Hér er grein um einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum og einn af vinsælustu tónlistarmönnum tuttugutu aldarinnar. Þessi grein fjallar um snillingin David Bowie og feril hans.
David Robert Jones, betur þekktur sem David Bowie fæddist í Brixton 8. Janúar 1969. Hann lærði á saxófón á sínum yngri árum og vildi hann vera hvítur Little Richard “eða allavega Saxófón leikarinn hans” sagði hann seinna.
Það gekk geðklofi í fjölskyldu David's og David lifði í skugga þess að geta orðið geðveikur þegar hann fullorðnaðist. Eftir að bróðir hans kom úr hernum, fór hann með David á marga “Blues” klúbba og leyfði honum að hlusta á tónlistina sem hljómsveitirnar á klúbbunum voru að spila.
Árið1962 gerðist það að David lenti í slagsmálum við félaga sinn George Undrwood, yfir stelpu. Slagsmálinn enduðu með því að George kýldi David í augað og hann(David) var sendur uppá spítala og haldið var að hann yrði blindur á vinstra auganu en allt bjargaðist með því að láta stækka augasteinin í vinstra auganu. En þegar augasteinnin var stækkaður kom út einsog augun væru mislit(að annað augað væri öðruvísi en hitt á litinn).
David fór strax að taka tónlist alvarlega og var söngvari í hljómsveitum einsog The Lower Third, The King Bees og The Mannish Boys. Hann notaði nafnið David Jones þangað til Monkees komu uppá sjónarsviðið. En í The Monkees hét einn meðlimurinn Davy Jones. David breytti nafni sínu í David Bowie, til þess að forðast að honum yrði ruglað við meðlim The Monkees. David hóf nú að fletta sögubókum og tók nafnið Bowie frá Jim Bowie.
Fyrsta smáskífa Davids kom út um sama leiti og fyrsta tunglferðin, titilag smáskífunar var spilað sömu vikuna og á meðan maðurin gekk á tunglinu en svo ekki meir. Svo gaf David út breiðskífuna David Bowie. David vann verðlaun fyrir plötuna sína, en verðlaunin fékk hann fyrir að eiga best “pródúsaða” lagið. Lagið hét “When I Live My Dream”. Tvem vikum seinna andaðist pabbi Davids. Hann var miður sín en lét það ekki stoppa tónlistarsköpun sína. Á þessum tíma var hann farinn að vera með konu sem hét Angie.
Angie hvatti hann til að gera alskonar hluti(meira um það á eftir). Það var David til mikillar ánægju þegar lagið hans “Space Oddity” komst aftur á vinsældarlistana. Hann gaf svo út aðra breiðskífu sem fékk nafnið Space Oddity(Space Oddity var raunar bara fyrsta platan hans með öðru nafni). Stuttu eftir Space Oddity gengu David og Angie í það heilaga. En það breytti ekki reglum þeirra um að hafa opið samband, sem þýddi að þau mættu vera með öðru fólki ef þau vildu.
David fór nú að semja lög fyrir næstu breiðskífu sína, The Man Who Sold The World. David var farinn að klæðast kjólum, vegna hvatningar Angie, farinn að mála sig og vera eins kvenlegur og hann gat. Framan á hulstrinu á The Man Who Sold The World, var hann með kvennlegt hár og klæddur í kjól. Salan á The Man Who Sold The World olli vonbrigðum. En eitt lag á plötuni fékk örlitla spilun og var það titilagið. David og Angie keyptu sér nú stórt sveitasetur og héldu mörg partý þar, þarsem alskonar furðufuglar mættu í. Í einu af þessum partýjum kynntist David Kókaíni. Á eftir The Man Who Sold The World, kom svo Hunky Dory. David hoppaði af kæti þegar lagið Changes komst í fyrsta sæti vinsældarlistan. Lögin Life On Mars?, Eight Line Poem, Oh! You Pretty Things, Kooks og Andy Warhol, sem voru öll af Hunky Dory, komust líka á vinsældarlistan. Stuttu eftir útgáfu plötunar sagðist David vera samkynhneigður.
Nú skapaði David einn frægasta karakter rokksögunar, Ziggy Stardust. Ziggy Stardust var tvíkynhneigð geimvera frá mars, sem spilaði á gítar í The Spiders From Mars. David stofnaði nú hljómsveitina Ziggy Stardust And The Spiders From Mars. Fyrsta plat Ziggy Stardusts var The Rise And Fall Of Ziggy Stardust And The Spiders From Mars og gerði David vinsælli en nokkru sinni. The Rise And Fall Of Ziggy Stardust And The Spiders From Mars var ein plata þeirra af tvemur. David fór nú í tónleikaför um Bandaríkinn. Tony Defries, umboðsmaður David's sagði við hann að ef hann eyddi einsog stjarna væri hann stjarna. Á hótelinu var svo miklu peningum eytt að rótararnir fengu þjóna. Það sem David vissi ekki var að meiri peningar streymdu út en inn og hann skuldaði mjög mikið. Það sem pirraði hann þó einna mest var að eiginkona hans Angie, var að reyna troða sér inní hans frægðarramma og það þoldi hann ekki.
