Bat out of Hell Bat Out Of Hell
Meat Loaf

Útgáfudagur: 21. Október, 1977
Tegund: Wagnerian Rokk
Lengd: 46:33

Bat out of Hell er önnur plata sögnvarans Meat Loaf (Marvin Lee Aday) en þó sú vinsælasta. Upphaflega voru vandræðin þó nokkur og Meat Loaf og Jim Steinman áttu í erfiðleikum með að fá einhvern til að framleiða, en eftir að gítarleikarinn Todd Rundgren heyrði í henni vildi hann strax framleiða hana.

Bat out of Hell er ein af þessum plötum sem sló ekki samstundis í gegn en með tímanum gerði hún það. Platan hefur selst í um 34 milljón eintökum í dag og er ein af mest seldu plötum allra tíma í dag. Platan eyddi 474 vikum á vinsældarlistum í Bretlandi.


1. Bat out of Hell (10/10 )
Fyrsta lagið á plötunni ber einfaldlega sama nafn; Bat out of Hell. Lagið er fjörugt með skemmtilegu gítar og píanó spili. Lagið er fjörugt og textinn er skemmtilegur og listrænn og minnir einna helst á eitthvað sem þú myndir heyra í leikhúsi. Lagið er rétt tæplega 11 mínútur en það er alls ekki of langt. Hver mínúta er gulls ígildi.

2. You Took The Words Right Out Of My Mouth (Hot Summer Night) (7/10)
Lagið byrjar á samtali milli “Úlfsins með rauðu rósirnar” og telpunnar. Hér má heyra “úlfinn” spyrja spurninguna “On a hot summer night, will you offer your throat to the wolf with the red rose?“ – Síðan fer hún að spyrja spurninga eins og ”Will he love me?“, ”Will he starve without me?“ og eftir að “úlfurinn” svarar öllu játandi þular hann aftur upp fyrstu spurninguna. Hún svarar aftur játandi og þá segir hann “I bet you say that to all the boys.” Ekkert smá “Punchline,” VÁ! Lagið er skemmtilegt og fjörugt enda á þetta að gerast á heitu sumarkveldi á strönd.

3. Heaven Can Wait (8/10 )
Heaven Can Wait er rólegt og fallegt lag (Ballad) sem þægilegt er að hlusta á. Hér syngur hann um telpu sem hann er ástfanginn af og líkir henni við paradís. Lagið er skemmtilegt og smellpassar inní plötuna, einnig sker það sig aðeins frá hinum lögunum sem eru meira svona ”Unglinga Rokk lög”.

4. All Revved Up With No Place To Go (8/10 )
Lagið byrjar skemmtilega með góðu bassa spili, einnig er sax’inn hjá Edgar Winter áberandi. Á endanum er bætt aðeins í, lagið sungið og spilað mun hraðar og má segja að þetta sé skemmtilegur og öðruvísi endir á fjári fínu lagi.

5. Two Out Of Three Ain't Bad (7/10 )
Two Out Of Three Ain't Bad er afar sorglegt lag sem þar sem hann er að segja stelpu af hverju hann getur ekki elskað hana. Þar segir hann t.d. það sem önnur kona sagði eitt sinn við hann: ”I want you, I need you, But there ain't no way I'm ever gonna love you, Now don't be sad, ‘Cause two out of three ain’t bad.“ – Lagið er afskaplega skemmtilegt jafnvel þótt það sé sorglegt. Þetta lag er einnig afar “leikhúslegt” og minnir einna helst á West Side Story þegar maður hlustar á það.

6. Paradise By The Dashboard Light (10/10 )
Þá er komið að einu af betri lögum plötunnar, ef ekki það allra besta. Maður heyrir smá keim af gamla góða ”Rokk & Rólinu” og er hin öfluga og frábæra rödd Meat Loaf það sem kryddar þetta lag enn meira. Píanó spilið er hér einnig án vafa gallalaust. Einnig skaltu fylgjast með þegar ”tempó” lagsins eykur sig og lagið breytir um stíl, afar skemmtilegur kafli. Og svo þegar Ellen Foley byrjar að öskra: ” Stop right there! I gotta know right now!”, og þá segir Meat Loaf: “Let me sleep on it” – Ótrúlega skemmtilegt lag.

7. For Crying Out Loud (8/10 )
Byrjunin er aðalega bara söngur og píanóspil. Hraði og kraftur lagsins eykst hægt og rólega, en hægir síðan aftur á sér, en eftir tæpar 5 mínútur má heyra kraftinn koma á ný og fleiri hljóðfæri bætast við. Síðan hægir lagið á sér aftur, en í enda lagsins eykst krafturinn örlítið. Lagið er skemmtilegt og öflugt og enn og aftur sýnir Meat Loaf þessa ótrúlegu rödd sína.


Það er kraftur í Meat Loaf, kannski of mikill kraftur í honum. Bat out of Hell er ekki alltaf Rokk Plata, stundum er þetta fjári öflugt leikrit eða … tja, best væri að lýsa þessu sem:
Rokk Óperu. Bat out of Hell er unglinga plata fyrir fullorðna og fullorðinsplata fyrir unglinga. Hér er eitthvað sem flestir geta hlustað á, þ.e.a.s; ef þú ert tilbúinn að fyrirgefa þeim göllum sem fylgja og ef þú sættir þig við hvernig platan er. Þetta er ekki beint hin almenna rokk plata, enda er þetta hálfgerður söngleikur. Ef þér er sama um þessi atriði átt þú eftir að eiga fjári góðar stundur með þessari plötu.

Lokaeinkunn (Meðaltal): 8.3
(Einkunn hvers lags fyrir sig má finna í sviga fyrir aftan titil lagsins.)

Takk fyrir,
TheKingOfTown