The Doors Ég ætla að skrifa um hljómsveit sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og það er hljómsveitin The Doors. Ég hef ákveðið að ég ætla að reyna að gefa út grein hverja helgi því að fyrri greinar mínar hafa fengið góðar viðtökur. Þetta er kannski pínu langt, en það verður bara að hafa það því að þetta er löng saga sem verður ekki sögð í stuttu máli.

Hljómsveitin The Doors var stofnuð í Los Angeles 1965 þegar Jim Morrison og Ray Manzarek sem gengu báðir í kvikmyndaskóla UCLA. Ray Manzarek var þá í hljómsveitinni Rick and the Ravens og Robby Krieger og John Densmore voru í hljómsveitinni The Psychadelic Rangers. Ray, Robby og John þekktust og Ray bað þá um að spila í The Doors. Þeir fundu út nafnið The Doors úr bók eftir Aldous Huxley, The Doors of Perception. Þá var hljómsveitin The Doors orðin að veruleika með John Densmore á trommum, Ray Manzarek á orgeli, píanó og hljómborði, Robby Krieger á gítar og Jim Morrison með sönginn. Á fyrstu árum þeirra spiluðu þeir mikið á klúbbum eins og London Fog og Whiskey A Go-Go.

Bandið gerði samning við Elektra Records eftir að David Pollack sá þá spila. Þaðan gáfu þeir út sína fyrstu plötu sem hét einfaldlega The Doors og innihélt lög eins og “The End” og “Break On Trough (To the other Side)”. Fyrsti smellurinn þeirra var lagið “Light My Fire” sem var gefið út í janúar 1967 og gerði það Doors að einni fremstu hljómsveit USA ásamt Jefferson Airplane og Grateful Dead. Jim Morrison var pop kyntákn síns tíma vegna magnaðar sviðsframkomu, góðu útliti og þröngum leðurbuxunum sínum.

Önnur plata þeirra, “Strange Days”, var ekki alveg jafn vinsæl og fyrsta platan þeirra en þriðja platan þeirra, “Waiting for the Sun” varð mjög vinsæl. “Waiting for the Sun” var gefin út 1968 og á henni voru lög eins og “Hello, I Love You”, “The Unknown Soldier” og “Not To Touch The Earth”. Fjórða plata The Doors var gefinn út 1969 og heitir hún “The Soft Parade” og inniheldur m.a. lögin “Tell All the People”, “Touch Me”, “Do It” og “The Soft Parade”.

The Doors var ólík öðrum rokkhlómsveitum á þessum tíma þar sem þeir notuðu ekki gítar bassa heldur spilaði Ray Manzarek bassann á Fender rafmagns hljómborð og Fender Rhodes rafmagns píanó. Samt spilaði gítarleikarinn Lonnie Mack á bassa á nokkur lög á plötunni Morrison Hotel og Jerry Scheff (spilaði lengi með Elvis Presley) spilaði á bassa á plötunni L.A. Woman.

Jim Morrison samdi flesta texta The Doors og sum lögin meðan hinir sömdu aðallega öll lögin. Jim Morrison samdi lagið “Hello, I Love You” á einni nóttu eftir að Jim og Ray sáu svarta stelpu á ströndinni sem er “the Dusky Jewel” í laginu. Lagið fékk nokkra gagnrýni fyrir að líkjast The Kinks laginu “All Day and All of the Night”.

The Doors urðu fljótt þekktir fyrir flotta sviðs framkomu sérstaklega frá Jim. Jim var handtekinn á sviði í New Haven fyrir að hafa beint ljótu orðbragði að lögreglumönnum á tónleikunum. The Doors komu fram í þætti Ed Sullivans á CBS, 17. september 1967 og eftir þáttin voru þeir bannaðir frá þættinum. Þeir áttu að syngja “Light My Fire” og vildu stjórnendur þáttarins að þeir breyttu textanum “Girl we couldn't get much higher” í “Girl we couldn't get much better” þar sem fyrri textinn fjallaði um dóp. Samt sem áður söng Jim upprunalega textann í beinni útsendingu og CBS gátu ekki gert neitt. Ed Suulivan var svo reiður að hann neitaði að taka í höndina á meðlimum The Doors en Jim sagði að hann hafi verið svo stressaður að hann hafi gleymdi að breyta textanum.

Jim Morrison fékk mestu athyglina og líka stærri myndir af sér á plötu umslögum. Hann var ekkert sáttur við það og vildi að allir meðlimir hljómsveitarinnar fengu jafn mikla athygli. Þegar hljómsveitin var kynnt sem “Jim Morrison and The Doors” varð Jim svo reiður að hann neitaði að koma fram nema að kynnirinn myndi kynna þá inn sem “The Doors”.

