Roy Kelton Orbison fæddist 23. apríl 1936 í Vernon, Texas. Hann var annar sonur þeirra Nadine og Orbie Lee. Eftir að hafa flutt til Fort Worth í kringum 1943, til þess að vinna við flugvélagerð og fleira, flutti fjölskyldan til Wink, seint árið 1946. Tónlist var mikilvægur partur af fjölskyldulífinu.
Árið 1949, þegar Roy var 13 ára gamall, stofnaði hann sína fyrstu hljómsveit; “The Wink Westerners”, og þegar hann var ekki að syngja með hljómsveitinni var hann að spila á gítarinn sinn og semja lög. Hljómsveitin kom fram vikulega á KERB-útvarpsstöðinni í Kermit, Texas. Roy útskrifaðist úr Wink High School árið 1954. Hann gekk í North Texas State-menntaskólann árið 1955, og lærði þar sögu og ensku. The Wink Westerners náðu ágætis árangri í sjónvarpi bæjarins, en þeim var gefin 30 mínútna vikulegur þáttur á KMID-sjónvarpsstöðinni og seinna meir KOSA-sjónvarpstöðinni. Einn gesta þeirra í þættinum var enginn annar en Johnny Cash, sem ráðlagði þeim að semja við umboðsmann sinn; Sam Phillips, sem vann hjá Sun Records. Eftir að hafa breytt nafni The Wink Westerners yfir í The Teen Kings hætti Roy í menntaskóla í mars árið 1956, ákveðinn í því að leggja sig allan fram í tónlistina. Svo hann hélt til Sun Records í Memphis, Tennesse.
Mörg af fyrstu lögunum sem hann gerði voru framleidd af Sam Phillips, sem framleiddi einnig lög fyrir Jerry Lee Lewis, Carl Perkins, Johnny Cash og Elvis Presley Fyrsta lag Roy til að ná vinsældum var lagið “Ooby Dooby” (1956), sem var samið af vinum Roy úr menntaskóla. Lagið hans “Claudette”, sem er nefnt eftir fyrstu eiginkonu hans, var tekið af Everly Brothers. En rokkblærinn og blues-soundið í Sun Records tónlistinni færði Roy ekki millar vinsældir, og ferill hans virtist á enda. Það er alltaf þannig hjá þessum gaurum, er það ekki? Það er sagt við þá “Sorry, man. Your career is over”. Það skríður nú alltaf eitthvað annað upp á yfirborðið.
Í einhvern tíma vann hann sem lagahöfundur í Nashville, Tennesse, og fékk síðan samning hjá RCA, en Chet Atkins benti honum á Fred Foster, eiganda Monument Records, sem hann færði sig til eftir að samningur hans við RCA rann út árið 1959.
Þetta er nú bara fyrsti parturinn af nokkrum. Það kemur meira seinna.