heldur í gegn, enda voru lögin og textarnir nokkuð líkir gamla stílnum hennar, og höfðaði því engan veginn til nýju kynslóðarinnar. Dusty reyndi aftur árið 1985, með því að skrifa undir samning við Hippodrome Records vörumerkið, sem leiddi af sér lagið ”Somtimes Like Butterflies" og flutningi á því í sjónvarpsþætti Peter Stringfellow (sem átti fyrirtækið). Lagið var gefið út, þótt að Dusty hafi mótmælt því. Söngkonan svaraði því með því að yfirgefa fyrirtækið.