Hérna kemur smá grein um Iggy Pop og hljómsveitina The Stooges.

Árið var 1967 og staðurinn var Ann Arbor í Michigan þegar tvítugur maður að nafni “James Newell Osterberg” var nýkominn frá Chicago eftir að hafa horft á “The Doors” tónleika þar að hann ákvað að breyta nafni sínu úr “James” yfir í “Iggy Stooges” en einnig ákvað hann að stofna hljómsveit (hafði samt áður verið í hljómsveitum sem trommuleikari). Hann ákvað að fá bræðurna “Ron Asheton” og “Scott Asheton” til að spila á gítar og trommur. Einnig fékk hann “Dave Alexander” til að plokka bassan. Sjálfur sá “Iggy Pop” um sönginn. En hljómsveitin fékk nafnið “Psychedelic Stooges”.
Stuttu seinna styttu þeir svo nafnið í “The Stooges” og “Iggy” breytti sínu í “Iggy Pop”.

Fyrstu tónleikar þessarar nýju sveitar voru á hrekkjarvökunni árið 1967 og næsta árið hjá þeim fór í spilamennsku en sveitin var ekki lengi að skapa sér orðspor fyrir óheflaða framkomu sem margir heiðvirtir borgara fyrirlitu. En “Iggy Pop” var fremstur í flokki í þessari framkomu á sviðinu en hann var alltaf ber að ofan og oftar en ekki allur útataður í hnetusmjöri og undir lok tónleikanna var hann ofast búinn að skera sig allan og var því allur í blóði.

Árið 1968 var sveitin stödd í Detroit til að hita upp fyrir hljómsveitina “MC5” þegar þegar umboðsmaður frá plötufyrirtækinu “Elektra” sá þá og bauð “The Stooges” samning. Ári seinna kom fyrsta plata “The Stooges” út en hún hét einfaldlega “The Stooges”. Platan fékk ekkert alltof góða dóma á sínum tíma og seldist varla neitt.
Hljómsveitin ákvað samt að geta út aðra plötu sem kom út árið 1970 en sú plata heitir “Funhouse” og ekki seldist hún betur.
Á þessum tíma voru meðlimir sveitarinn mjög djúpt sokknir í eiturlyfjaneyslu og var það orðið nokkuð áberandi á tónleikum þeirra þarsem þeir gátu varla flutt einföldustu lög sín.
Eftir slæmt gengi “Funhouse” sökk “Iggy Pop” en dýpra í heróín neyslu og 1971 sagði “Elektra” plötufyrirtækið samningnum við “The Stooges” upp.
Í fyrstu reyndur þeir að halda hljómsveitinni gangandi en “Dave Alexander” ákvað að yfirgefa þá og við það færðist “Ron Asheton” á bassa og í staðinn fyrir hann á gítar var fenginn maður að nafni “James Williamson”.
Hljómsveitin reyndi árangurslaust að finna sér nýjan útgefandi en án árangurs og var því nánast hætt þegar enginn annar en “David Bowie” kom að máli við “Iggy Pop” ,sem þá var orðinn edrú, að byrja ferilinn aftur. “Iggy” talaði við “Asheton” bræðurna og fékk þá til þess að byrja hljómsveitina aftur en núna var “Ron” á bassa og “James Williamson” á gítar. Einnig fór sveitin að kalla sig “Iggy And The Stooges”.

“David Bowie” hjálpaði þeim að fá samning við “Colombia” og þeir drifu sig svo í hljóðver og platan “Raw Power” var tekinn upp en eins og fyrirennar hennar gekk henni ekkert alltof vel sölulega séð.
Þetta voru mikil vonbrigði fyrir sveitina og fóru þeir aftur á fullt skrið í eiturlyfjaneyslu og sveitin lagði upp laupana.

