Dusty Springfield: ferillinn og lífið Dusty var lesbía, sem var inni í skápnum. Eða hún var öllu heldur tvíkynhneigð. Hún var kaþólsk, strangur kaþólikki, og hún hélt í þá trú alveg þar til hún lést, þótt hún hafi aldrei skriftað á sínum fullorðinsárum. Flækjan á milli trúarinnar og samkynhneigð hennar var stór hluti af því sem hafði mestu sálrænu áhrifin á hana. Hún var líka mikill þunglyndissjúklingur. Dusty var mjög lokuð, sem gerði það eitt að verkum að hún upplifði sálrænar kvalir og kvíða.

Í gegnum allan ferilinn, og sérstaklega í stúdíóinu, var Dusty tilfinningalaus og brjálæðislegur fullkomnunarsinni, og hún fékk fljótt þann stimpil á sig að hún væri erfið í umgengni og algjör prímadonna. Hvort sem það var með réttu eða röngu. Nú á dögum má segja að megnið af þessum “stælum hennar” hafi orsakast vegna kynbundinna vandræða, Dusty vann aðeins með karlmönnum og þeim líkað ekki að hún væri við stjórnvölinn, þeir vildu ráða hennar ferðum, en ekki öfugt. Eins og margir af samstarfsmönnum hafa sagt, var tóneyra Dusty vel stillt og hún sætti sig ekki við neitt nema fullkomnun. Hún tók lögin sín upp aftur og aftur, þar til að hún fékk tóninn sem hún vildi.

En á áttunda áratugnum fór einkalífið að trufla feril hennar. Hún varð þekkt fyrir að mæta ekki þangað sem hún hafði boðað sig, að hætta við tónleikaferðir og fyrir tilgangslausar hljóðupptökur, og hún varð oft ofbeldishneigð; beitti ofbeldi og eyðilagði hluti.

En ástæðan fyrir hennar “erfiðu” hegðun var ekki erfitt að finna. Fjölskyldubakgrunnurinn var ekki að gera sig og Dusty átti við mikið óöryggi að stríða, óöryggi sem hafði myndast að sjálfu sér í æsku hennar. Móðir hennar, sem var þó gáfuð og mannblendin, fékk líka oft slík brjálæðisköst og henti hlutum sem næst hendi komu og hagaði sér vitfirringslega, hegðun sem að Dusty erfði. Faðir hennar var rólegur og frekar erfitt að ná sambandi við. Margir vildu vera að meina að móðir hennar hafi tekið þessi köst sín til að reyna að ná athygli eiginmanns síns. Óöryggi Dusty í æsku hennar stafaði mest af því að forledrar hennar héldu mikið meira upp á bróður hennar, Tom Springfield.

Snemma á ferli hennar var þessi hegðun Dusty meira og minna skemmtun –til dæmis hennar frægu matarslagir. Þegar Dusty kom fyrst fram í Bandaríkjunum var hún allt of taugaóstyrk og feimin til að gefa sig á tal við hina sem áttu að koma fram. Þannig að hún tók kassa með einhvers konar kökudeigi og dreifði því um stigana til þess að fá þau til að koma út úr búningsherbergjum sínum, til þess að hafa ástæðu fyrir því að tala við þau.

En því frægari sem hún varð, því kröfuharðari varð hún. Hún varð gjörsamlega óþolandi. Hún var hrokafull, ofdekruð og spillt, með enga siðferðiskennd og hikaði ekki við að verða krónískur eiturlyfjaneytandi og alkóhólisti. Hegðun hennar versnaði stöðugt. Ef hlutirnir voru ekki eftir hennar höfði hikaði hún ekki við að ráðast á fólk eða grípa það sem hendi var næst og fleygja því í fólk.

Eitt af því sem hafði mikil áhrif á feril Dusty Springfield er það hvað hún var nærsýn. Ef hún var ekki með gleraugu sá hún ekki lengra heldur en hendurnar á henni náðu. Hún hafði alltaf verið með gleraugu í skóla, en þegar hún byrjaði að koma fram á sviði losaði hún sig (líkt og John Lennon) við þau. En henni fannst augnlinsur óþægilegar og hún vildi ekki ganga með þær.

Þannig að auðvitað gat hún ekki hreyft sig frjálslega á sviðinu án þess að vera hrædd um að detta eða hrasa, kom hún sér upp ákveðnum stíl. Hún þurfti alltaf að standa nokkurn veginn á sama stað, svo hún notaði einstakar handahreyfingar til þess að gera flutning sinn dramatískari. Sem betur fer litu þessar hreyfingar vel út í sjónvarpi, svo að allt heila dæmið gekk upp, og Dusty gat flutt tónlist sína án þess að þurfa að óttast að detta og verið á sama tíma einstök og frábær. Dusty gat vissulega ekki lesið texta, til dæmis á skjávörpum, þannig að hún skrifaði oft textana í lófann á sér, og notaði þá þetta handabragð til þess að fela hvað hún var í rauninni að gera. Þetta var seinna meir einkennismerki hennar, auðvitað ásamt ljósa hárinu og “panda-augunum”.