Nú ætla ég að skrifa grein um eina af mínum uppáhalds 60's grúppum Manfred Mann. Kannski svoldið stutt en…..

Í byrjun sjöunda áratugsins stofnaði Manfred Lubowitz hljómsveit og kallaði sig Manfred Mann. Manfred fæddist í Suður-afríku 21 Október 1940 en flutti til London og hitti Mike Hugg(Fæddur 11. Ágúst 1942 og uppalinn í London). Þarsem Manfred spilaði á Hljómborð/Píanó og Mike á Trommur stofnuðu þeir dúettin Mann-Hugg. Þeir höfðu báðir dálæti á Blues og Rokki og vildi báðir spila þannig tónlist. Mann-Hugg fengu svo söngvaran Paul Jones(fæddur 24 Febrúar 1942) til liðs við sig og gítarleikaran Mike Vickers(Fæddur 18 Apríl 1941 í Southampton). Vickers kom reyndar í hljómsveitina sem Saxófónisti en þegar Mann og Hugg ætluðu að losa sig við hann, því þeir þurftu ekkert á saxafóni að halda, lærði hann á gítar(aðeins á tvem vikum) og komst aftur inn í bandið.

Mann-Hugg breyttu nú nafni sínu í Manfred Mann. Manfred Mann fengu nú til liðs við sig Dave Richmond á Bassa. Á meðan Paul Jones söng áttu þeir nokkur nr. 1 “hit”í Englandi, Do Wah Diddy, Pretty Flamingo, 5-4-3-2-1, Come Tomorrow og If You Gotta Go, Go Now. En Manfred Mann urðu alls ekki frægir á einu augnabliki, ónei. 1963 byrjuðu þeir að spila gigg. Þeirra fyrsta gigg var í Mars 1963 í The Marquee Club. Þeir spiluðu líka mikið á klúbb sem bar heitið The Crawdaddy Club og mörgum plötufyrirtækjum leyst vel á þá. Í Maí skrifuðu þeir undir samning hjá EMI eftir að upptökustjóranum John Burgess leist vel á þá. Manfred Mann voru nú frekar ánægðir með sig þegar þeir gáfu út sína fyrstu smáskífu Why Should We Not? sem komst ekki inná vinsældarlistan. Næsta smáskífa þeirra Cock-A-Hoop komst heldur ekki á vinsældarlistan og hugsuðu meðlimir sveitarinnar með sér að þeir þryftu að leggja sig meira fram. Án þess að hugsa sig tvisvar um settust Mike Hugg, Manfred Mann og Paul Jones niður og sömdu lagið 5-4-3-2-1, og gáfu út á smáskífu viku fyrir jól, með Without You á B-hliðinni. 5-4-3-2-1 var þeirra fyrsta “hit” en samt ekki nr.1, heldur fimm.

Nú hófu Manfred Mann upptökur á sinni fyrstu breiðskífu The Five Faces Of Manfred Mann. Sem kom út í Október 1964 og náði þriðja sæti vinsældarlistans. En stuttu seinna hætti Dave Richmond og hans skarð fyllti Tom McGuinness(Fæddur 2. Desember 1941). Allir meðlimir bandsins sátust nú niður saman og sömdu Hubble Bubble(Toil And Trouble). Hubble Bubble náði ekki nema tuttugasta sæti breska vinsældarlistans, en Hubble Bubble kom út á EP(Extended Play) plötu ásamt þrem öðrum lögum sem urðu vinsælari, Groovin'(Led Zeppelin koveruðu það seinna og kölluðu það We're Gonna Groove),Sha La La og þeirra frægasta lag Do Wah Diddy, sem náði þriðja sæti.

Næsta smáskífa sveitarinnar kom út og innihélt lagið Come Tomorrow, ja, sem tók heilar 26 tökur. Come Tomorrow þótti frekar flókið í spilun og ekki hjálpaði það að meðlimir hljómsveitarinar rifust mikið. Á B-hlið smáskífunar var ‘What Did I Do Wrong’. Á næstu smáskífu sveitarinnar var B-hliðin nokkurs konar framhald af What Did I Do Wrong og hét What Am I Doing Wrong og var eftir Mike Hugg. A-hliðin á þeirri smáskífu var Oh! No Not My Baby. Önnur EP plata kom út sama ár með nafninu The One In The Middle sem er sjálfævisaga Paul Jones. En EP platan innihélt líka Watermelon Man, What Am I To Do og Bob Dylan lagið With God On You Side.

Eftir þessa EP plötu sagðist Paul Jones ætla hætta en Manfred og Mike náðu að halda honum í heilt ár í viðbót. Svo kom Mike D'abo og tók við af honum. En sá sem átti að taka við af Paul Jones var Rod Stewart, en hann var í grúppuni Faces á þessu tímabili. Manfred Mann tóku tvö Dylan lög og gáfu út á sámskífu If You Gotta Go, Go Now/Mighty Quinn. En Pretty Flamingo hafði verið þeirra síðasta “Hit” og var á vinsældarlsitanum í gegnum næstum allt árið 1966. Stuttu seinna fór Vickers, gítarleikari og þá fór McGuinness á gítarinn. Þeir fengu þá til sín bassaleikaran Jack Bruce(sem átti seinna eftir að slá rækilega í gegn í súppergrúppuni Cream, stuttu seinna). Jack Bruce hætti stuttu seinna og gekk til liðs við Cream og Manfred Mann fengu þá til sín vin The Beatles, Klaus Voorman á bassa.

Mike D'abo hætti svo í hljómsveitinni og þeir gáfu út “The Instrumental Asylum EP” einsog þeir kölluðu hana. Á henni tóke þeir Stones lagið (I Can't Get No)Satisfaction og frumsamda lagið I Got You(Babe). Paul Jones gekk svo til liðs við sveitina. Eftir öll þessi meðlima skipti stofnaði Manfred Mann nýtt band með öllum gömlu meðlimunum, Manfred Mann's Earth Band. Earth Band fór útí Progressive rokk og spilaði það í gegnum sjötta áratugin. 1990 Kallaði hljómsveitin sig The Mafreds, en það var eftir að Manfred Mann hætti. En í dag heitir hljómsveitin Manfred Mann og meðlimir eru Manfred Mann, Paul Jones, Mike Hugg, Tom McGuinness og Mike Vickers. Hljómsveitin er samt nokkurn veginn dauð, en er samt ekki en “officially” hætt.