Árið sem sveitin hætti, 1974, var “Iggy Pop” orðin heimilislaus eiturlyfjafíkill og á endanum skráði hann sig á meðferðarstofnun í “Los Angeles” en þar fékk hann heimsókn frá “Bowie” sem hvatti hann til að koma með sér til Evrópu í tónleikaferð og fljótlega urðu “Bowie og Iggy” bestu vinir og árið 1976 keyptu þeir sér hús í “Berlín” og “Iggy Pop” fékk plötusamning sem söngvari.
Ári seinna, eða 1977, gaf svo “Iggy Pop” út tvær plötur en þær heita “Lust For Life” og “The Idiot” en “David Bowie” tók þátt í að semja þær með “Iggy”. Þessum plötum gekk mun betur í sölu en plötur “The Stooges”

Þarna ákvað “Iggy Pop” að slíta tónlistarleg tengsl sín við “Bowie” og talaði við fyrrum félaga sinn “James Williamson” og næstu 4 ár í röð (79,80,81 og 82) komu út 4 plötur frá “Iggy”. Þær voru “New Values”, “Soilder”, “Party” og “Zombie Birdhouse”. Einnig gaf “Iggy Pop” út ævisögu sína árið 1982 og fékk bókin nafnið “I Need More”
Eftir þessa plötutörn dró “Iggy” sig í smá hlé frá sviðsljósinu og a meðan náði endurútgáfa lagsins “China Girl” í flutningi “Bowie” miklum vinsældum en lagið kom fyrst út á plötunni “The Idiot”

“Iggy” skaust svo aftur upp á yfirborðið árið 1986 eftir að hafa skrifað undir plötusamning við “A&M” og sama ár kom næsta plata hans út en það var “Blah Blah Blah” og cover útgáfa hans af laginu “Real Wild Child” var hans fyrsta lag sem varð vinsælt í Bandaríkjunum.
Tveimur árum seinna kom svo “Instinct” út en á henni spilaði “Steve Jones” sem er fyrrum gítarleikari “Sex Pistols”.
Eftir útgáfu “Instinct” skipti “Iggy Pop” enn einu sinni um plötufyrirtæki og núna var röðin kominn að “Virgin” en undir þeirra merkjum kom platan “Brick By Brick” út og var það fyrsta plata hans sem sló almennilega í gegn og náði hún gullsölu í Bandaríkjunum.

Um þetta leyti spruttu fram fullt af hljómsveitum sem nefndu “Iggy Pop” og “The Stooges” sem áhrifavalda t.d. “Nirvana” og “Soundgarden” en einnig komst í tísku hjá hljómsveitum að gera coverlög af lögum “Iggy And The Stooges” en það mjög ólíkar sveitir sem gerðu þessi cover lög t.d. “Slayer”, “Duran Duran”, “REM”, “Tom Jones” og “Guns N’Roses”.

Þremur árum eftir útgáfu “Brick By Brick” kom næsta breiðskífa “Iggy” út og fékk hún nafnið “American Caesar” og naut hún einnig mikillrar vinsælda og fékk góða dóma gagnrýnenda.
Með útgáfu næstu plötu sinni “Naughty Little Doggie” sem kom út árið 1996 reyndi “Iggy” að endurskapa “The Stoogies” hljóminn en þessi plata náði hvorki jafn mikillri sölu eða jafn góðum dómu og tvær síðustu plötur hans fengu. Samt sem áður átti “Iggy Pop” eitt vinsælasta lag ársins en það var næstum 20 ára gamalt því lagið “Lust For Life” af samnefndri plötu var notað í myndinni “Trainspotting”

Þegar þarna var komið við sögu voru nánast allar nýjar hljómsveitir farnar að nefna “The Stooges” sem sína helstu áhrifavalda og “Iggy Pop” ákvað að reyna að snúa aftur í rætur hljómsveitarinnar og gaf út endurhljóðblandaða “Raw Power” frá árinu 1973.
Á sama tíma kom út bók um feril pönksins og að sjálfsögðu er fjallað um “Iggy Pop” og “The Stooges” en bókin heitir því skemmtilega nafni “Please Kill Me: The Oral History Of Punk” en þar var fjallað ítarlega um feril “The Stooges” og við gerð bókarinnar voru tekinn viðtöl við alla eftirlifandi meðlimi “The Stooges” Á reyndar sjálfur eftir að kaupa bókina en hún er á innkaupalistanum. Í henni er ásamt “Iggy And The Stooges” fjallað um og birt viðtöl við “Sex Pistols”, “Lou Reed”, “The Ramones” og miklu fleiri.