Síðustu tvö ár ævi sinnar minnkaði Jim dópneyslu sína en byrjaði að drekka mikið í staðinn. Þetta hafði mikil áhrif á framkomu hans, á sviði og í stúdíói. Jim vildi losna við ímyndina “The Lizard King” og bætti á sig kílóum og safnaði þykku skeggi og þurfti Elektra (plötufyrirtækið) að nota eldri myndir af Jim á plötuna “Absolutely Live” sem var gefinn út 1970.

Fjórða plata þeirra, “The Soft Parade” (1970), sýndi að bandið var í miklum erfiðleikum og er talin vera versta plata The Doors. Jim Morrison var með drykkjuvanda á meðan var verið að taka upp plötuna og mætti sjaldan í upptökur sem gerði það að verkum að það tók nokkrar vikur að taka upp plötuna.

En næsta plata The Doors, “Morrison Hotel”, varð mjög vinsæl og platan “L.A. Woman” (1971) sem sýndi blús og R&B rætur þeirra og gerði The Doors að fremstu hljómsveit USA á þessum tíma. Síðustu tónleikar The Doors voru á stað sem kallaðist “Warehouse” í New Orleans 12. desember 1970 þar sem Jim Morrison fékk andlegt áfall á sviði og byrjaði að skella míkrófóninum í sviðsgólfið.

Eftir að tökur á plötunni “L.A. Woman” vildi Jim taka sér frí og flutti til París með kærustu sinni Pamela Courson. Jim lést þar þann 3. júlí 1971 og fannst í baðkerinu í íbúð sinni. Talið var að hann dó úr hjartaáfalli en hann var aldrei krufinn og ekki er alveg vitað hvernig hann dó. Jim Morrison er grafinn í Père-Lachaise kirkjugaðrinum í París. Margir aðdáendur telja að Jim hafi sviðsett dauða sinn til að flýja sviðsljósið en svo er líka sagt að hann hafi dáið í næturklúbbi í París og lík hans flutt aftur í íbúð hans.

Eftir dauða Jim’s héldu Ray, Robby og John áfram sem með The Doors sem tríó og Ray og Robby sungu í lögunum. Þeir gáfu út tvær plötur, “Other Voices” og “Full Circle” og fóru í nokkur tónleikaferðalög.

Báðar plöturnar seldust mjög vel en um lok 1972 hættu The Doors alveg að koma fram og taka upp. Fyrri platan er meira í svona Doors stíl en á seinni plötunni voru þeir komnir meira út í jazz. Hvorugar plötunnar hafa verið gefnar út á geisladisk og eru talin af mörgum vera algjör meistaraverk og sumir segja bestu Doors plötunnar. The Doors fengu enn meiri aðdáendur þegar Frabcis Coppola setti lagið “The End” í myndina sína “Apocalypse Now” árið 1979.

Árið 1991 gaf Oliver Stone út myndina “The Doors” þar sem Val Kilmer leikur Jim Morrison, The Doors voru ekki sáttir við hvernig túlkun Stone’s var á Jim. Þeim fannst eins og hann lét Jim líta út fyrir að vera stjórnlausan geðsjúkling.

Árið 2002 stofnuðu Ray og Robby nýja útgáfu af The Doors og kölluðu sig “The Doors of the 21st Century”. Fyrrverandi söngvari The Cult, Ian Astbury söng og Angelo Barbera spilaði á bassa. John Densmore gat ekki spilað með þeim og fengu þeir þá til sín fyrrverandi trommara “The Police”, Stewart Copeland en hann handleggsbrotnaði eftir reiðhjólaslys og gat ekki spilað með þeim, Stewart var leystur af Ty Dennis.

John Densmore og Pamela Courson fóru í mál við “The Doors of the 21st century” um að banna þeim að nota nafnið “The Doors” og unnu þau málið. Nú spila Ray og félagar undir nafninu Riders on the Storm. Ray og Robby halda áfram að spila lög The Doors til að koma í veg fyrir að The Doors hverfi úr sögunni og Ray sagði þetta um nýju hljómsveitina: “We're all getting older. We should, the three of us, be playing these songs because, hey, the end is always near. Morrison was a poet, and above all, a poet wants his words heard.”

Takk fyrir mig, Lalli2

Heimildir: http://en.wikipedia.org/wiki/The_doors