Þegar tónleikaförinn endaði gaf David út plötuna Aladdin Sane(A Lad Insane)(Klikkaður Snáði). Þarsem hann var klikkaður og áttavilltur af öllu kókaíninu varð hann ofsóknarbrjálaður og borðaði ekki mikið. Hann horaðist upp og varð ófrýnilegur. Eftir Aladdin Sane tónleikaferðina drap David Ziggy Stardust og fór að vinna með aðferð sem hann kallaði “Clippography” en þar klippti hann út úr dagbókum eða dagblöðum og raðaði úrklippunum sama þannig að það kom einhver texti. David vildi fara að vinna með bók(man ekki hvað hún hét) og samdi öll lögin á Diamond Dogs til þess að setja í söngleik sem var buggður á bókina en fékk svo ekki leyfi til að nota söguþráð bókarinnar. En þá setti David lögin á plötuna Diamond Dogs og gaf út. Næsta tónleikaferðalag átti að verða það stórkostlegasta. En hann gat bara haldið eina tónleika í þeirri ferð því hann var á barmi gjaldþrots, sem var skrítið fyrir mann sem átti fimm plötur á vinsældarlistanum. Það næsta sem David gerði var að syngja með Bing Crosby í jólaþætti, þetta er mjög frægt atriði og er oft sýnt í sjónvarpinu yfir jólin. Bing Crosby stendur inní stofu og það er bankað uppá hjá honum og viti menn þá stendur David Bowie við dyrnar og byrja þeir að syngja “Little Drummer Boy” saman. David var farinn að vera mikið söngkonu einni og Angie fannst það í lagi í fyrstu.
Hann rak umboðsmannin Tony DeFries og gaf út plötuna ChangesOneBowie til að koma fjárhag sínum í lag. ChangesOneBowie innihélt hans frægustu smelli. Næsta smáskífa David's var Fame, en lagið skrifaði hann meðþeim John Lennon og Carlos Alomar. Lagið fjallar á sinn hátt um samband David's við Tony DeFries. Platan Young Americans kom út stuttu eftir smáskífuna Fame og innihélt hún titilagið Young Americans og Fame. Næsta plata David's var Station To Station og innihélt hún lagið Golden Years sem náði fyrsta sæti vinsældarlistana. Nú kom að því að David fór að búa með þessari nýju kærustu sinni og Angie, kona David's var svo afbrýðisöm að hún reyndi að fremja sjálfsmorð. Eftir að David frétti það flúði hann með son þeirra Angie, Zowie Bowie, til Berlínar. Í Berlín reyndi hann að hætta í kókaíni en án árangurs. Hann framleiddi plötu Iggy Pop's The Idiot. Á plötuni stóð Iggy Pop And Band, en þetta “Band” var bara David, sem spilaði á öll hljóðfæri plötunar. David framleiddi líka lag á plötu Lou Reeds. Og gerði sjálfur plötuna Low, sem seldist mjög,mjög, mjög illa.
Eftir að hafa verið í Berlín og sagt skilið við Angie og hina kærustuna fór hann til Los Angeles, sem hann sagði sjálfur að það hefður verið verstu dagar lífs hans. Hann vaknaði í ræsinu nánast á hverjum degi og sagði “ég verð að hætta þessu” en stóð aldrei við það. En þegar honum var boðið að leika í myndinni “The Man Who Fell To Earth” vildi hann endilega byrja að leika, en leikstjórin sagði honum að hann þyrfti að hætta á kókaíni ef hann vildi fá hlutverkið. Hann gerði það. Eftir The Man Who Fell To Earth fór hann að leika í leikritinu um fílamannin. En þegar það var verið að sýna lokasýningar á fílamanninum frétti hann að bróðir hans, Terry, sem var enn vistaður á hæli hafði reynt að fyrirfara sér með að hoppa út um glugga. David fór strax til Englands til þess að sjá bróðir sinn. En ekki batnaði þetta þegar hann kom til bandaríkjana því þá var honum sagt að besti vinur hans, John Lennon, hafi verið skotinn til bana. Eftir þessar fréttir flúði hann til Parísar. Hann lagði lokahönd á plötu sína Heroes og byrjaði að vinna á þeirri næstu, Lodger, sem seldist ekki vel.
Næsta skref var að gera smáskífu sem seldist vel, svo að hann fékk til sín meðlimi Queen til að semja og spila lag með sér. Lagið fékk nafnið Under Pressure og fór í fyrsta sæti. Næsta “fyrsta sætis” lag sem hann gerði var lagið Ashes To Ashes sem hann rifjar upp eiturlyfja feril sinn. En Ashes To Ashes kom út á plötuni Scary Monsters sem varð metsölu plata. Og Bowie komst aftur á toppin. Stuttu eftir Ashes To Ashes frétti hann að Terry bróðir hans hafi fyrirfarið sér. Og gerði enn betur þegar hann gaf út plötuna Let's Dance, sem allir gátu hlustað á. En hann varð aðdáendum sínum fyrir vonbrigðum þegar hann gaf út plötuna Tonight, sem var sérstaklega gerð fyrir markaðinn. Þetta var ekki það sem hann var vanur að gera. En gat glatt aðdáendur hans þegar hann söng lagið Heroes á Live Aid og svo lagið Dancing In The Street með Mick Jagger. Hann gerði samt aðra plötu sérstaklega fyrir markaðinn þegar han gaf út plötuna Absolute Beginners. Stuttu seinna gaf hann út lagið Jump They Say sem var um sjálfsmorð Terry bróður hans sem fyrfór sér með að hopp útum glugga.
Hann lét lítið í sér heyra næstu árin og gifti sig svo árið 1995. Hann gaf svo út plötuna Earthling 1997 og það var lagið Little Wonder sem kom honum á topp 20 lista Bretlands. Svo gaf hann út plötuna Heathen og á eftir Heathen fylgdi svo Reality sem kom honum aftur á toppin með laginu New Killer Star. David Bowie er enn mjög virkur tónlistarmaður og maður getur átt von á að heyra eithvað frá honum þá og þegar, eða jafnvel eftir 3-4 ár. En ég vona að þið hafið haft gagn og gaman að þessari grein.