Árið 1999 var svo sýndur á “VH1” þátturin “Behind The Music: Iggy Pop” en þar var fjallað nokkuð ítarlega um feril “Iggy”. Mæli með þessum “Behind The Music” þáttum, mjög vandaðir.
En sama ár kom út næsta plata með “Iggy Pop” og var það platan “Avenue B” sem þótti nokkuð rólegri en fyrri plötur hans og fékk hún ekkert alltof góða dóma.
Hann snéri samt aftur í rokkið árið 2001 með næstu útgáfu en það var platan “Beat Em Up” og árið 2003 talaði hann við “Asheton” bræðurna um að semja lög með sér fyrir næstu plötu sína sem fékk nafnið “Skull Ring” og eftir útgáfu plötunnar fóru svo “The Stooges” á tónleikaferðalag þarsem aðallega voru flutt lög af plötum “The Stooges”

Í janúar árið 2005 kom svo út nýjasta plata “Iggy” en það er platan “Penetration” en hún féll dáldið í skuggan af pakka sem kom út í júni sama ár og nefndist “Million In Prizes: The Iggy Pop Anthology” en sá diskur spannaði allan feri “Iggy Pop” og inniheldur 37 lög. Bæði með “The Stooges” og sem sólo listamaður.

Núna er um 40 ár síðan að “Iggy Pop” byrjaði feril sinn og hann hefur aldei verið vinsælari og plötur sem fengu ekkert alltof góða dóma á sínum tíma eru núna að fá frábæra dóma og fyrstu plötur “Iggy Pop” og “The Stooges” eru álitnar tímamóta verk og varla til sú hljómsveit sem nefna ekki þennan frábæra tónlistarmann sem einn af sínum áhrifavöldum.

Ef farið er inná www.allmusic.com sést að “Iggy Pop” á 7 plötur sem hafa fengið 4-5 stjörnur af 5 mögulegum og 2 af 3 plötum “The Stooges” eru með fullt hús, hin er með 4 og hálfa stjörnu.

Einnig er sagt að varla sé hægt að komast á betri tónleika en með “Iggy Pop” endar er sviðsframkoman en sú sama og hún var fyrir 40 árum og þeir sem hafa séð “Anthony Kiedis” söngvara “Red Hot Chili Peppers” á sviði má benda á það að hans helsta fyrirmynd í
sviðsframkomu er einmitt “Iggy Pop”

Einnig má greina frá áhrifum “The Stooges” í mörgum af bestu hljómsveitunum í dag t.d. heyrast blús áhrif (já, blús, The Stooges skilgreindu sig frekar sem blús hljómsveit heldur en Pönk) “The Stooges” vel hjá “The White Stripes”, “The Strokes” (aðallega fyrsta plata þeirra) og jafnvel “Nick Cave”. En “Nick Cave” er mikill aðdáendi “Iggy Pop” og “The Stooges” og segist alltaf mæta á tónleika með þeim ef hann getur.

Ástæða þess að “The Stooges” hefur nánast alltaf verið flokkuð sem pönk hljómsveit er að miklu leyti að þakka/kenna “New York” sveitinni “The Ramones” sem er hin fyrsta eiginlega pönk hljómsveit en þeir stálu framkomu og útliti sínu beint frá “The Stooges” og áhrifin má heyra í tónlistinni, “Ramones” spiluðu bara hraðar, hærra og með meira “attitude” en “The Stooges” og “Johnny Ramone” sagði eitt sinn í viðtali við “Total Guitar” að þeirra helstu áhrifavaldar hefðu verið “The Stooges” því maður þurfti ekki að vera búinn að spila á gítar í 20 ár til að geta spilað lögin þeirra, einnig benti hann á að uppáhalds iðja “The Ramones” var að sniffa lím, reykja hass og hlusta á “The Stooges”
Plús það að þegar “The Stooges” byrjuðu var ekki til nein tónlistarstefna sem hét Pönk.

En þó má vissulega segja að “The Stooges” hafa byrjað þessa pönk senu því án þeirra er aldrei að vita hvort að hljómsveitir eins og “The Ramones” og “The Sex Pistols” hafi komið fram.
Fleiri dæmi um hljómsveitir sem hafa orðið fyrir miklum áhrifum af “The Stooges” eru t.d. “Queens Of The Stone Age” (en “Josh Homme” sagði einhvern tímann í viðtali “Raw Power” væri ein besta plata allra tíma.) “Green Day” og “Sum 41” en þær tvær síðastnefndu sömdu lög sem má finna plötunni “Skull Ring”.

Endilega segið ykkar skoðun á þessum frábæra tónlistarmanni

Heimildir:
www.allmusic.com